Byggðarráð undrast seinagang ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 5. apríl 2019 06:45 Sveitarstjórnin gagnrýnir seinagang ráðherra. Fréttablaðið/Pjetur Sveitarstjórn Húnaþings vestra gagnrýnir seinagang Lilju Alfreðsdóttur sem hefur ekki staðfest Borðeyri sem verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru síðan sveitarstjórn óskaði eftir því við stjórnvöld. Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir þennan drátt hamla allri uppbyggingu á svæðinu.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn.Sveitarstjórnin samþykkti þann 19. maí á síðasta ári tillögu um að hluti Borðeyrar yrði verndarsvæði í byggð vegna menningarsögulegs gildis staðarins. Með verndarsvæði í byggð yrði auðveldara að vernda sérkenni byggðakjarnans. „Nú 10 mánuðum síðar hefur ráðherra ekki enn skrifað undir staðfestingu þrátt fyrir að Minjastofnun hafi sent inn sína umsögn og mælt með staðfestingu. Þessi töf hefur hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri og uppbyggingu ferðaþjónustu í Hrútafirði. Byggðarráð harmar þessi vinnubrögð og hvetur ráðherra til að klára málið hið fyrsta,“ segir í bókun byggðarráðs um málið. Guðný Hrund Karlsdóttir er sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hún segir þessa bið bagalega. „Það er alveg ljóst að á meðan við fáum ekki staðfestinguna þá getum við ekki farið í nauðsynlega deiliskipulagsvinnu og annað sem snertir svæðið. Hér er um að ræða einn merkasta verslunarstað landsins í aldir og því mikilvægt að byggja upp ferðaþjónustu og annað í kringum Borðeyri,“ segir Guðný Hrund. Markmið laga um verndarsvæði í byggð var að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi hér á landi og var samþykkt árið 2015. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mælti fyrir þessu lagafrumvarpi og barðist fyrir því að hægt væri að skilgreina merk svæði sem verndarsvæði þótt þau væru í byggð. Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Sveitarstjórn Húnaþings vestra gagnrýnir seinagang Lilju Alfreðsdóttur sem hefur ekki staðfest Borðeyri sem verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru síðan sveitarstjórn óskaði eftir því við stjórnvöld. Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir þennan drátt hamla allri uppbyggingu á svæðinu.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn.Sveitarstjórnin samþykkti þann 19. maí á síðasta ári tillögu um að hluti Borðeyrar yrði verndarsvæði í byggð vegna menningarsögulegs gildis staðarins. Með verndarsvæði í byggð yrði auðveldara að vernda sérkenni byggðakjarnans. „Nú 10 mánuðum síðar hefur ráðherra ekki enn skrifað undir staðfestingu þrátt fyrir að Minjastofnun hafi sent inn sína umsögn og mælt með staðfestingu. Þessi töf hefur hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri og uppbyggingu ferðaþjónustu í Hrútafirði. Byggðarráð harmar þessi vinnubrögð og hvetur ráðherra til að klára málið hið fyrsta,“ segir í bókun byggðarráðs um málið. Guðný Hrund Karlsdóttir er sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hún segir þessa bið bagalega. „Það er alveg ljóst að á meðan við fáum ekki staðfestinguna þá getum við ekki farið í nauðsynlega deiliskipulagsvinnu og annað sem snertir svæðið. Hér er um að ræða einn merkasta verslunarstað landsins í aldir og því mikilvægt að byggja upp ferðaþjónustu og annað í kringum Borðeyri,“ segir Guðný Hrund. Markmið laga um verndarsvæði í byggð var að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi hér á landi og var samþykkt árið 2015. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mælti fyrir þessu lagafrumvarpi og barðist fyrir því að hægt væri að skilgreina merk svæði sem verndarsvæði þótt þau væru í byggð.
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Stjórnsýsla Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira