Fullt tilefni til að endurskoða reglur Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 HRFÍ vill breytingar á reglum um einangrun gæludýra. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ), um nýja skýrslu um áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í byrjun vikunnar en það var Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur, sem vann áhættumatið. Þar segir meðal annars að skynsamlegt væri að endurskoða reglur á Íslandi með hliðsjón af reglum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það séu einangruð lönd líkt og Ísland þar sem gildi strangar reglur um innflutning gæludýra. Þar er gerð krafa um tíu daga einangrun en hérlendis er tíminn fjórar vikur. Herdís bendir á að í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sé gerður greinarmunur á því hvaðan dýrin séu að koma. Þannig væri hægt að hafa reglurnar hér slakari við innflutning frá svæðum eins og Norður-Evrópu þar sem ekki sé talin mikil hætta á smiti. „Það var líka boðað að nú yrðu hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu og við ætlumst til þess að sú yfirlýsing standi og þetta loforð sé efnt.“ HRFÍ sendi atvinnuvegaráðuneytinu bréf í gær þar sem ósk um samráð er ítrekuð. Þar er einnig tekið undir það sjónarmið sem fram kemur í skýrslu Willeberg, að víðtækt samráð við hagsmunaaðila í tengslum við reglur sem miða að því að takmarka áhættu við innflutning á dýrum muni leiða til betra og skilvirkara regluverks. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
„Það er alveg ljóst að niðurstaðan gerir það að verkum að það er fyllsta tilefni til að endurskoða reglurnar. Það virðast engin vísindaleg rök liggja að baki fjögurra vikna einangrun,“ segir Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands (HRFÍ), um nýja skýrslu um áhættumat vegna innflutnings á hundum og köttum til landsins. Niðurstöðurnar voru gerðar opinberar í byrjun vikunnar en það var Preben Willeberg, fyrrverandi yfirdýralæknir Danmerkur, sem vann áhættumatið. Þar segir meðal annars að skynsamlegt væri að endurskoða reglur á Íslandi með hliðsjón af reglum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Það séu einangruð lönd líkt og Ísland þar sem gildi strangar reglur um innflutning gæludýra. Þar er gerð krafa um tíu daga einangrun en hérlendis er tíminn fjórar vikur. Herdís bendir á að í Ástralíu og Nýja-Sjálandi sé gerður greinarmunur á því hvaðan dýrin séu að koma. Þannig væri hægt að hafa reglurnar hér slakari við innflutning frá svæðum eins og Norður-Evrópu þar sem ekki sé talin mikil hætta á smiti. „Það var líka boðað að nú yrðu hagsmunaaðilar kallaðir að borðinu og við ætlumst til þess að sú yfirlýsing standi og þetta loforð sé efnt.“ HRFÍ sendi atvinnuvegaráðuneytinu bréf í gær þar sem ósk um samráð er ítrekuð. Þar er einnig tekið undir það sjónarmið sem fram kemur í skýrslu Willeberg, að víðtækt samráð við hagsmunaaðila í tengslum við reglur sem miða að því að takmarka áhættu við innflutning á dýrum muni leiða til betra og skilvirkara regluverks.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira