DV bauð flokkunum kostaða umfjöllun um orkupakkann Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2019 14:23 Þetta kostaboð sem auglýsingadeild DV bauð framkvæmdastjórum flokkanna var ekki borið undir ritstjórnina. visir/vilhelm Framkvæmdastjórum flokkanna hefur borist boð frá DV sem gengur út á að fyrir 70 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts, býðst þeim að fá heilsíðu undir sjónarmið sem þau vilja setja fram varðandi 3. orkupakkann. Þennan umdeilda pakka. Einar Þór Sigurðsson, starfandi ritstjóri DV kemur af fjöllum og segist þetta ekki á vegum þeirra á ritstjórninni.Framkvæmdastjórar flokkanna ekki alveg að kaupa þetta Framkvæmdastjórarnir, sem hittast reglulega til að bera saman bækur sínar og huga að sameiginlegum hagsmunamálum, telja þetta á afar gráu svæði en meðal þeirra eru fyrrverandi blaða- og fréttamenn svo sem þær Karen Kjartansdóttir hjá Samfylkingunni og Björg Eva Erlendsdóttir hjá Vinstri grænum.Meðal framkvæmdastjóra flokkanna eru þær Björg Eva Erlendsdóttir og Karen Kjartansdóttir, og þeim þótti þetta heldur sérkennilegt tilboð.Tilboðið barst þeim frá Helga Fannari, markaðsráðgjafa DV. Í erindi sínu varðandi þetta tilboð greinir hann frá því að sérblað DV muni birtast 3. maí og umræðuefnið sé stórt: „3. orkupakkinn. Hægt er að vinna þetta á tvo vegu. Annar er að þið skrifið ykkar kynningu og sendið okkur inn til birtingar. Eða blaðakona frá okkur hefur samband og skrifar kynninguna fyrir ykkur.“Flott umfjöllun fyrir 70 þúsund krónur Því er lofað að þetta verði flott umfjöllun þar sem flokkarnir geti kynnt afstöðu sína til 3. orkupakkans og gert grein fyrir plúsum og mínusum. „Heilsíða ásamt grein á Dv.is er á 70.000kr +vsk.“ Kristjón Kormákur Guðjónsson lét nýverið af störfum sem ritstjóri DV en starfandi sem slíkur er Einar Þór Sigurðsson. Hann hafði ekki heyrt af þessu. „Ég kem af fjöllum. Þetta er ekkert sem er á snærum okkar hér á ritstjórninni.“Ekki náðist í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra en Einar Þór ritstjóri segir þennan auglýsingasamning aldrei hafa verið borinn undir ritstjórnina.Á ýmsum fjölmiðlum hefur um langt skeið tíðkast að seldar séu kynningar og þær þá sérstaklega rammaðar inn sem slíkar. En, það kann að vera munur á því hvort um er að ræða dekk eða stjórnmálaskoðanir. Meginhlutverk fjölmiðla er einmitt að fjalla um slíkt með hlutlægum hætti.Ritstjórinn segir þetta á grensunni „Það er sjónarmið sem ég get tekið undir heilshugar, að það þurfi að vera ákveðin lína þarna á milli, svo ég tali fyrir mig sem fagmaður í þessu fagi. Mikilvægt að þarna séu skýrar línur,“ segir Einar Þór: „Þetta er á grensunni, ég verð að viðurkenna það og segja hreint út. Sem fagmaður í blaðamennsku. Og verð að vísa til Karls. Að mínu mati væri eðlilegast að svona umfjöllun sé á forræði ritstjórnar blaðsins, til að tryggja að öll sjónarmið komi fram, ekki bara þeirra sem eru tilbúnir að borga fyrir að koma þeim á framfæri. Þarna er um að ræða stórt hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag og mjög mikilvægt að allir fái að koma sinni rödd að.“ Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir í morgun til að ná í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra DV en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum í móttökunni er hann nú kominn í páskafrí. Fjölmiðlar Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á honum Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Sjá meira
Framkvæmdastjórum flokkanna hefur borist boð frá DV sem gengur út á að fyrir 70 þúsund krónur, auk virðisaukaskatts, býðst þeim að fá heilsíðu undir sjónarmið sem þau vilja setja fram varðandi 3. orkupakkann. Þennan umdeilda pakka. Einar Þór Sigurðsson, starfandi ritstjóri DV kemur af fjöllum og segist þetta ekki á vegum þeirra á ritstjórninni.Framkvæmdastjórar flokkanna ekki alveg að kaupa þetta Framkvæmdastjórarnir, sem hittast reglulega til að bera saman bækur sínar og huga að sameiginlegum hagsmunamálum, telja þetta á afar gráu svæði en meðal þeirra eru fyrrverandi blaða- og fréttamenn svo sem þær Karen Kjartansdóttir hjá Samfylkingunni og Björg Eva Erlendsdóttir hjá Vinstri grænum.Meðal framkvæmdastjóra flokkanna eru þær Björg Eva Erlendsdóttir og Karen Kjartansdóttir, og þeim þótti þetta heldur sérkennilegt tilboð.Tilboðið barst þeim frá Helga Fannari, markaðsráðgjafa DV. Í erindi sínu varðandi þetta tilboð greinir hann frá því að sérblað DV muni birtast 3. maí og umræðuefnið sé stórt: „3. orkupakkinn. Hægt er að vinna þetta á tvo vegu. Annar er að þið skrifið ykkar kynningu og sendið okkur inn til birtingar. Eða blaðakona frá okkur hefur samband og skrifar kynninguna fyrir ykkur.“Flott umfjöllun fyrir 70 þúsund krónur Því er lofað að þetta verði flott umfjöllun þar sem flokkarnir geti kynnt afstöðu sína til 3. orkupakkans og gert grein fyrir plúsum og mínusum. „Heilsíða ásamt grein á Dv.is er á 70.000kr +vsk.“ Kristjón Kormákur Guðjónsson lét nýverið af störfum sem ritstjóri DV en starfandi sem slíkur er Einar Þór Sigurðsson. Hann hafði ekki heyrt af þessu. „Ég kem af fjöllum. Þetta er ekkert sem er á snærum okkar hér á ritstjórninni.“Ekki náðist í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra en Einar Þór ritstjóri segir þennan auglýsingasamning aldrei hafa verið borinn undir ritstjórnina.Á ýmsum fjölmiðlum hefur um langt skeið tíðkast að seldar séu kynningar og þær þá sérstaklega rammaðar inn sem slíkar. En, það kann að vera munur á því hvort um er að ræða dekk eða stjórnmálaskoðanir. Meginhlutverk fjölmiðla er einmitt að fjalla um slíkt með hlutlægum hætti.Ritstjórinn segir þetta á grensunni „Það er sjónarmið sem ég get tekið undir heilshugar, að það þurfi að vera ákveðin lína þarna á milli, svo ég tali fyrir mig sem fagmaður í þessu fagi. Mikilvægt að þarna séu skýrar línur,“ segir Einar Þór: „Þetta er á grensunni, ég verð að viðurkenna það og segja hreint út. Sem fagmaður í blaðamennsku. Og verð að vísa til Karls. Að mínu mati væri eðlilegast að svona umfjöllun sé á forræði ritstjórnar blaðsins, til að tryggja að öll sjónarmið komi fram, ekki bara þeirra sem eru tilbúnir að borga fyrir að koma þeim á framfæri. Þarna er um að ræða stórt hagsmunamál fyrir íslenskt samfélag og mjög mikilvægt að allir fái að koma sinni rödd að.“ Vísir hefur gert ítrekaðar tilraunir í morgun til að ná í Karl Garðarsson framkvæmdastjóra DV en án árangurs. Samkvæmt upplýsingum í móttökunni er hann nú kominn í páskafrí.
Fjölmiðlar Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Fleiri fréttir 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á honum Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Sjá meira