Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Ari Brynjólfsson skrifar 8. apríl 2019 07:15 Nýi Herjólfur er tilbúinn í höfninni í Gdynia í Póllandi. Mynd/Vegagerðin Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í samkomulagi um lokauppgjör kostnaðar við ferjuna sem leysa á Herjólf af í siglingum til og frá Vestmannaeyjum. Til stóð að ferjan yrði afhent síðasta haust. Því var síðan frestað til 30. mars en nú er óvíst nákvæmlega hvenær nýi Herjólfur verður afhentur. Crist S.A. krefst þess að fá rúmlega milljarði meira, eða þriðjung þess sem smíðin hefur kostað, fyrir ferjuna. Vegagerðin segir kröfurnar ekki standast skoðun. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður Crist S.A., segir málið með ólíkindum. „Ég veit ekki hvað ég hef komið nálægt smíði margra skipa, kannski 20-30, og hef aldrei kynnst svona rugli áður.“ Teikningar Vegagerðarinnar hafi ekki staðist og því hafi stöðin þurft að teikna skipið upp á nýtt. Slíkt kosti peninga. Sakar hann Vegagerðina um taktleysi. „Það eru tæknimenn sem þurfa að byrja á að ræða þessi atriði, en þeir byrja á að senda lögfræðinga til að ræða peninga. Stöðin á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum. Ef stöðin er að fara með einhverja vitleysu þá verður að reka það ofan í hana tæknilega.“ Vegagerðin segir að gerðir hafi verið samningar um allar breytingar og Crist S.A. hafi tekið ábyrgð á hönnuninni. Það hafi þurft að gera ýmsar breytingar. „Gerður hefur verið samningur um allar slíkar breytingar þar sem samið er um fast verð og viðbótar smíðatíma eftir því sem við á,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Unnið er að samkomulagi um lokauppgjör og ekki komin dagsetning á afhendingu Herjólfs.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, segir bæjarbúa orðna óþreyjufulla. „Eyjamönnum brá auðvitað þegar þeir sáu það í fréttum að nýja skipið væri ef til vill ekki að koma, enda orðnir langþreyttir á slæmum fréttum af samgöngumálum. Við treystum því þó að þessar deilur Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um lokauppgjörið klárist innan skamms og að skipið komi heim,“ segir Íris. „Það er þó ekki að verða neitt þjónusturof. Gamli Herjólfur heldur auðvitað áfram að sigla þangað til nýja skipið kemur, en aðalatriðið núna er að opna Landeyjahöfn.“ Líkt og aðrir bæjarbúar hlakkar Íris til að fá nýjan Herjólf. „Ferjan sem við erum með í dag er 27 ára gömul og barn síns tíma. Nýja ferjan verður mjög mikil samgöngubót þegar um er að ræða siglingar í Landeyjahöfn. Þeir skipstjórnarmenn sem hafa prófað nýja skipið láta mjög vel af því og aðbúnaður farþega um borð er líka mjög góður. Það er líka bara spennandi og skemmtilegt að fá nýtt skip,“ segir Íris. „Við viljum bara klára þetta. Að Landeyjahöfn verði opnuð og nýja ferjan komi heim.“ Birtist í Fréttablaðinu Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í samkomulagi um lokauppgjör kostnaðar við ferjuna sem leysa á Herjólf af í siglingum til og frá Vestmannaeyjum. Til stóð að ferjan yrði afhent síðasta haust. Því var síðan frestað til 30. mars en nú er óvíst nákvæmlega hvenær nýi Herjólfur verður afhentur. Crist S.A. krefst þess að fá rúmlega milljarði meira, eða þriðjung þess sem smíðin hefur kostað, fyrir ferjuna. Vegagerðin segir kröfurnar ekki standast skoðun. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður Crist S.A., segir málið með ólíkindum. „Ég veit ekki hvað ég hef komið nálægt smíði margra skipa, kannski 20-30, og hef aldrei kynnst svona rugli áður.“ Teikningar Vegagerðarinnar hafi ekki staðist og því hafi stöðin þurft að teikna skipið upp á nýtt. Slíkt kosti peninga. Sakar hann Vegagerðina um taktleysi. „Það eru tæknimenn sem þurfa að byrja á að ræða þessi atriði, en þeir byrja á að senda lögfræðinga til að ræða peninga. Stöðin á ekki orð yfir þessum vinnubrögðum. Ef stöðin er að fara með einhverja vitleysu þá verður að reka það ofan í hana tæknilega.“ Vegagerðin segir að gerðir hafi verið samningar um allar breytingar og Crist S.A. hafi tekið ábyrgð á hönnuninni. Það hafi þurft að gera ýmsar breytingar. „Gerður hefur verið samningur um allar slíkar breytingar þar sem samið er um fast verð og viðbótar smíðatíma eftir því sem við á,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. „Unnið er að samkomulagi um lokauppgjör og ekki komin dagsetning á afhendingu Herjólfs.“ Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Eyjum, segir bæjarbúa orðna óþreyjufulla. „Eyjamönnum brá auðvitað þegar þeir sáu það í fréttum að nýja skipið væri ef til vill ekki að koma, enda orðnir langþreyttir á slæmum fréttum af samgöngumálum. Við treystum því þó að þessar deilur Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar um lokauppgjörið klárist innan skamms og að skipið komi heim,“ segir Íris. „Það er þó ekki að verða neitt þjónusturof. Gamli Herjólfur heldur auðvitað áfram að sigla þangað til nýja skipið kemur, en aðalatriðið núna er að opna Landeyjahöfn.“ Líkt og aðrir bæjarbúar hlakkar Íris til að fá nýjan Herjólf. „Ferjan sem við erum með í dag er 27 ára gömul og barn síns tíma. Nýja ferjan verður mjög mikil samgöngubót þegar um er að ræða siglingar í Landeyjahöfn. Þeir skipstjórnarmenn sem hafa prófað nýja skipið láta mjög vel af því og aðbúnaður farþega um borð er líka mjög góður. Það er líka bara spennandi og skemmtilegt að fá nýtt skip,“ segir Íris. „Við viljum bara klára þetta. Að Landeyjahöfn verði opnuð og nýja ferjan komi heim.“
Birtist í Fréttablaðinu Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39 Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30 Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Skipasmíðastöðin fer fram á rúman milljarð til viðbótar Engin stoð er í samningi aðila fyrir þessari kröfu skipasmíðastöðvarinnar að mati Vegagerðarinnar. 26. mars 2019 12:39
Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra segir að ekki sé við Vegagerðina að sakast að Herjólfur sé ekki tilbúinn. 7. apríl 2019 19:30
Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Umboðsmaður pólsku skipasmíðastöðvarinnar sem smíðar nýjan Herjólf segir að aukagreiðsla sem farið er fram á, sé vegna breytinga sem hafi þurft að gera á ferjunni vegna þess að upphaflegar teikningar hennar hafi verið rangar. Meðal annars hafi þurft að lengja skipið til að mæta kröfum um djúpristu. 25. mars 2019 12:30