Stórir strákar fá stór skiptabú Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. apríl 2019 09:30 Eins dauði er annars brauð. Hæstaréttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air. Ólga ríkir innan lögmannastéttarinnar vegna málsins. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 gagnrýndu lögmennirnir Kristrún Elsa Harðardóttir og Saga Ýrr Jónsdóttir harðlega hversu ógegnsætt ferlið er við skipun skiptastjóra. „Það er enginn hissa á því að tveir miðaldra karlmenn séu skipaðir yfir þessu stóra búi,“ sagði Kristrún Elsa. „Það er bara það sem gengur og gerist á hverjum einasta degi í okkar bransa. Því miður. Okkur konunum virðist ekki vera treyst fyrir þessum stóru búum.“ Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana gaf lítið fyrir gagnrýnina. Sagði hann að þegar um væri að ræða stór þrotabú væru valdir í verkið þeir sem áður hefðu leyst úr stórum búum og hefðu sýnt að þeir gætu tekist á við svo viðamikið og flókið verkefni.Bak við skerminn Í kvöld leikur Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar úrval klassískra verka eftir Beethoven, Wagner, Bernstein og fleiri í Lincoln Center á Manhattan-eyju. Hljómsveitin var stofnuð árið 1842 og er ein sú elsta í Bandaríkjunum. Lengst af sögu fílharmóníuhljómsveitarinnar spiluðu engar konur með hljómsveitinni. Að frátöldum örfáum undantekningum sem telja má á fingrum annarrar handar var fjöldi kvenkyns hljóðfæraleikara að jafnaði núll. En á níunda áratug tuttugustu aldar breyttist eitthvað. Öllum að óvörum fór talan að hækka. Snarhækka. Hvað var eiginlega um að vera? Starfsmannavelta í sinfóníuhljómsveitum er lítil. Fjöldi hljóðfæraleikara er iðulega sá sami (um hundrað) og þegar hljóðfæraleikarar eru ráðnir er það til langs tíma (hér áður fyrr hlutu þeir gjarnan æviráðningu). Þar að auki er sjaldgæft að hljóðfæraleikarar séu reknir. Það sætti því tíðindum þegar hlutfall kvenna í Fílharmóníuhljómsveit New York fór úr núll í tíu prósent á áratug. Ástæðan kom fólki í opna skjöldu. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tóku sinfóníuhljómsveitir í Bandaríkjunum að notast við „blind áheyrnarpróf“ þegar ráða þurfti nýja hljóðfæraleikara. Blind áheyrnarpróf eru hæfnispróf þar sem skermur skilur að hljóðfæraleikarann og dómnefndina sem hlýðir á leik hans – dálítið eins og fyrirkomulagið í sjónvarpsþáttunum The Voice. Skermurinn hafði ekki fyrr verið reistur en Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar tók að fyllast af konum. Þegar dómnefndin vissi ekki hvort það var karl eða kona sem leyndist bak við skerminn réðu verðleikar einir hver fékk starfið. Skermurinn kom óvart upp um ómeðvitaða fordóma dómnefndanna sem völdu í hljómsveitina. Í ljós kom að karlar og konur bjuggu yfir nákvæmlega jafnmiklum tónlistarhæfileikum. Aðeins nokkrum árum eftir að blindu áheyrnarprufurnar voru teknar í gagnið var helmingur nýráðninga við hljómsveitina konur. Í dag eru rúmlega fjörutíu og fimm prósent hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar konur. Aldagömul harmaljóð Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur horfir á WOW air og sér stórt þrotabú, stórt vandamál og stórt verk að vinna. Hann sér tvo stóra stráka og honum sýnist þeir einmitt vera í réttri stærð fyrir stórt verkefnið. „Stórir strákar fá raflost,“ söng Bubbi með hljómsveitinni Egó. „Stórir strákar fá skiptabú,“ syngur dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Hvorugt verkanna er á dagskrá Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar í kvöld. Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Eins dauði er annars brauð. Hæstaréttarlögmennirnir Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar yfir þrotabúi WOW air. Ólga ríkir innan lögmannastéttarinnar vegna málsins. Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 gagnrýndu lögmennirnir Kristrún Elsa Harðardóttir og Saga Ýrr Jónsdóttir harðlega hversu ógegnsætt ferlið er við skipun skiptastjóra. „Það er enginn hissa á því að tveir miðaldra karlmenn séu skipaðir yfir þessu stóra búi,“ sagði Kristrún Elsa. „Það er bara það sem gengur og gerist á hverjum einasta degi í okkar bransa. Því miður. Okkur konunum virðist ekki vera treyst fyrir þessum stóru búum.“ Símon Sigvaldason, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur, sem skipaði skiptastjórana gaf lítið fyrir gagnrýnina. Sagði hann að þegar um væri að ræða stór þrotabú væru valdir í verkið þeir sem áður hefðu leyst úr stórum búum og hefðu sýnt að þeir gætu tekist á við svo viðamikið og flókið verkefni.Bak við skerminn Í kvöld leikur Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar úrval klassískra verka eftir Beethoven, Wagner, Bernstein og fleiri í Lincoln Center á Manhattan-eyju. Hljómsveitin var stofnuð árið 1842 og er ein sú elsta í Bandaríkjunum. Lengst af sögu fílharmóníuhljómsveitarinnar spiluðu engar konur með hljómsveitinni. Að frátöldum örfáum undantekningum sem telja má á fingrum annarrar handar var fjöldi kvenkyns hljóðfæraleikara að jafnaði núll. En á níunda áratug tuttugustu aldar breyttist eitthvað. Öllum að óvörum fór talan að hækka. Snarhækka. Hvað var eiginlega um að vera? Starfsmannavelta í sinfóníuhljómsveitum er lítil. Fjöldi hljóðfæraleikara er iðulega sá sami (um hundrað) og þegar hljóðfæraleikarar eru ráðnir er það til langs tíma (hér áður fyrr hlutu þeir gjarnan æviráðningu). Þar að auki er sjaldgæft að hljóðfæraleikarar séu reknir. Það sætti því tíðindum þegar hlutfall kvenna í Fílharmóníuhljómsveit New York fór úr núll í tíu prósent á áratug. Ástæðan kom fólki í opna skjöldu. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar tóku sinfóníuhljómsveitir í Bandaríkjunum að notast við „blind áheyrnarpróf“ þegar ráða þurfti nýja hljóðfæraleikara. Blind áheyrnarpróf eru hæfnispróf þar sem skermur skilur að hljóðfæraleikarann og dómnefndina sem hlýðir á leik hans – dálítið eins og fyrirkomulagið í sjónvarpsþáttunum The Voice. Skermurinn hafði ekki fyrr verið reistur en Fílharmóníuhljómsveit New York-borgar tók að fyllast af konum. Þegar dómnefndin vissi ekki hvort það var karl eða kona sem leyndist bak við skerminn réðu verðleikar einir hver fékk starfið. Skermurinn kom óvart upp um ómeðvitaða fordóma dómnefndanna sem völdu í hljómsveitina. Í ljós kom að karlar og konur bjuggu yfir nákvæmlega jafnmiklum tónlistarhæfileikum. Aðeins nokkrum árum eftir að blindu áheyrnarprufurnar voru teknar í gagnið var helmingur nýráðninga við hljómsveitina konur. Í dag eru rúmlega fjörutíu og fimm prósent hljóðfæraleikara hljómsveitarinnar konur. Aldagömul harmaljóð Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur horfir á WOW air og sér stórt þrotabú, stórt vandamál og stórt verk að vinna. Hann sér tvo stóra stráka og honum sýnist þeir einmitt vera í réttri stærð fyrir stórt verkefnið. „Stórir strákar fá raflost,“ söng Bubbi með hljómsveitinni Egó. „Stórir strákar fá skiptabú,“ syngur dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. Hvorugt verkanna er á dagskrá Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar í kvöld. Dómstjórinn telur sig vafalaust meta út frá verðleikum og velja af heilindum þá mætu menn sem hann skipar sem skiptastjóra. Hefði skermur Fílharmóníuhljómsveitar New York-borgar hins vegar skilið að stóru strákana og dómstjórann er ekki ólíklegt að líflegri verk en aldagömul harmaljóð væru á dagskrá kvennasveitar lögmanna í dag.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun