Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange Sylvía Hall skrifar 14. apríl 2019 20:22 Kellyanne Conway er ráðgjafi í Hvíta húsinu. Vísir/Getty Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni og ákærður af saksóknurum í Bandaríkjunum. Assange var handtekinn fimmtudag. Reuters greinir frá. Assange hafði dvalið í sendiráði Ekvadors í London í sjö ár áður en hann var handtekinn en samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar í Bretlandi var henni boðið inn í sendiráðið eftir að Assange missti hæli sitt hjá ekvadorískum yfirvöldum. Í framhaldinu tilkynntu saksóknarar í Bandaríkjunum að Assange yrði ákærður fyrir samsæri með Chelsea Manning sem leiddi til þess að þau komust yfir leynileg gögn sem var síðar lekið. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Assange hafa verið handtekinn á grundvelli framsalssamnings milli Bandaríkjanna og Bretlands en lögfræðingar hans óttast að hann verði fyrir pyndingum af hálfu yfirvalda vestanhafs verði hann framseldur. Í viðtali við NBC sagðist Conway ekki halda að Trump hefði vitað af handtökunni en hún dragi þá ályktun af samtölum þeirra að hann sé mótfallinn því að upplýsingum sé lekið. Þá ættu þeir sem gera slíkt að hugsa sig þrisvar um. Ummæli Conway hafa vakið furðu á meðal margra en árið 2016 sagðist Trump „elska Wikileaks“ eftir að síðan birti tölvupósta sem Hillary Clinton hafði sent. Á föstudag tjáði forsetinn sig um handtökuna og sagðist ekki hafa neina skoðun á henni þar sem hann vissi ekkert um Wikileaks. Bandaríkin Bretland Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu 14. apríl 2019 11:15 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni og ákærður af saksóknurum í Bandaríkjunum. Assange var handtekinn fimmtudag. Reuters greinir frá. Assange hafði dvalið í sendiráði Ekvadors í London í sjö ár áður en hann var handtekinn en samkvæmt yfirlýsingu lögreglunnar í Bretlandi var henni boðið inn í sendiráðið eftir að Assange missti hæli sitt hjá ekvadorískum yfirvöldum. Í framhaldinu tilkynntu saksóknarar í Bandaríkjunum að Assange yrði ákærður fyrir samsæri með Chelsea Manning sem leiddi til þess að þau komust yfir leynileg gögn sem var síðar lekið. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir Assange hafa verið handtekinn á grundvelli framsalssamnings milli Bandaríkjanna og Bretlands en lögfræðingar hans óttast að hann verði fyrir pyndingum af hálfu yfirvalda vestanhafs verði hann framseldur. Í viðtali við NBC sagðist Conway ekki halda að Trump hefði vitað af handtökunni en hún dragi þá ályktun af samtölum þeirra að hann sé mótfallinn því að upplýsingum sé lekið. Þá ættu þeir sem gera slíkt að hugsa sig þrisvar um. Ummæli Conway hafa vakið furðu á meðal margra en árið 2016 sagðist Trump „elska Wikileaks“ eftir að síðan birti tölvupósta sem Hillary Clinton hafði sent. Á föstudag tjáði forsetinn sig um handtökuna og sagðist ekki hafa neina skoðun á henni þar sem hann vissi ekkert um Wikileaks.
Bandaríkin Bretland Donald Trump WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu 14. apríl 2019 11:15 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Sjá meira
Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29
Faðir Assange vill son sinn framseldan til Ástralíu Faðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, vill að áströlsk yfirvöld aðstoði son sinn og vill fá hann heim til Ástralíu 14. apríl 2019 11:15
Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01
Julian Assange handtekinn Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var handtekinn í morgun í sendiráði Ekvadors í London. Þar hefur hann dvalið í sjö ár. Þetta herma breskir miðlar eftir lögreglunni í Bretlandi. 11. apríl 2019 09:44