Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 21:52 Spænski Evrópuþingmaðurinn Ana Miranda Paz og þýsku þingkonurnar Sevim Dagdelen og Heike Hänsel. Getty Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. Verði það gert setji það hættulegt fordæmi gagnvart öllum íbúum innan Evrópusambandsins. Hópur þingmanna á þýska og spænska þinginu og á Evrópuþinginu hafði fyrirhugað að heimsækja Julian Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum á fimmtudag í síðustu viku, daginn sem hann var handtekinn. Þrjár þingkonur mótmæltu fyrir utan fangelsið þar sem honum er haldið og fordæmdu ákvörðun stjórnvalda í Ekvador um að svipta Assange ríkisfangi og heimila breskri lögreglu inngöngu í sendiráðið til að handtaka hann með framsalsbeiðni frá Bandaríkjastjórn upp á vasann. „Þetta skapar mjög hættulegt fordæmi, sem í raun stofnar blaðamennsku, fjölmiðlafrelsi og málfrelsi í hættu,“ segir Heike Hänsel, varaformaður þingflokks Vinstriflokksins á þýska þinginu Þingkonurnar segja meðferðina á Assange brot á alþjóðalögum þar sem embættis- og ráðamenn allt upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi hótað honum dauðadómi. Þingkonurnar skora á stjórnvöld í Þýskalandi og Spáni að veita Assange hæli og Evrópusambandið og Evrópuráðið að veita honum vernd. Bandaríkjastjórn saki hann ekki bara um samsæri heldur gagnnjósnir sem þýði að Assange eigi yfir höfði sér langan fangelsisdóm eða dauðarefsingu. „Þetta skapar fordæmi sem sýðir að allir íbúar Evrópusambandsins geta verið í hættu. Þess vegna hvetjum við bresku ríkisstjórnina til að framselja ekki Julian Assange til Bandaríkjanna,“ segir Sevim Dagdelen, varaformaður Viinstriflokksins á þýska þinginu. Bandaríkin Bretland WikiLeaks Þýskaland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. Verði það gert setji það hættulegt fordæmi gagnvart öllum íbúum innan Evrópusambandsins. Hópur þingmanna á þýska og spænska þinginu og á Evrópuþinginu hafði fyrirhugað að heimsækja Julian Assange í sendiráði Ekvador í Lundúnum á fimmtudag í síðustu viku, daginn sem hann var handtekinn. Þrjár þingkonur mótmæltu fyrir utan fangelsið þar sem honum er haldið og fordæmdu ákvörðun stjórnvalda í Ekvador um að svipta Assange ríkisfangi og heimila breskri lögreglu inngöngu í sendiráðið til að handtaka hann með framsalsbeiðni frá Bandaríkjastjórn upp á vasann. „Þetta skapar mjög hættulegt fordæmi, sem í raun stofnar blaðamennsku, fjölmiðlafrelsi og málfrelsi í hættu,“ segir Heike Hänsel, varaformaður þingflokks Vinstriflokksins á þýska þinginu Þingkonurnar segja meðferðina á Assange brot á alþjóðalögum þar sem embættis- og ráðamenn allt upp í Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi hótað honum dauðadómi. Þingkonurnar skora á stjórnvöld í Þýskalandi og Spáni að veita Assange hæli og Evrópusambandið og Evrópuráðið að veita honum vernd. Bandaríkjastjórn saki hann ekki bara um samsæri heldur gagnnjósnir sem þýði að Assange eigi yfir höfði sér langan fangelsisdóm eða dauðarefsingu. „Þetta skapar fordæmi sem sýðir að allir íbúar Evrópusambandsins geta verið í hættu. Þess vegna hvetjum við bresku ríkisstjórnina til að framselja ekki Julian Assange til Bandaríkjanna,“ segir Sevim Dagdelen, varaformaður Viinstriflokksins á þýska þinginu.
Bandaríkin Bretland WikiLeaks Þýskaland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22 Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45
Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni. 14. apríl 2019 20:22
Segir Assange hafa makað saur á sendiráðsveggina Forseti Ekvadors segir að það hafi verið nægileg ástæða til að afturkalla hæli stofnanda Wikileaks. 16. apríl 2019 23:27