Skrópuðu í skólanum til að mótmæla á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. apríl 2019 12:15 Gísli Halldór, bæjarstjóri í Árborg með hluta af þeim nemendum sem mættu á tröppurnar við Ráðhús Árborgar og mótmæltu aðgerðarleysi í umhverfismálum á föstudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Nemendur í elstu bekkjum Sunnulækjarskóla á Selfossi fóru að ráði sænska umhverfisverndarsinnans Gretu Thunberg og skrópuðu í skólanum á föstudaginn til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál, sem skipta börnin máli. Fjöldi nemenda skólans mætti á ráðhúströppurnar við Ráðhús Árborgar á Selfossi og létu í sér heyra, bæði með hvatningarópum og kröfuspjöldum, sem þau báru. En hverju voru nemendurnir aðallega að mótmæla? „Við erum að mótmæla því að ríkisstjórnin og eiginlega allir hérna eru ekki að gera nóg í loftslagsbreytingum og plastmengun.“En hvað haldið þið með Árborg, er Árborg að standa sig vel? „Nei, ekki nógu vel, það er margt sem mætti bæta eins og flokkunarkerfi í skólum og fyrirtækjum, félagsmiðstöðinni og tónlistarskólanum. Það er líka stórt vandamál hvað það er mikil svifryksmengun á öllu svæðinu, það þyrfti að sópa göturnar,“ sögðu nemendurnir.En af hverju hafa þau svona mikinn áhuga á umhverfismálum?„Það er vegna þess að við erum að reyna að tryggja okkar framtíð í dag, við viljum framtíð fyrir okkur sjálf og börnin okkar, annars deyjum við bara.“Nemendurnir mættu með kröfuspjöld og létu í sér heyra með ópum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu í Árborg, var hann ánægður með framtak nemendanna? „Mér finnst þetta frábært. Þetta byrjar svona, fólk fer að hugsa um hlutina, tala um þá, vekja athygli á þeim og krefjast þess að aðrir opni augun. Þetta er það eina sem við getum gert, fólkið sem er dreift um þorp og bæi, reyna að vekja athygli, við getum gert bara pínulítið sjálf en þegar við komum saman, eins og þau eru að gera hérna þá skiptir það máli.“ Árborg Umhverfismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Nemendur í elstu bekkjum Sunnulækjarskóla á Selfossi fóru að ráði sænska umhverfisverndarsinnans Gretu Thunberg og skrópuðu í skólanum á föstudaginn til að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í baráttunni við loftslagsbreytingar og önnur umhverfismál, sem skipta börnin máli. Fjöldi nemenda skólans mætti á ráðhúströppurnar við Ráðhús Árborgar á Selfossi og létu í sér heyra, bæði með hvatningarópum og kröfuspjöldum, sem þau báru. En hverju voru nemendurnir aðallega að mótmæla? „Við erum að mótmæla því að ríkisstjórnin og eiginlega allir hérna eru ekki að gera nóg í loftslagsbreytingum og plastmengun.“En hvað haldið þið með Árborg, er Árborg að standa sig vel? „Nei, ekki nógu vel, það er margt sem mætti bæta eins og flokkunarkerfi í skólum og fyrirtækjum, félagsmiðstöðinni og tónlistarskólanum. Það er líka stórt vandamál hvað það er mikil svifryksmengun á öllu svæðinu, það þyrfti að sópa göturnar,“ sögðu nemendurnir.En af hverju hafa þau svona mikinn áhuga á umhverfismálum?„Það er vegna þess að við erum að reyna að tryggja okkar framtíð í dag, við viljum framtíð fyrir okkur sjálf og börnin okkar, annars deyjum við bara.“Nemendurnir mættu með kröfuspjöld og létu í sér heyra með ópum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu í Árborg, var hann ánægður með framtak nemendanna? „Mér finnst þetta frábært. Þetta byrjar svona, fólk fer að hugsa um hlutina, tala um þá, vekja athygli á þeim og krefjast þess að aðrir opni augun. Þetta er það eina sem við getum gert, fólkið sem er dreift um þorp og bæi, reyna að vekja athygli, við getum gert bara pínulítið sjálf en þegar við komum saman, eins og þau eru að gera hérna þá skiptir það máli.“
Árborg Umhverfismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira