Fær skýrslu um starfsgetumat eftir páska Ari Brynjólfsson skrifar 13. apríl 2019 08:56 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra. Fréttablaðið/Anton Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins eftir páska. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins. Hópurinn var skipaður fyrir ári og átti að skila tillögum síðasta haust um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við markmið starfsgetumats. Á hópurinn að leggja til hvernig megi nýta þá 2,9 milljarða króna sem eru eyrnamerktir í kjarabætur handa örorkulífeyrisþegum. Vonir stóðu til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga en það fór í uppnám í lok mars þegar Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið tilkynntu að þau myndu ekki skrifa undir skýrsluna. „Starfinu er lokið. Ég býst við að þetta verði með svipuðum hætti og þegar niðurstaða Pétursnefndarinnar lá fyrir, að ég sem formaður skili þessu starfi inn til ráðherra. Þá geta aðrir nefndarmenn líka sent inn erindi eins og þeim hentar,“ segir Guðmundur Páll. Hann bætti við að starf nefndarinnar hefði verið gott og að hlustað hefði verið á öll sjónarmið, vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að sú vinna sem fór í breytt framfærslukerfi almannatrygginga hafi að miklu leyti verið góð en í ljósi þess að markmiðið sé að keyra í gegn starfsgetumatið þá geti ÖBÍ ekki skrifað undir skýrsluna. „Við höfum séð löndin í kringum okkur fara í kollsteypur þar sem starfsgetumatið hefur ekki verið að virka, í Noregi er verið að fara til baka,“ segir Þuríður Harpa. Meðal öryrkja ríkir lítið traust í garð stjórnvalda um að hér verði hægt að halda betur utan um starfsgetumat en í löndum á borð við Noreg. Hættan sé sú að öryrkjar þurfi að fara á atvinnuleysisbætur og lendi síðan í enn verri fátæktargildru. Ef það sé á endanum vilji stjórnvalda að taka það upp vill Þuríður Harpa að það verði gert í tilraunaskyni á minni hóp. „Ef ríkisstjórnin hefur svona miklar áhyggjur af ungu fólki þá gætu þau skoðað að beita þessu starfsgetumati á afmarkaðan hóp af ungu fólki. Sjá hvort þau geti haldið utan um þann hóp og sjá hvernig atvinnulífið bregst við.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra fær afhenta skýrslu samráðshóps um endurskoðun almannatryggingakerfisins eftir páska. Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson, formaður samráðshópsins. Hópurinn var skipaður fyrir ári og átti að skila tillögum síðasta haust um breytt framfærslukerfi almannatrygginga sem styður við markmið starfsgetumats. Á hópurinn að leggja til hvernig megi nýta þá 2,9 milljarða króna sem eru eyrnamerktir í kjarabætur handa örorkulífeyrisþegum. Vonir stóðu til að hægt væri að ná sem breiðastri sátt um fyrirkomulag almannatrygginga en það fór í uppnám í lok mars þegar Öryrkjabandalagið og Alþýðusambandið tilkynntu að þau myndu ekki skrifa undir skýrsluna. „Starfinu er lokið. Ég býst við að þetta verði með svipuðum hætti og þegar niðurstaða Pétursnefndarinnar lá fyrir, að ég sem formaður skili þessu starfi inn til ráðherra. Þá geta aðrir nefndarmenn líka sent inn erindi eins og þeim hentar,“ segir Guðmundur Páll. Hann bætti við að starf nefndarinnar hefði verið gott og að hlustað hefði verið á öll sjónarmið, vildi hann að öðru leyti ekki tjá sig um stöðuna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, segir að sú vinna sem fór í breytt framfærslukerfi almannatrygginga hafi að miklu leyti verið góð en í ljósi þess að markmiðið sé að keyra í gegn starfsgetumatið þá geti ÖBÍ ekki skrifað undir skýrsluna. „Við höfum séð löndin í kringum okkur fara í kollsteypur þar sem starfsgetumatið hefur ekki verið að virka, í Noregi er verið að fara til baka,“ segir Þuríður Harpa. Meðal öryrkja ríkir lítið traust í garð stjórnvalda um að hér verði hægt að halda betur utan um starfsgetumat en í löndum á borð við Noreg. Hættan sé sú að öryrkjar þurfi að fara á atvinnuleysisbætur og lendi síðan í enn verri fátæktargildru. Ef það sé á endanum vilji stjórnvalda að taka það upp vill Þuríður Harpa að það verði gert í tilraunaskyni á minni hóp. „Ef ríkisstjórnin hefur svona miklar áhyggjur af ungu fólki þá gætu þau skoðað að beita þessu starfsgetumati á afmarkaðan hóp af ungu fólki. Sjá hvort þau geti haldið utan um þann hóp og sjá hvernig atvinnulífið bregst við.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira