Samningsaðilar hafi skort á hjúkrunarfræðingum í huga Sighvatur Arnmundsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2019 07:00 Hjúkrunarráð Landspítalans hefur áhyggjur af skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum. Fréttablaðið/Vilhelm Hjúkrunarráð Landspítala skorar á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa að leiðarljósi skort á hjúkrunarfræðingum á Landspítala. „Nauðsynlegt er að leitað verði allra mögulegra leiða til að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga,“ sagði í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga frá árinu 2015 rann út um mánaðamótin. Kjaradeilan fyrir fjórum árum var afar strembin og eftir tæplega þriggja vikna verkfall setti Alþingi lögbann á verkfallið, sem og lengra verkfall BHM. Að því er kom fram í ályktun hjúkrunarráðsins bitnar skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítala einna verst á bráðamóttökunni. Þar hafa legið að meðaltali 20 til 30 sjúklingar undanfarið ár sem bíða eftir að komast á legudeild og er meðaldvalartími innlagðra á bráðamóttökunni nú um 24 klukkustundir. Miðað er við að sjúklingar dvelji ekki lengur en í sex tíma á bráðamóttöku og sagði í ályktuninni að rannsóknir sýndu að óþarflega löng dvöl gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Til að ná fram viðunandi mönnun er nauðsynlegt að bæta kjör og starfsumhverfi þessarar lykilstéttar,“ sagði í ályktuninni aukinheldur. Kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins eru hafnar en aðilar hittust síðast í byrjun vikunnar. Næsti fundur er áformaður strax eftir páska. Þá eru viðræður hafnar við Reykjavíkurborg. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, sagði fyrr í vikunni að lítið væri að frétta af viðræðunum. Staðreyndin væri sú að beðið hefði verið eftir því að kjarasamningar tækjust á almenna vinnumarkaðnum. Nú væri hins vegar hægt að setja aukinn kraft í vinnuna. Ljóst er að staðan á Landspítala er slæm þegar kemur að mönnun hjúkrunarfræðinga. Eftir fall WOW air bárust af því fréttir að hjúkrunarfræðingar, sem höfðu fært sig yfir í störf flugfreyja hjá félaginu, væru farnir að hafa samband til að spyrjast fyrir um laus störf. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagði þá að brýn þörf væri fyrir um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga til að halda uppi þeirri starfsemi sem spítalinn ætti að sinna. Enn fleiri hjúkrunarfræðinga vantaði hins vegar til þess að hægt væri að sinna öllu sem spítalinn vildi gera. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Hjúkrunarráð Landspítala skorar á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga að hafa að leiðarljósi skort á hjúkrunarfræðingum á Landspítala. „Nauðsynlegt er að leitað verði allra mögulegra leiða til að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga,“ sagði í ályktun sem ráðið sendi frá sér í gær. Úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga frá árinu 2015 rann út um mánaðamótin. Kjaradeilan fyrir fjórum árum var afar strembin og eftir tæplega þriggja vikna verkfall setti Alþingi lögbann á verkfallið, sem og lengra verkfall BHM. Að því er kom fram í ályktun hjúkrunarráðsins bitnar skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítala einna verst á bráðamóttökunni. Þar hafa legið að meðaltali 20 til 30 sjúklingar undanfarið ár sem bíða eftir að komast á legudeild og er meðaldvalartími innlagðra á bráðamóttökunni nú um 24 klukkustundir. Miðað er við að sjúklingar dvelji ekki lengur en í sex tíma á bráðamóttöku og sagði í ályktuninni að rannsóknir sýndu að óþarflega löng dvöl gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklinga. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Til að ná fram viðunandi mönnun er nauðsynlegt að bæta kjör og starfsumhverfi þessarar lykilstéttar,“ sagði í ályktuninni aukinheldur. Kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins eru hafnar en aðilar hittust síðast í byrjun vikunnar. Næsti fundur er áformaður strax eftir páska. Þá eru viðræður hafnar við Reykjavíkurborg. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, sagði fyrr í vikunni að lítið væri að frétta af viðræðunum. Staðreyndin væri sú að beðið hefði verið eftir því að kjarasamningar tækjust á almenna vinnumarkaðnum. Nú væri hins vegar hægt að setja aukinn kraft í vinnuna. Ljóst er að staðan á Landspítala er slæm þegar kemur að mönnun hjúkrunarfræðinga. Eftir fall WOW air bárust af því fréttir að hjúkrunarfræðingar, sem höfðu fært sig yfir í störf flugfreyja hjá félaginu, væru farnir að hafa samband til að spyrjast fyrir um laus störf. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, sagði þá að brýn þörf væri fyrir um eitt hundrað hjúkrunarfræðinga til að halda uppi þeirri starfsemi sem spítalinn ætti að sinna. Enn fleiri hjúkrunarfræðinga vantaði hins vegar til þess að hægt væri að sinna öllu sem spítalinn vildi gera.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Landspítalinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira