Komum á bráðadeild Landspítalans fækkar um tíu prósent Sveinn Arnarsson skrifar 8. apríl 2019 06:15 Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum. vísir/anton brink Einstaklingum sem leita til bráðadeildar Landspítalans fækkaði um 10 prósent á síðasta ári og fleiri fara inn á heilsugæslu sem fyrsta stopp í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mikilvægt svo hægt sé að forgangsraða fjármagni betur í heilbrigðisþjónustu. Þetta kom fram á fræðslufundi Landspítalans nýverið. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir samstarf við heilsugæsluna gott og þetta sé liður í því að þeir sem sæki þjónustu fái meðferð við hæfi. „Við höfum átt gott og mikið samstarf síðastliðið ár við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina um upplýsingagjöf. Við sjáum í komutölum að það hefur leitt til þess að fleiri leita til heilsugæslunnar sem fyrsta stopps inn í heilbrigðisþjónustuna,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur gert það að verkum að við höfum haft möguleika og bolmagn til að taka við fleiri bráðveikum sjúklingum eftir að hjartagáttin lokaði.“ Síðustu misseri hefur oft verið rætt um mikið álag á bráðadeild LSH og hefur markvisst verið unnið að því innan spítalans að fækka komum minna veikra inn á bráðadeild og létta álagið á starfsmönnum. Einnig er kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að nýta sér þjónustu bráðadeildar en heilsugæslu svo dæmi sé tekið. „Því er þetta í rétta átt. Við sjáum í okkar gögnum fækkun í hópi minnst veikra einstaklinga en á sama tíma hefur orðið fjölgun í hópi mjög veikra og bráðveikra. Það þýðir að við höfum bolmagn til að sinna okkar bráðveiku sjúklingum,“ segir Jón Magnús. „Þetta þýðir meiri gæði og betri þjónustu fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda, bæði þá minna veiku sem fara til heilsugæslunnar sem og þá bráðveiku sem leita til okkar.“ Jón Magnús bendir einnig á að minna veikur einstaklingur fái betri og skilvirkari þjónustu á heilsugæslu þar sem þörfum hans er að einhverju leyti betur sinnt en á bráðadeild Landspítalans. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Einstaklingum sem leita til bráðadeildar Landspítalans fækkaði um 10 prósent á síðasta ári og fleiri fara inn á heilsugæslu sem fyrsta stopp í heilbrigðiskerfinu. Þetta er mikilvægt svo hægt sé að forgangsraða fjármagni betur í heilbrigðisþjónustu. Þetta kom fram á fræðslufundi Landspítalans nýverið. Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir samstarf við heilsugæsluna gott og þetta sé liður í því að þeir sem sæki þjónustu fái meðferð við hæfi. „Við höfum átt gott og mikið samstarf síðastliðið ár við heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu og læknavaktina um upplýsingagjöf. Við sjáum í komutölum að það hefur leitt til þess að fleiri leita til heilsugæslunnar sem fyrsta stopps inn í heilbrigðisþjónustuna,“ segir Jón Magnús. „Þetta hefur gert það að verkum að við höfum haft möguleika og bolmagn til að taka við fleiri bráðveikum sjúklingum eftir að hjartagáttin lokaði.“ Síðustu misseri hefur oft verið rætt um mikið álag á bráðadeild LSH og hefur markvisst verið unnið að því innan spítalans að fækka komum minna veikra inn á bráðadeild og létta álagið á starfsmönnum. Einnig er kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að nýta sér þjónustu bráðadeildar en heilsugæslu svo dæmi sé tekið. „Því er þetta í rétta átt. Við sjáum í okkar gögnum fækkun í hópi minnst veikra einstaklinga en á sama tíma hefur orðið fjölgun í hópi mjög veikra og bráðveikra. Það þýðir að við höfum bolmagn til að sinna okkar bráðveiku sjúklingum,“ segir Jón Magnús. „Þetta þýðir meiri gæði og betri þjónustu fyrir þá sem þurfa á þjónustu að halda, bæði þá minna veiku sem fara til heilsugæslunnar sem og þá bráðveiku sem leita til okkar.“ Jón Magnús bendir einnig á að minna veikur einstaklingur fái betri og skilvirkari þjónustu á heilsugæslu þar sem þörfum hans er að einhverju leyti betur sinnt en á bráðadeild Landspítalans.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira