Allar ríkisstofnanir skyldaðar til að leggja sitt af mörkum í loftslagsmálum Ari Brynjólfsson skrifar 2. apríl 2019 06:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Vilhelm Allar stofnanir ríkisins þurfa að vinna markvisst að því að kolefnisjafna starfsemi sína og ráðherra verður skyldugur til að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. „Frumvarpið er mikilvægt framlag til loftslagsmála hér á landi því með því styrkjum við umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi. Það sem er nýtt í frumvarpinu er í fyrsta lagi að skylda Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og fyrirtæki í ríkiseigu til að setja sér loftslagsstefnu og grípa til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína. Þetta markar tímamót og hefur margfeldisáhrif. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Loftslagsráð, sem er skipað fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfissamtaka og háskólasamfélagsins, verður lögfest með frumvarpinu. Það á að leiðbeina stjórnvöldum um gerð áætlunar um hvernig megi aðlaga íslenskt samfélag óumflýjanlegum loftslagsbreytingum. Guðmundur Ingi er vongóður um að allir nái að taka höndum saman. „Já, ég er mjög vongóður. Stjórnarráðið hefur í vetur unnið að loftslagsstefnu fyrir ráðuneytin og mun kynna hana nú í apríl. Sú vinna hefur gengið mjög vel og allir verið samtaka um að taka þátt. Ég á von á mjög góðum viðbrögðum stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins við þessu – það vilja allir og þurfa allir að vera með í loftslagsmálunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Allar stofnanir ríkisins þurfa að vinna markvisst að því að kolefnisjafna starfsemi sína og ráðherra verður skyldugur til að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks samfélags að loftslagsbreytingum á grundvelli bestu vísindalegrar þekkingar. Þetta er meðal þess sem kveðið er á um í nýju frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra sem hann lagði fram á Alþingi í gær. „Frumvarpið er mikilvægt framlag til loftslagsmála hér á landi því með því styrkjum við umgjörð og stjórnsýslu loftslagsmála á Íslandi. Það sem er nýtt í frumvarpinu er í fyrsta lagi að skylda Stjórnarráðið, stofnanir hins opinbera og fyrirtæki í ríkiseigu til að setja sér loftslagsstefnu og grípa til aðgerða til að draga úr losun og kolefnisjafna starfsemi sína. Þetta markar tímamót og hefur margfeldisáhrif. Það er mikilvægt að hið opinbera sýni skýrt og jákvætt fordæmi í loftslagsmálum,“ segir Guðmundur Ingi. Loftslagsráð, sem er skipað fulltrúum atvinnulífs, sveitarfélaga, umhverfissamtaka og háskólasamfélagsins, verður lögfest með frumvarpinu. Það á að leiðbeina stjórnvöldum um gerð áætlunar um hvernig megi aðlaga íslenskt samfélag óumflýjanlegum loftslagsbreytingum. Guðmundur Ingi er vongóður um að allir nái að taka höndum saman. „Já, ég er mjög vongóður. Stjórnarráðið hefur í vetur unnið að loftslagsstefnu fyrir ráðuneytin og mun kynna hana nú í apríl. Sú vinna hefur gengið mjög vel og allir verið samtaka um að taka þátt. Ég á von á mjög góðum viðbrögðum stofnana og fyrirtækja í meirihlutaeigu ríkisins við þessu – það vilja allir og þurfa allir að vera með í loftslagsmálunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira