Telur föður sinn ekki hafa getað setið undir „sterkum skoðunum“ Vals kvöldið örlagaríka Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2019 13:15 Valur Lýðsson (t.h.) í Héraðsdómi Suðurlands. Hann var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana um páskana í fyrra. Vísir/vilhelm Ingi Rafn Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar, telur föður sinn ekki hafa getað setið undir „sterkum skoðunum“ Vals Lýðssonar, bróður síns, kvöldið sem honum var ráðinn bani að bænum Gýgjarhóli í mars í fyrra. Þessar sterku skoðanir telur Ingi Rafn hafa snúið annað hvort að sambýliskonu föður síns eða þeim systkinum, og leitt til þess að bræðurnir rifust kvöldið örlagaríka. Þetta kom fram í máli Inga Rafns í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi andlát föður síns. Valur, föðurbróðir Inga Rafns, var í Héraðsdómi Suðurlands í september dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás þann 31. mars 2018 sem leiddi til dauða Ragnars.Sjá einnig: „Hrottaleg atlaga“ en ósannað að Valur ætlaði að bana bróður sínum Ríkissaksóknari ákvað svo að áfrýja dómnum til Landsréttar. Valur tjáði sig ekki við skýrslutöku málsins í Landsrétti þann 9. apríl síðastliðinn en afstaða hans var sögð koma ákæruvaldinu í opna skjöldu.Fastur í Stafangri þegar hann fékk fréttirnar „Það er svo sem ekki hægt að segja annað en að þetta hafi hreinlega verið djöfullegt,“ sagði Ingi Rafn um líðan fjölskyldunnar síðasta árið. Biðin eftir því að málið yrði tekið fyrir í Landsrétti, og óvissa í kringum það, hafi verið erfið og þá hafi upplifunin jafnframt verið óraunveruleg. „Þegar maður heyrir svona þá býst maður alltaf við því að það sé bara einhver annar sem lendi í svona. Að finna sig staddan í þessum aðstæðum sjálfur, það er bara alveg ótrúlega sérstakt.“Ingi Rafn Ragnarsson.Ingi Rafn var staddur í Noregi við vinnu þegar honum voru fluttar fregnir af andláti föður síns um páskana í fyrra. Hann segir tilfinningarnar hafa verið blendnar í upphafi. „Ég hafði verið kallaður út aukalega og var að fara um borð í skip, var nýkominn til Stavanger um páskahelgina og engin flug til baka og fékk að eyða fyrstu nóttinni á hóteli í Stavanger. Þetta var svo mikið kjaftshögg og maður var svo undrandi. Og í rauninni, áður en við fengum alla málavexti, við vorum alveg jafnreið út í pabba og Val strax í upphafi. Sérstaklega pabba, hvernig honum hafði dottið í hug að fara að rífast við svona þveran mann.“Höfðu aldrei heyrt ýmislegt sem kom fram fyrir dómi Þá hafi erfiðir fundir með lögreglu sett málið í nýtt samhengi en Ingi Rafn sagði skort á upplýsingaflæði til þeirra systkina hafa verið viðvarandi í málinu. Þannig rekur Ingi Rafn málið frá sínum sjónarhóli í pistlinum „Morðið að Gýgjarhóli og sannleikurinn“ sem birtist á vef Stundarinnar í síðustu viku. „Það gekk nú svo langt að það var meira að segja fyrir Héraðsdómi að við vorum að heyra hluti sem okkur hafði ekki verið sagt áður. […] Eins og þetta, þessi staðreynd að atlagan væri það löng að þetta væru tvær árásir,“ sagði Ingi Rafn um málið í Bítinu. Sérstakt umburðarlyndi Inntur eftir því hvernig ímynd hann hafi haft af föðurbróður sínum sagði Ingi Rafn að hann hefði rekið sig á ýmislegt einkennilegt í fari Vals í gegnum tíðina. Samband bræðranna, Ragnars og Vals, hafi þó ekki verið slæmt. „Valur er ofboðslega sérstakur og á það til að vera alveg ofsalega hranalegur í framkomu, eiginlega bara frekar mikið, og það þarf eiginlega ofboðslegt langlundargeð og sérstakt hugarfar til þess að geta umgengist hann. Pabba þótti vænt um hann en alveg frá því ég var krakki hef ég velt því fyrir mér hvaða skoðanir Valur hefur raunverulega haft á pabba.“Frá Gýgjarhóli þar sem harmleikurinn varð 31. mars 2018.Vísir/Magnús HlynurValur hefur borið fyrir sig minnisleysi sökum áfengisneyslu kvöldið örlagaríka í fyrra. Ingi Rafn hafði þó ákveðna hugmynd um það sem þeim bræðrum fór á milli áður en föður hans var ráðinn bani. „Ég veit það að pabbi hafði alveg sérstakt umburðarlyndi fyrir Val og hann reifst aldrei við hann og það eru mjög fáir hlutir sem hefðu getað orðið til þess að pabbi hefði svarað honum til baka. Þó veit ég að hann hefur gert það þessa nótt því það er ástæðan fyrir því að þetta endar svona,“ sagði Ingi Rafn. „Ég er eiginlega handviss um að hann [Valur] hefur haft sterkar skoðanir annað hvort um sambýliskonu föður míns eða okkur systkinin og pabbi hefur hreinlega ekki getað setið undir því og gert sig líklegan til að fara.“ Samband Inga Rafns og systkina hans hefur haldist gott, að sögn Inga Rafns, en sömu sögu er ekki að segja af stórfjölskyldunni. Ingi Rafn steig sjálfur fram í september, þegar dómur féll yfir Val í september síðastliðnum, og sagði þau systkinin hafa þurft að sitja undir áróðursherferð fjölskylduvina. „Það myndaðist ákveðin styrjöld milli náskyldra ættingja og gamalla vina og svoleiðis. Það einhvern veginn, fólk var tilbúið að hunsa fréttafærslur og staðreyndir til að koma Vali til varnar.“Viðtalið við Inga Rafn má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrðg á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða 26. september 2018 14:30 Krefst þyngri dóms yfir Vali Lýðssyni Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar sjö ára fangelsisdómi sem Valur Lýðsson hlaut fyrir að ráða bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana. 8. október 2018 17:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Ingi Rafn Ragnarsson, sonur Ragnars Lýðssonar, telur föður sinn ekki hafa getað setið undir „sterkum skoðunum“ Vals Lýðssonar, bróður síns, kvöldið sem honum var ráðinn bani að bænum Gýgjarhóli í mars í fyrra. Þessar sterku skoðanir telur Ingi Rafn hafa snúið annað hvort að sambýliskonu föður síns eða þeim systkinum, og leitt til þess að bræðurnir rifust kvöldið örlagaríka. Þetta kom fram í máli Inga Rafns í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann ræddi andlát föður síns. Valur, föðurbróðir Inga Rafns, var í Héraðsdómi Suðurlands í september dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás þann 31. mars 2018 sem leiddi til dauða Ragnars.Sjá einnig: „Hrottaleg atlaga“ en ósannað að Valur ætlaði að bana bróður sínum Ríkissaksóknari ákvað svo að áfrýja dómnum til Landsréttar. Valur tjáði sig ekki við skýrslutöku málsins í Landsrétti þann 9. apríl síðastliðinn en afstaða hans var sögð koma ákæruvaldinu í opna skjöldu.Fastur í Stafangri þegar hann fékk fréttirnar „Það er svo sem ekki hægt að segja annað en að þetta hafi hreinlega verið djöfullegt,“ sagði Ingi Rafn um líðan fjölskyldunnar síðasta árið. Biðin eftir því að málið yrði tekið fyrir í Landsrétti, og óvissa í kringum það, hafi verið erfið og þá hafi upplifunin jafnframt verið óraunveruleg. „Þegar maður heyrir svona þá býst maður alltaf við því að það sé bara einhver annar sem lendi í svona. Að finna sig staddan í þessum aðstæðum sjálfur, það er bara alveg ótrúlega sérstakt.“Ingi Rafn Ragnarsson.Ingi Rafn var staddur í Noregi við vinnu þegar honum voru fluttar fregnir af andláti föður síns um páskana í fyrra. Hann segir tilfinningarnar hafa verið blendnar í upphafi. „Ég hafði verið kallaður út aukalega og var að fara um borð í skip, var nýkominn til Stavanger um páskahelgina og engin flug til baka og fékk að eyða fyrstu nóttinni á hóteli í Stavanger. Þetta var svo mikið kjaftshögg og maður var svo undrandi. Og í rauninni, áður en við fengum alla málavexti, við vorum alveg jafnreið út í pabba og Val strax í upphafi. Sérstaklega pabba, hvernig honum hafði dottið í hug að fara að rífast við svona þveran mann.“Höfðu aldrei heyrt ýmislegt sem kom fram fyrir dómi Þá hafi erfiðir fundir með lögreglu sett málið í nýtt samhengi en Ingi Rafn sagði skort á upplýsingaflæði til þeirra systkina hafa verið viðvarandi í málinu. Þannig rekur Ingi Rafn málið frá sínum sjónarhóli í pistlinum „Morðið að Gýgjarhóli og sannleikurinn“ sem birtist á vef Stundarinnar í síðustu viku. „Það gekk nú svo langt að það var meira að segja fyrir Héraðsdómi að við vorum að heyra hluti sem okkur hafði ekki verið sagt áður. […] Eins og þetta, þessi staðreynd að atlagan væri það löng að þetta væru tvær árásir,“ sagði Ingi Rafn um málið í Bítinu. Sérstakt umburðarlyndi Inntur eftir því hvernig ímynd hann hafi haft af föðurbróður sínum sagði Ingi Rafn að hann hefði rekið sig á ýmislegt einkennilegt í fari Vals í gegnum tíðina. Samband bræðranna, Ragnars og Vals, hafi þó ekki verið slæmt. „Valur er ofboðslega sérstakur og á það til að vera alveg ofsalega hranalegur í framkomu, eiginlega bara frekar mikið, og það þarf eiginlega ofboðslegt langlundargeð og sérstakt hugarfar til þess að geta umgengist hann. Pabba þótti vænt um hann en alveg frá því ég var krakki hef ég velt því fyrir mér hvaða skoðanir Valur hefur raunverulega haft á pabba.“Frá Gýgjarhóli þar sem harmleikurinn varð 31. mars 2018.Vísir/Magnús HlynurValur hefur borið fyrir sig minnisleysi sökum áfengisneyslu kvöldið örlagaríka í fyrra. Ingi Rafn hafði þó ákveðna hugmynd um það sem þeim bræðrum fór á milli áður en föður hans var ráðinn bani. „Ég veit það að pabbi hafði alveg sérstakt umburðarlyndi fyrir Val og hann reifst aldrei við hann og það eru mjög fáir hlutir sem hefðu getað orðið til þess að pabbi hefði svarað honum til baka. Þó veit ég að hann hefur gert það þessa nótt því það er ástæðan fyrir því að þetta endar svona,“ sagði Ingi Rafn. „Ég er eiginlega handviss um að hann [Valur] hefur haft sterkar skoðanir annað hvort um sambýliskonu föður míns eða okkur systkinin og pabbi hefur hreinlega ekki getað setið undir því og gert sig líklegan til að fara.“ Samband Inga Rafns og systkina hans hefur haldist gott, að sögn Inga Rafns, en sömu sögu er ekki að segja af stórfjölskyldunni. Ingi Rafn steig sjálfur fram í september, þegar dómur féll yfir Val í september síðastliðnum, og sagði þau systkinin hafa þurft að sitja undir áróðursherferð fjölskylduvina. „Það myndaðist ákveðin styrjöld milli náskyldra ættingja og gamalla vina og svoleiðis. Það einhvern veginn, fólk var tilbúið að hunsa fréttafærslur og staðreyndir til að koma Vali til varnar.“Viðtalið við Inga Rafn má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bláskógabyggð Dómsmál Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrðg á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða 26. september 2018 14:30 Krefst þyngri dóms yfir Vali Lýðssyni Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar sjö ára fangelsisdómi sem Valur Lýðsson hlaut fyrir að ráða bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana. 8. október 2018 17:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Bróðir Ragnars og Vals segir dóminn fáránlegan Guðni Lýðsson, hálfbróðir Ragnars og Vals Lýðssonar, segir alltaf hafa verið gott á milli þeirra bræðra. Hann telur dóminn yfir Vali of vægan því menn eigi að axla ábyrðg á gjörðum sínum. Um mikinn fjölskylduharmleik sé að ræða 26. september 2018 14:30
Krefst þyngri dóms yfir Vali Lýðssyni Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar sjö ára fangelsisdómi sem Valur Lýðsson hlaut fyrir að ráða bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana. 8. október 2018 17:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent