Körfubolti

Einar Árni: Ólýsanleg vonbrigði

Víkingur Goði Sigurðarson skrifar
Einari Árna var ekki skemmt í leikslok.
Einari Árna var ekki skemmt í leikslok. vísir/bára
Njarðvík datt í kvöld út úr úrslitakeppninni í Dominos deild karla eftir 74-86 tap fyrir ÍR í Njarðvík. Njarðvík var yfir 2-0 í einvíginu en tapaði síðan þremur leikjum í röð og detta þannig út. Ótrúlegt hrun miðað við gæðin í Njarðvíkur liðinu.

„Bara ólýsanleg vonbrigði. Það er margt sem fór úrskeiðis hjá okkur í þessari seríu. ÍR á mikið hrós skilið, þeir gerðu frábærlega. Allir í kringum liðið hjá þeim gerðu frábærlega,“ sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkur eftir svekkjandi tapið gegn ÍR í úrslitakeppninni í Dominos deild karla.

Njarðvíkingar voru mjög slakir sóknarlega í leiknum. ÍR náðu aftur og aftur að ýta þeim úr sínum aðgerðum og stundum leit út eins og Njarðvík væru bara að gera eitthvað. Nýtingin var auðvitað ekki góð þegar skotin voru oftar en ekki úr erfiðum færum.

„Sóknarlega erum við bara ekki nægilega góðir. Hittum undir 30% í tveggja og þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik. Setjum okkur í erfiða stöðu þrátt fyrir að byrja leikinn vel. Missum þróttinn og þetta eru bara ólýsanleg vonbrigði,“ sagði Einar Árni.

„Þeir gerðu mjög vel varnarlega það verður ekki tekið af þeim. Á einhverjum tímapunktum vorum við að fá erfið skot en þegar við fengum góðu skotin þá voru þau ekki heldur að detta.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×