Telur handtökurnar bera vott um andúð á útlendingum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2019 18:12 Hér sest þegar einn mótmælenda er var leiddur inn í lögreglubíl í dag. vísir/sigurjón Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Hún telur aðgerðir lögreglu í dómsmálaráðuneytinu í dag þar sem fimm mótmælendur voru handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa ráðuneytið bera vott um andúð á útlendingum. Lögreglan kom á vettvang að beiðni ráðuneytisins, að því er sagði í tilkynningu lögreglu nú síðdegis. Isabella segir í samtali við Vísi að um tíu mótmælendur hafi verið með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins til þess að freista þess að fá fund með ráðherra til að ræða stöðu hælisleitenda. Var þetta fjórði dagurinn í röð sem No Borders mótmæltu í ráðuneytinu.Sjá einnig: Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu „Við sátum þarna og kyrjuðum vegna þess að við höfum reynt að senda þeim bréf og tölvupósta um það sem við getum gert til þess að mæta kröfum hælisleitenda. Við höfum vanalega verið aðeins færri en við vorum í dag, svona fimm til sex, en í dag vorum við tíu sem sátum þarna. Venjulega höfum við bara setið þarna og lögreglan hefur dregið okkur út en í dag gerðist það ekki,“ segir Isabella.„Viss um að ef við værum að berjast fyrir einhverju öðru þá myndi lögreglan vera mun almennilegri við okkur“ Hún segir lögreglu hafa sagt við hana beint að hún yrði handtekin ef hún myndi ekki yfirgefa ráðuneyti en hún er ekki viss um að slík fyrirmæli hafi verið gefin til allra. „Sum okkur fóru svo að lögreglan myndi ekki handtaka okkur en þau fimm sem urðu eftir voru handtekin,“ segir Isabella. Spurð út í þær skýringar lögreglunnar fyrir handtökunum að mótmælendur hafi neitað að hlýða ítrekuðum fyrirmælum um að yfirgefa ráðuneytið segir Isabella að henni finnist viðbrögð lögreglu við mótmælunum rasísk. „Ég held að lögreglan hafi ekki hugmynd um hvernig hún eigi að eiga við þennan hóp. Ef þetta væri annar hópur sem væri til dæmis að mótmæla og berjast fyrir kvenréttindum þá held ég að það væri tekið öðruvísi á okkur. Venjulega stendur lögreglan bara og grípur inn í ef það kemur til ofbeldis en við vorum ekki að beita neinu ofbeldi,“ segir Isabella og bætir við: „Mér finnst þetta rasískt og bera vott um andúð á útlendingum. Við erum að krefjast réttinda fyrir hælisleitendur og útlendinga og þrátt fyrir að við höfum sömu mannréttindi til mótmæla þá bregst lögreglan svona við. Ég er viss um að ef við værum að berjast fyrir einhverju öðru þá myndi lögreglan vera mun almennilegri við okkur. Við gerðum ekkert rangt eða ólöglegt nema að hlýða ekki lögreglu,“ segir Isabella. Þeir mótmælendur sem ekki voru handteknir eru nú fyrir utan lögreglustöðina að sögn Isabellu og ætla þau að vera þar þangað til þeim handteknu verður sleppt. „Ég held að lögreglan geti ekki haldið þeim lengur en 24 klukkustundir en síðast þegar mótmælendur úr hópnum voru handteknir var þeim haldið í svona tvo til fimm tíma,“ segir Isabella.Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. 2. apríl 2019 15:58 Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni. 4. apríl 2019 14:12 Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 5. apríl 2019 16:50 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Isabella Rivera, einn mótmælenda í dómsmálráðuneytinu í dag, telur að lögreglan viti ekki hvernig hún eigi að eiga við hópinn No Borders sem undanfarna daga og vikur hefur mótmælt meðferð og aðbúnaði hælisleitenda og flóttafólks hér á landi. Hún telur aðgerðir lögreglu í dómsmálaráðuneytinu í dag þar sem fimm mótmælendur voru handteknir fyrir að hlýða ekki ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa ráðuneytið bera vott um andúð á útlendingum. Lögreglan kom á vettvang að beiðni ráðuneytisins, að því er sagði í tilkynningu lögreglu nú síðdegis. Isabella segir í samtali við Vísi að um tíu mótmælendur hafi verið með kyrrsetumótmæli í anddyri ráðuneytisins til þess að freista þess að fá fund með ráðherra til að ræða stöðu hælisleitenda. Var þetta fjórði dagurinn í röð sem No Borders mótmæltu í ráðuneytinu.Sjá einnig: Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu „Við sátum þarna og kyrjuðum vegna þess að við höfum reynt að senda þeim bréf og tölvupósta um það sem við getum gert til þess að mæta kröfum hælisleitenda. Við höfum vanalega verið aðeins færri en við vorum í dag, svona fimm til sex, en í dag vorum við tíu sem sátum þarna. Venjulega höfum við bara setið þarna og lögreglan hefur dregið okkur út en í dag gerðist það ekki,“ segir Isabella.„Viss um að ef við værum að berjast fyrir einhverju öðru þá myndi lögreglan vera mun almennilegri við okkur“ Hún segir lögreglu hafa sagt við hana beint að hún yrði handtekin ef hún myndi ekki yfirgefa ráðuneyti en hún er ekki viss um að slík fyrirmæli hafi verið gefin til allra. „Sum okkur fóru svo að lögreglan myndi ekki handtaka okkur en þau fimm sem urðu eftir voru handtekin,“ segir Isabella. Spurð út í þær skýringar lögreglunnar fyrir handtökunum að mótmælendur hafi neitað að hlýða ítrekuðum fyrirmælum um að yfirgefa ráðuneytið segir Isabella að henni finnist viðbrögð lögreglu við mótmælunum rasísk. „Ég held að lögreglan hafi ekki hugmynd um hvernig hún eigi að eiga við þennan hóp. Ef þetta væri annar hópur sem væri til dæmis að mótmæla og berjast fyrir kvenréttindum þá held ég að það væri tekið öðruvísi á okkur. Venjulega stendur lögreglan bara og grípur inn í ef það kemur til ofbeldis en við vorum ekki að beita neinu ofbeldi,“ segir Isabella og bætir við: „Mér finnst þetta rasískt og bera vott um andúð á útlendingum. Við erum að krefjast réttinda fyrir hælisleitendur og útlendinga og þrátt fyrir að við höfum sömu mannréttindi til mótmæla þá bregst lögreglan svona við. Ég er viss um að ef við værum að berjast fyrir einhverju öðru þá myndi lögreglan vera mun almennilegri við okkur. Við gerðum ekkert rangt eða ólöglegt nema að hlýða ekki lögreglu,“ segir Isabella. Þeir mótmælendur sem ekki voru handteknir eru nú fyrir utan lögreglustöðina að sögn Isabellu og ætla þau að vera þar þangað til þeim handteknu verður sleppt. „Ég held að lögreglan geti ekki haldið þeim lengur en 24 klukkustundir en síðast þegar mótmælendur úr hópnum voru handteknir var þeim haldið í svona tvo til fimm tíma,“ segir Isabella.Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Tengdar fréttir Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. 2. apríl 2019 15:58 Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni. 4. apríl 2019 14:12 Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 5. apríl 2019 16:50 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Mótmælendur dregnir út úr dómsmálaráðuneytinu Um fimmtán manns mættu í dómsmálaráðuneytið við Sölvhólsgötu í miðbæ Reykjavíkur á fjórða tímanum þar sem þeir hugðust mótmæla aðstæðum hælisleitenda hér á landi. 2. apríl 2019 15:58
Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Mótmælandi furðar sig á hörku í lögreglunni. 4. apríl 2019 14:12
Fimm handteknir í dómsmálaráðuneytinu Fimm mótmælendur voru handteknir í dómsmálaráðuneytinu á fjórða tímanum í dag fyrir að hlíta ekki fyrirmælum lögreglu. 5. apríl 2019 16:50