Samningsaðilar hafi skort á hjúkrunarfræðingum í huga Sighvatur Arnmundsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 07:00 Hjúkrunarráð Landspítalans hefur áhyggjur af skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Fréttablaðið/Vilhelm Hjúkrunarráð Landspítala skorar á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa að leiðarljósi skort á hjúkrunarfræðingum á Landspítala. „Nauðsynlegt er að leitað verði allra mögulegra leiða til að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga,“ sagði í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga frá árinu 2015 rann út um mánaðamótin. Kjaradeilan fyrir fjórum árum var afar strembin og eftir tæplega þriggja vikna verkfall setti Alþingi lögbann á verkfallið, sem og lengra verkfall BHM. Að því er kom fram í ályktun hjúkrunarráðsins bitnar skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítala einna verst á bráðamóttökunni. Þar hafa legið að meðaltali 20 til 30 sjúklingar undanfarið ár sem bíða eftir að komast á legudeild og er meðaldvalartími innlagðra á bráðamóttökunni nú um 24 klukkustundir. Miðað er við að sjúklingar dvelji ekki lengur en í sex tíma á bráðamóttöku og sagði í ályktuninni að rannsóknir sýndu að óþarflega löng dvöl gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Til að ná fram viðunandi mönnun er nauðsynlegt að bæta kjör og starfsumhverfi þessarar lykilstéttar,“ sagði í ályktuninni aukinheldur. Kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins eru hafnar en aðilar hittust síðast í byrjun vikunnar. Næsti fundur er áformaður strax eftir páska. Þá eru viðræður hafnar við Reykjavíkurborg. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, sagði fyrr í vikunni að lítið væri að frétta af viðræðunum. Staðreyndin væri sú að beðið hefði verið eftir því að kjarasamningar tækjust á almenna vinnumarkaðnum. Nú væri hins vegar hægt að setja aukinn kraft í vinnuna. Ljóst er að staðan á Landspítala er slæm þegar kemur að mönnun hjúkrunarfræðinga. Eftir fall WOW air bárust af því fréttir að hjúkrunarfræðingar, sem höfðu fært sig yfir í störf flugfreyja hjá félaginu, væru farnir að hafa samband til að spyrjast fyrir um laus störf. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagði þá að brýn þörf væri fyrir um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga til að halda uppi þeirri starfsemi sem spítalinn ætti að sinna. Enn fleiri hjúkrunarfræðinga vantaði hins vegar til þess að hægt væri að sinna öllu sem spítalinn vildi gera. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira
Hjúkrunarráð Landspítala skorar á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa að leiðarljósi skort á hjúkrunarfræðingum á Landspítala. „Nauðsynlegt er að leitað verði allra mögulegra leiða til að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga,“ sagði í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga frá árinu 2015 rann út um mánaðamótin. Kjaradeilan fyrir fjórum árum var afar strembin og eftir tæplega þriggja vikna verkfall setti Alþingi lögbann á verkfallið, sem og lengra verkfall BHM. Að því er kom fram í ályktun hjúkrunarráðsins bitnar skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítala einna verst á bráðamóttökunni. Þar hafa legið að meðaltali 20 til 30 sjúklingar undanfarið ár sem bíða eftir að komast á legudeild og er meðaldvalartími innlagðra á bráðamóttökunni nú um 24 klukkustundir. Miðað er við að sjúklingar dvelji ekki lengur en í sex tíma á bráðamóttöku og sagði í ályktuninni að rannsóknir sýndu að óþarflega löng dvöl gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Til að ná fram viðunandi mönnun er nauðsynlegt að bæta kjör og starfsumhverfi þessarar lykilstéttar,“ sagði í ályktuninni aukinheldur. Kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins eru hafnar en aðilar hittust síðast í byrjun vikunnar. Næsti fundur er áformaður strax eftir páska. Þá eru viðræður hafnar við Reykjavíkurborg. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, sagði fyrr í vikunni að lítið væri að frétta af viðræðunum. Staðreyndin væri sú að beðið hefði verið eftir því að kjarasamningar tækjust á almenna vinnumarkaðnum. Nú væri hins vegar hægt að setja aukinn kraft í vinnuna. Ljóst er að staðan á Landspítala er slæm þegar kemur að mönnun hjúkrunarfræðinga. Eftir fall WOW air bárust af því fréttir að hjúkrunarfræðingar, sem höfðu fært sig yfir í störf flugfreyja hjá félaginu, væru farnir að hafa samband til að spyrjast fyrir um laus störf. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagði þá að brýn þörf væri fyrir um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga til að halda uppi þeirri starfsemi sem spítalinn ætti að sinna. Enn fleiri hjúkrunarfræðinga vantaði hins vegar til þess að hægt væri að sinna öllu sem spítalinn vildi gera.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn ókökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Sjá meira