Kvennalandsliðið mætir Suður-Kóreu ytra í nótt Hjörvar Ólafsson skrifar 5. apríl 2019 17:15 Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fimmta vináttulandsleik á þessu ári þegar liðið leikur við Suður-Kóreu í nótt. Leikurinn hefst klukkan 05.00 að íslenskum tíma en leikið er á Yongin Citizen Sports Park. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu verkefni en liðin spila aftur á þriðjudagsmorgun. Íslenska liðið hefur leikið tvisvar við Skotland á árinu, haft betur í annað skiptið í frumraun Jóns Þórs Haukssonar og Ians Davids Jeffs og tapaði svo þegar liðin mættust á Algarve Cup. Þar gerði liðið einnig jafntefli við sterkt lið Kanada og vann svo Portúgal. Reynslumiklir leikmenn á borð við Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Sif Atladóttur fengu frí í þessu verkefni. Þá komust Anna Björk Kristjánsdóttir, Elín Metta Jensen og Agla María Albertsdóttir ekki í þetta verkefni af mismunandi ástæðum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland mætir Suður-Kóreu sem var í 14. sæti á síðasta styrkleikalista sem FIFA gaf út á meðan Ísland var átta sætum neðar í 22. sæti. Ef Fanndís Friðriksdóttir spilar báða leikina í ferðinni nær hún þeim áfanga að spila sinn 100. landsleik en hún yrði þá níundi leikmaðurinn til þess að spila 100 landsleiki eða fleiri. Hallbera Guðný Gísladóttir er leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins með 102 leiki en hún spilaði 100. landsleikinn í Algarve fyrr á þessu ári. „Það er ýmislegt líkt með liði Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið þegar hann valdi leikmannahóp sinn fyrir verkefnið. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti,“ sagði hann enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur sinn fimmta vináttulandsleik á þessu ári þegar liðið leikur við Suður-Kóreu í nótt. Leikurinn hefst klukkan 05.00 að íslenskum tíma en leikið er á Yongin Citizen Sports Park. Þetta er fyrri leikur liðanna af tveimur í þessu verkefni en liðin spila aftur á þriðjudagsmorgun. Íslenska liðið hefur leikið tvisvar við Skotland á árinu, haft betur í annað skiptið í frumraun Jóns Þórs Haukssonar og Ians Davids Jeffs og tapaði svo þegar liðin mættust á Algarve Cup. Þar gerði liðið einnig jafntefli við sterkt lið Kanada og vann svo Portúgal. Reynslumiklir leikmenn á borð við Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur, Margréti Láru Viðarsdóttur og Sif Atladóttur fengu frí í þessu verkefni. Þá komust Anna Björk Kristjánsdóttir, Elín Metta Jensen og Agla María Albertsdóttir ekki í þetta verkefni af mismunandi ástæðum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland mætir Suður-Kóreu sem var í 14. sæti á síðasta styrkleikalista sem FIFA gaf út á meðan Ísland var átta sætum neðar í 22. sæti. Ef Fanndís Friðriksdóttir spilar báða leikina í ferðinni nær hún þeim áfanga að spila sinn 100. landsleik en hún yrði þá níundi leikmaðurinn til þess að spila 100 landsleiki eða fleiri. Hallbera Guðný Gísladóttir er leikjahæsti leikmaður íslenska liðsins með 102 leiki en hún spilaði 100. landsleikinn í Algarve fyrr á þessu ári. „Það er ýmislegt líkt með liði Suður-Kóreu og Kanada, þær eru með sterkt lið og beinskeyttar. Þær eru að mörgu leyti ólíkar öðrum Asíuþjóðum þegar kemur að því, því að þær spila fast og ákveðið ofan á það að vera teknískar og mjög fljótar. Þetta er verðugt verkefni og við berum virðingu fyrir liði Suður-Kóreu sem er frábært en á sama tíma óttumst við ekkert. Við þurfum bara að einblína á það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Jón Þór í samtali við Fréttablaðið þegar hann valdi leikmannahóp sinn fyrir verkefnið. „Leikirnir eru um miðjan dag úti þannig að aðstæðurnar verða krefjandi fyrir okkur. Það er eitthvað nýtt fyrir okkur og undir þjálfarateyminu komið að undirbúa leikmennina til að geta mætt af fullum krafti,“ sagði hann enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið Býflugurnar kláruðu Bournemouth „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Samþykktu að stjórn KKÍ klári nýja reglugerð um erlenda leikmenn Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Vandræði meistaranna halda áfram Dana Björg með níu mörk í stórsigri Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Svona var þing KKÍ Aron verður heldur ekki með í dag Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sjá meira