Lífskjarasamningar! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 4. apríl 2019 15:15 Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum. Sérstaklega þegar bætt kjör skila sér mest til þeirra sem verst eru settir, þó allir njóti góðs af. Ég vil hrósa forystu verkalýðshreyfingarinnar sem var staðföst í kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Þá á ríkisstjórnin einnig hrós skilið fyrir að koma myndarlega að málum með 80 milljarða að borðinu sem eiga að styrkja enn frekar lífskjör fólks með sérstakri áherslu og ungt barnafólk og þá sem lökust kjörin hafa. Það má líka hrósa atvinnurekendum fyrir að hafa skilning á því að nú þyrfti fyrst og fremst að horfa til þeirra sem verst væru settir. Þannig náðist samstaða um krónutöluhækkanir sem gagnast þeim hlutfallslega best sem lægri laun hafa. Launaskrið hátekjuhópa má ekki fara af stað og er það sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags að koma í veg fyrir að aðrir hópar taki til sín meira en samstaða hefur náðst um. Ávinningur samfélagsins er mikil ef okkur tekst að halda áfram að byggja hér upp öflugt efnahagslíf og hagvöxt sem reistur er á verðmæta aukningu í samfélaginu en ekki innihaldslausri þenslubólu eins og varð okkur að falli í hruninu.Tímamótasamningar Það verður spennandi að sjá hverning til tekst með að auka vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans. Ríkið setur sinn svip á þessa samninga og fullyrt er að aldrei hafi ríkið komið með svo öflugum hætti að gerð kjarasamninga. Ég tel að það muni koma til með að nýtast öðrum hópum sem eiga eftir að semja. Þar má nefna:Aðgerðir í húsnæðismálum sem gagnast sérstaklega ungu fólki og tekjulágum.Nýtt skattþrep og nýtt viðmið með hærri persónuafslætti sem helst þeim tekjulægri.Lenging fæðingarorlofs í tólf mánuði, auknar barnabætur og hækkuð viðmið við greiðslu barnabóta.Ný húsnæðislán fyrir tekjulága og stuðningur við fyrstu kaup á húsnæði.Skýrari reglur um leiguvernd á leigumarkaði án þess að það bitni á framboði.Dregið er úr vægi verðtryggingar og stofnstyrkir til félagslegs húsnæðis auknir.Stórauknar opinberar fjárfestingar og efla alla innviðauppbyggingu sem skapar störf. Áfram mætti lengi telja. Það skiptir máli að hafa heildarsýn þegar gengið er til samninga við yfir 100 þúsund launþega. Lífskjör eru nefnilega ekki einungis bundin við krónur og aura. Það skiptir máli hvernig okkur tekst í sameiningu og með samvinnu verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda að stilla saman strengi svo að Ísland verði sjálfbært samfélag sem byggt er á grunni velferðar og félagslegs réttlætis. Það er okkar sameiginlega ábyrgð.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kjaramál Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Sjá meira
Það er mikið ánægjuefni þegar samstaða næst milli Verkalýðshreyfingarinnar, stjórnvalda og atvinnurekanda um stórsókn í lífskjörum. Sérstaklega þegar bætt kjör skila sér mest til þeirra sem verst eru settir, þó allir njóti góðs af. Ég vil hrósa forystu verkalýðshreyfingarinnar sem var staðföst í kjarabaráttu fyrir sitt fólk. Þá á ríkisstjórnin einnig hrós skilið fyrir að koma myndarlega að málum með 80 milljarða að borðinu sem eiga að styrkja enn frekar lífskjör fólks með sérstakri áherslu og ungt barnafólk og þá sem lökust kjörin hafa. Það má líka hrósa atvinnurekendum fyrir að hafa skilning á því að nú þyrfti fyrst og fremst að horfa til þeirra sem verst væru settir. Þannig náðist samstaða um krónutöluhækkanir sem gagnast þeim hlutfallslega best sem lægri laun hafa. Launaskrið hátekjuhópa má ekki fara af stað og er það sameiginlegt verkefni okkar sem samfélags að koma í veg fyrir að aðrir hópar taki til sín meira en samstaða hefur náðst um. Ávinningur samfélagsins er mikil ef okkur tekst að halda áfram að byggja hér upp öflugt efnahagslíf og hagvöxt sem reistur er á verðmæta aukningu í samfélaginu en ekki innihaldslausri þenslubólu eins og varð okkur að falli í hruninu.Tímamótasamningar Það verður spennandi að sjá hverning til tekst með að auka vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans. Ríkið setur sinn svip á þessa samninga og fullyrt er að aldrei hafi ríkið komið með svo öflugum hætti að gerð kjarasamninga. Ég tel að það muni koma til með að nýtast öðrum hópum sem eiga eftir að semja. Þar má nefna:Aðgerðir í húsnæðismálum sem gagnast sérstaklega ungu fólki og tekjulágum.Nýtt skattþrep og nýtt viðmið með hærri persónuafslætti sem helst þeim tekjulægri.Lenging fæðingarorlofs í tólf mánuði, auknar barnabætur og hækkuð viðmið við greiðslu barnabóta.Ný húsnæðislán fyrir tekjulága og stuðningur við fyrstu kaup á húsnæði.Skýrari reglur um leiguvernd á leigumarkaði án þess að það bitni á framboði.Dregið er úr vægi verðtryggingar og stofnstyrkir til félagslegs húsnæðis auknir.Stórauknar opinberar fjárfestingar og efla alla innviðauppbyggingu sem skapar störf. Áfram mætti lengi telja. Það skiptir máli að hafa heildarsýn þegar gengið er til samninga við yfir 100 þúsund launþega. Lífskjör eru nefnilega ekki einungis bundin við krónur og aura. Það skiptir máli hvernig okkur tekst í sameiningu og með samvinnu verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda að stilla saman strengi svo að Ísland verði sjálfbært samfélag sem byggt er á grunni velferðar og félagslegs réttlætis. Það er okkar sameiginlega ábyrgð.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og formaður atvinnuveganefndar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar