Trump hættir ekki stuðningi við Sáda Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 17. apríl 2019 08:48 Ro Khanna, sem lagði ályktunina fram í fulltrúadeildinni sagði hana hafa verið studda af báðum þingmönnum flokksins og henni hefði verið ætlað að hjálpa til við að binda enda á eitt versta mannúðarástand heimsins. AP/Hani Mohammed Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og var ætlað að binda enda á stuðning Bandaríkjamanna við Sádi-Arabíu í stríðinu gegn uppreisnarmönnum Húta í Jemen. Forsetinn segir ályktunina ónauðsynlega og hættulega en þetta er aðeins í annað sinn sem Trump beitir neitunarvaldi sínu frá því hann tók við embætti. Andstaða við stríðið í Jemen og framferði Sáda í því jókst á Bandaríkjaþingi í fyrra eftir að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur í sendiráði Sáda í Tyrklandi. Allir þingmenn Demókrataflokksins og þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með ályktuninni.Þegar Trump beitti neitunarvaldi sínu sagði hann enga bandaríska hermenn vera í Jemen sem komið að átökum Sáda og Húta. Ríkisstjórn hans hefur haldið því fram að stuðningur Bandaríkjanna við Sáda í Jemen sé mikilvægur liður í því að sporna gegn áhrifum Íran á svæðinu. Forsetinn vísaði til þess að hann væri að vinna í því að kalla bandaríska hermenn heim frá bæði Afganistan og Sýrlandi. Betra væri að þingið hjálpaði til við það en að samþykkja þessa „óþörfu og hættulegu“ tillögu. Ro Khanna, þingkona Demókrataflokksins, sem lagði ályktunina fram í fulltrúadeildinni sagði hana hafa verið studda af báðum þingmönnum flokksins og henni hefði verið ætlað að hjálpa til við að binda enda á eitt versta mannúðarástand heimsins. Með henni hefði þingið líka mögulega getað endurheimt vald þingsins til að lýsa yfir stríði. Bandaríkin Donald Trump Jemen Sádi-Arabía Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn þingsályktun sem samþykkt hafði verið í báðum deildum þingsins og var ætlað að binda enda á stuðning Bandaríkjamanna við Sádi-Arabíu í stríðinu gegn uppreisnarmönnum Húta í Jemen. Forsetinn segir ályktunina ónauðsynlega og hættulega en þetta er aðeins í annað sinn sem Trump beitir neitunarvaldi sínu frá því hann tók við embætti. Andstaða við stríðið í Jemen og framferði Sáda í því jókst á Bandaríkjaþingi í fyrra eftir að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var myrtur í sendiráði Sáda í Tyrklandi. Allir þingmenn Demókrataflokksins og þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins í báðum deildum Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með ályktuninni.Þegar Trump beitti neitunarvaldi sínu sagði hann enga bandaríska hermenn vera í Jemen sem komið að átökum Sáda og Húta. Ríkisstjórn hans hefur haldið því fram að stuðningur Bandaríkjanna við Sáda í Jemen sé mikilvægur liður í því að sporna gegn áhrifum Íran á svæðinu. Forsetinn vísaði til þess að hann væri að vinna í því að kalla bandaríska hermenn heim frá bæði Afganistan og Sýrlandi. Betra væri að þingið hjálpaði til við það en að samþykkja þessa „óþörfu og hættulegu“ tillögu. Ro Khanna, þingkona Demókrataflokksins, sem lagði ályktunina fram í fulltrúadeildinni sagði hana hafa verið studda af báðum þingmönnum flokksins og henni hefði verið ætlað að hjálpa til við að binda enda á eitt versta mannúðarástand heimsins. Með henni hefði þingið líka mögulega getað endurheimt vald þingsins til að lýsa yfir stríði.
Bandaríkin Donald Trump Jemen Sádi-Arabía Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira