Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Andri Eysteinsson skrifar 15. apríl 2019 20:32 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað fréttaflutningi Eyjunnar. Skjáskot/DV/Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. Í frétt Eyjunnar var athygli vakin á því að Ágústa Johnson sé skráður forráðamaður fyrirtækisins Steinkápur ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðar hvar Búlandsvirkjun sé fyrirhuguð. Landeigendur muni geta hagnast um milljarða gangi áform eftir og enn meira verði Ísland tengt Evrópu með sæstrend. Eyjan fjallar um að Guðlaugur Þór hafi látið þess ógetið í hagsmunaskrá á vef Alþingis. Guðlaugur hefur nú svarað þessum fréttaflutningi með færslu á Facebook síðu sinni, þar segir hann fréttaflutninginn til marks um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum.Dylgjurnar beri vitni um málefnafátækt Guðlaugur telur upp fimm atriði varðandi málið. Í fyrsta punkti sínum segir minnir utanríkisráðherra á að skráning á fjárhagslegum hagsmunum alþingisanna taki hvorki til eigna né skulda maka. Hagsmunaskrá Guðlaugs sé því í fullu samræmi við reglur. Um jörðina segir Guðlaugur að jörðin sé skógræktarjörð sem tengdaforeldrar hans, ræktað upp jörðina frá árinu 1982. Félag í eigu Ágústu hafi keypt jörðina árið 2015. Guðlaugur segir því næst að allt tal um að fjölskylda ráðherrans hagnist á Búlandsvirkjun sé fjarstæðukennt og einnig að samþykkt eða höfnun þriðja orkupakkans hafi engin áhrif á hagsmuni landeigenda á hugsanlegum virkjanasvæðum enda fjalli þriðji orkupakkinn hvorki um eignahald né nýtingu á auðlindum. Að lokum gagnrýnir Guðlaugur fréttaflutninginn „Dylgjur sem fram koma í ofangreindri umfjöllun Eyjunnar bera vitni um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum. Vonandi verður hægt að ræða þetta mál með málefnalegri hætti í framtíðinni,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur skrifar einnig um Búlandsvirkjun sjálfa „Búlandsvirkjun er ekki í orkunýtingarflokki núgildandi rammaáætlunar. Hvorki ég né fjölskylda mín eigum nokkra aðild að áformum um þá virkjun. Ef svo ólíklega færi að hún yrði að veruleika yrðu áhrifin á Tungufljót og umhverfi þess afar neikvæð. Vonandi eru allar hugmyndir um þessa virkjun út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjölskyldan öll sammála,“ skrifar Guðlaugur. Færslu Guðlaugs má lesa í heild sinni hér að neðan. Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. Í frétt Eyjunnar var athygli vakin á því að Ágústa Johnson sé skráður forráðamaður fyrirtækisins Steinkápur ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðar hvar Búlandsvirkjun sé fyrirhuguð. Landeigendur muni geta hagnast um milljarða gangi áform eftir og enn meira verði Ísland tengt Evrópu með sæstrend. Eyjan fjallar um að Guðlaugur Þór hafi látið þess ógetið í hagsmunaskrá á vef Alþingis. Guðlaugur hefur nú svarað þessum fréttaflutningi með færslu á Facebook síðu sinni, þar segir hann fréttaflutninginn til marks um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum.Dylgjurnar beri vitni um málefnafátækt Guðlaugur telur upp fimm atriði varðandi málið. Í fyrsta punkti sínum segir minnir utanríkisráðherra á að skráning á fjárhagslegum hagsmunum alþingisanna taki hvorki til eigna né skulda maka. Hagsmunaskrá Guðlaugs sé því í fullu samræmi við reglur. Um jörðina segir Guðlaugur að jörðin sé skógræktarjörð sem tengdaforeldrar hans, ræktað upp jörðina frá árinu 1982. Félag í eigu Ágústu hafi keypt jörðina árið 2015. Guðlaugur segir því næst að allt tal um að fjölskylda ráðherrans hagnist á Búlandsvirkjun sé fjarstæðukennt og einnig að samþykkt eða höfnun þriðja orkupakkans hafi engin áhrif á hagsmuni landeigenda á hugsanlegum virkjanasvæðum enda fjalli þriðji orkupakkinn hvorki um eignahald né nýtingu á auðlindum. Að lokum gagnrýnir Guðlaugur fréttaflutninginn „Dylgjur sem fram koma í ofangreindri umfjöllun Eyjunnar bera vitni um málefnafátækt þeirra sem hafa ákveðið að berjast gegn þriðja orkupakkanum með öðru en rökum. Vonandi verður hægt að ræða þetta mál með málefnalegri hætti í framtíðinni,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur skrifar einnig um Búlandsvirkjun sjálfa „Búlandsvirkjun er ekki í orkunýtingarflokki núgildandi rammaáætlunar. Hvorki ég né fjölskylda mín eigum nokkra aðild að áformum um þá virkjun. Ef svo ólíklega færi að hún yrði að veruleika yrðu áhrifin á Tungufljót og umhverfi þess afar neikvæð. Vonandi eru allar hugmyndir um þessa virkjun út af borðinu um alla framtíð. Um það erum við fjölskyldan öll sammála,“ skrifar Guðlaugur. Færslu Guðlaugs má lesa í heild sinni hér að neðan.
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira