Atkvæðagreiðslu VR um lífskjarasamning lýkur í dag Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. apríl 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson var sáttur þegar samningar höfðu verið undirritaðir. Fréttablaðið/Ernir Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um nýjan kjarasamning lýkur á hádegi í dag. Úrslit verða þó ekki kynnt fyrr en kosningu meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýkur en þær atkvæðagreiðslur standa til 23. apríl næstkomandi. „Við ákváðum bara að drífa þetta af fyrir páska enda svo sem ekki eftir neinu að bíða. Það var búið að kynna samninginn og nú bíðum við bara dóms félagsmanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Að sögn Ragnars höfðu rúmlega 5.400 félagsmenn greitt atkvæði um kvöldmatarleytið í gær. Á kjörskrá eru tæplega 36 þúsund manns þannig að þátttakan var 15,1 prósent. „Við settum okkur ekki nein sérstök markmið um þátttökuna. Þetta eru tiltölulega flóknir samningar og mikið í þeim,“ segir Ragnar Þór. Ágætlega hafi gengið að kynna efni samningsins fyrir félagsmönnum en Ragnar Þór hefur ekki viljað skipta sér af því hvernig félagsmenn greiða atkvæði. „Við töldum okkur ekki geta náð meiru út úr þessu en það verður að koma í ljós hvort félagsmenn okkar samþykkja þetta eða senda okkur aftur að teikniborðinu. Það hefur alltaf verið mín stefna í þessu að vera ekki að segja fólki hvað það á að gera. Ég treysti fólki fullkomlega til að taka upplýsta og málefnalega afstöðu til þessa samnings.“ Ragnar Þór segist líka treysta því að fólk geri sér fullkomlega grein fyrir því hvað muni gerast verði samningnum hafnað. „Þá þyrftum við bara að fara aftur inn í Karphús og reyna að ná einhverju meira inn í þetta. Það þyrftum við væntanlega að gera með einhvers konar aðgerðaplani. Ég held við náum ekki meiru í þetta nema með því að fara í einhverjar aðgerðir. Þá hljóta þessir sömu félagsmenn að verða tilbúnir í það.“ Hann segist lesa þannig í stöðuna að fólk sé frekar tilbúið að fara í vegferð lífskjarasamningsins heldur en að fara aftur í átakafarveginn. „Það er ekkert víst að slíkt myndi skila okkur einhverju meiru.“ Ragnar segir að í umræðum um lífskjarasamninginn hafi ýmislegt fallið í skuggann. „Það er fullt af hlutum sem við erum að fara með af stað í dag. Við erum að vinna að því að fullu að fjármagna Blæ, sem er nýtt húsnæðisfélag sem byggir fyrir alla tekjuhópa.“ Hin eiginlega vinna sé að byrja núna. „Ef einhver heldur það að verkalýðsforingjar fari bara í frí eftir kjarasamninga þá er það mikill misskilningur. Nú hefst vinnan við að fylgja þessu öllu eftir. Við erum með stóran og mikinn tékklista sem við þurfum að fara í gegnum, sérstaklega þegar kemur að húsnæðismálum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15 Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45 Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um nýjan kjarasamning lýkur á hádegi í dag. Úrslit verða þó ekki kynnt fyrr en kosningu meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýkur en þær atkvæðagreiðslur standa til 23. apríl næstkomandi. „Við ákváðum bara að drífa þetta af fyrir páska enda svo sem ekki eftir neinu að bíða. Það var búið að kynna samninginn og nú bíðum við bara dóms félagsmanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Að sögn Ragnars höfðu rúmlega 5.400 félagsmenn greitt atkvæði um kvöldmatarleytið í gær. Á kjörskrá eru tæplega 36 þúsund manns þannig að þátttakan var 15,1 prósent. „Við settum okkur ekki nein sérstök markmið um þátttökuna. Þetta eru tiltölulega flóknir samningar og mikið í þeim,“ segir Ragnar Þór. Ágætlega hafi gengið að kynna efni samningsins fyrir félagsmönnum en Ragnar Þór hefur ekki viljað skipta sér af því hvernig félagsmenn greiða atkvæði. „Við töldum okkur ekki geta náð meiru út úr þessu en það verður að koma í ljós hvort félagsmenn okkar samþykkja þetta eða senda okkur aftur að teikniborðinu. Það hefur alltaf verið mín stefna í þessu að vera ekki að segja fólki hvað það á að gera. Ég treysti fólki fullkomlega til að taka upplýsta og málefnalega afstöðu til þessa samnings.“ Ragnar Þór segist líka treysta því að fólk geri sér fullkomlega grein fyrir því hvað muni gerast verði samningnum hafnað. „Þá þyrftum við bara að fara aftur inn í Karphús og reyna að ná einhverju meira inn í þetta. Það þyrftum við væntanlega að gera með einhvers konar aðgerðaplani. Ég held við náum ekki meiru í þetta nema með því að fara í einhverjar aðgerðir. Þá hljóta þessir sömu félagsmenn að verða tilbúnir í það.“ Hann segist lesa þannig í stöðuna að fólk sé frekar tilbúið að fara í vegferð lífskjarasamningsins heldur en að fara aftur í átakafarveginn. „Það er ekkert víst að slíkt myndi skila okkur einhverju meiru.“ Ragnar segir að í umræðum um lífskjarasamninginn hafi ýmislegt fallið í skuggann. „Það er fullt af hlutum sem við erum að fara með af stað í dag. Við erum að vinna að því að fullu að fjármagna Blæ, sem er nýtt húsnæðisfélag sem byggir fyrir alla tekjuhópa.“ Hin eiginlega vinna sé að byrja núna. „Ef einhver heldur það að verkalýðsforingjar fari bara í frí eftir kjarasamninga þá er það mikill misskilningur. Nú hefst vinnan við að fylgja þessu öllu eftir. Við erum með stóran og mikinn tékklista sem við þurfum að fara í gegnum, sérstaklega þegar kemur að húsnæðismálum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15 Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45 Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15
Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45
Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?