Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Ari Brynjólfsson skrifar 8. apríl 2019 07:15 Nýi Herjólfur er tilbúinn í höfninni í Gdynia í Póllandi. Mynd/Vegagerðin Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í samkomulagi um lokauppgjör kostnaðar við ferjuna sem leysa á Herjólf af í siglingum til og frá Vestmannaeyjum. Til stóð að ferjan yrði afhent síðasta haust. Því var síðan frestað til 30. mars en nú er óvíst nákvæmlega hvenær nýi Herjólfur verður afhentur. Crist S.A. krefst þess að fá rúmlega milljarði meira, eða þriðjung þess sem smíðin hefur kostað, fyrir ferjuna. Vegagerðin segir kröfurnar ekki standast skoðun. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður Crist S.A., segir málið með ólíkindum. „Ég veit ekki hvað ég hef komið nálægt smíði margra skipa, kannski 20-30, og hef aldrei kynnst svona rugli áður.“ Teikningar Vegagerðarinnar hafi ekki staðist og því hafi stöðin þurft að teikna skipið upp á nýtt. Slíkt kosti peninga. Sakar hann Vegagerðina um taktleysi. „Það eru tæknimenn sem þurfa að byrja á að ræða þessi atriði, en þeir byrja á að senda lögfræðinga til að ræða peninga. Stöðin á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum. Ef stöðin er að fara með einhverja vitleysu þá verður að reka það ofan í hana tæknilega.“ Vegagerðin segir að gerðir hafi verið samningar um allar breytingar og Crist S.A. hafi tekið ábyrgð á hönnuninni. Það hafi þurft að gera ýmsar breytingar. „Gerður hefur verið samningur um allar slíkar breytingar þar sem samið er um fast verð og viðbótar smíðatíma eftir því sem við á,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Unnið er að samkomulagi um lokauppgjör og ekki komin dagsetning á afhendingu Herjólfs.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, segir bæjarbúa orðna óþreyjufulla. „Eyjamönnum brá auðvitað þegar þeir sáu það í fréttum að nýja skipið væri ef til vill ekki að koma, enda orðnir langþreyttir á slæmum fréttum af samgöngumálum. Við treystum því þó að þessar deilur Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um lokauppgjörið klárist innan skamms og að skipið komi heim,“ segir Íris. „Það er þó ekki að verða neitt þjónusturof. Gamli Herjólfur heldur auðvitað áfram að sigla þangað til nýja skipið kemur, en aðalatriðið núna er að opna Landeyjahöfn.“ Líkt og aðrir bæjarbúar hlakkar Íris til að fá nýjan Herjólf. „Ferjan sem við erum með í dag er 27 ára gömul og barn síns tíma. Nýja ferjan verður mjög mikil samgöngubót þegar um er að ræða siglingar í Landeyjahöfn. Þeir skipstjórnarmenn sem hafa prófað nýja skipið láta mjög vel af því og aðbúnaður farþega um borð er líka mjög góður. Það er líka bara spennandi og skemmtilegt að fá nýtt skip,“ segir Íris. „Við viljum bara klára þetta. Að Landeyjahöfn verði opnuð og nýja ferjan komi heim.“ Birtist í Fréttablaðinu Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í samkomulagi um lokauppgjör kostnaðar við ferjuna sem leysa á Herjólf af í siglingum til og frá Vestmannaeyjum. Til stóð að ferjan yrði afhent síðasta haust. Því var síðan frestað til 30. mars en nú er óvíst nákvæmlega hvenær nýi Herjólfur verður afhentur. Crist S.A. krefst þess að fá rúmlega milljarði meira, eða þriðjung þess sem smíðin hefur kostað, fyrir ferjuna. Vegagerðin segir kröfurnar ekki standast skoðun. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður Crist S.A., segir málið með ólíkindum. „Ég veit ekki hvað ég hef komið nálægt smíði margra skipa, kannski 20-30, og hef aldrei kynnst svona rugli áður.“ Teikningar Vegagerðarinnar hafi ekki staðist og því hafi stöðin þurft að teikna skipið upp á nýtt. Slíkt kosti peninga. Sakar hann Vegagerðina um taktleysi. „Það eru tæknimenn sem þurfa að byrja á að ræða þessi atriði, en þeir byrja á að senda lögfræðinga til að ræða peninga. Stöðin á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum. Ef stöðin er að fara með einhverja vitleysu þá verður að reka það ofan í hana tæknilega.“ Vegagerðin segir að gerðir hafi verið samningar um allar breytingar og Crist S.A. hafi tekið ábyrgð á hönnuninni. Það hafi þurft að gera ýmsar breytingar. „Gerður hefur verið samningur um allar slíkar breytingar þar sem samið er um fast verð og viðbótar smíðatíma eftir því sem við á,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Unnið er að samkomulagi um lokauppgjör og ekki komin dagsetning á afhendingu Herjólfs.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, segir bæjarbúa orðna óþreyjufulla. „Eyjamönnum brá auðvitað þegar þeir sáu það í fréttum að nýja skipið væri ef til vill ekki að koma, enda orðnir langþreyttir á slæmum fréttum af samgöngumálum. Við treystum því þó að þessar deilur Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um lokauppgjörið klárist innan skamms og að skipið komi heim,“ segir Íris. „Það er þó ekki að verða neitt þjónusturof. Gamli Herjólfur heldur auðvitað áfram að sigla þangað til nýja skipið kemur, en aðalatriðið núna er að opna Landeyjahöfn.“ Líkt og aðrir bæjarbúar hlakkar Íris til að fá nýjan Herjólf. „Ferjan sem við erum með í dag er 27 ára gömul og barn síns tíma. Nýja ferjan verður mjög mikil samgöngubót þegar um er að ræða siglingar í Landeyjahöfn. Þeir skipstjórnarmenn sem hafa prófað nýja skipið láta mjög vel af því og aðbúnaður farþega um borð er líka mjög góður. Það er líka bara spennandi og skemmtilegt að fá nýtt skip,“ segir Íris. „Við viljum bara klára þetta. Að Landeyjahöfn verði opnuð og nýja ferjan komi heim.“
Birtist í Fréttablaðinu Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30
Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30