Mammon verði ekki sinnt á helgidögum Ari Brynjólfsson skrifar 13. apríl 2019 08:15 Bingó Vantrúar á Austurvelli á föstudaginn langa myndi heyra sögunni til yrði frumvarp dómsmálaráðherra að lögum á Alþingi. Fréttablaðið/Egill Alþýðusamband Íslands telur rök dómsmálaráðherra í frumvarpi um breytingar á lögum um helgidagafrið ekki duga. Það sé ekki nóg að vísa til frelsis einstaklingsins til að sækja afþreyingu á helgidögum til að réttlæta slíkar breytingar á samfélaginu. Verði frumvarpið að lögum verða felld niður ákvæði sem banna tiltekna þjónustu og afþreyingu á helgidögum þjóðkirkjunnar. Einnig er lagt til að upptalning á helgidögum þjóðkirkjunnar verði færð yfir í þjóðkirkjulög. Kirkjuþing lagði blessun sína yfir frumvarpið fyrir jól. Er því möguleiki að páskarnir fram undan verði þeir síðustu þar sem Vantrú stendur fyrir bingói á Austurvelli á föstudeginum langa. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir að það þurfi ekki aðeins að líta til frelsis atvinnurekenda heldur frelsis launafólks til að njóta helgihalds og samveru með fjölskyldu á helgidögum. „Frumvarpið er sett fram í nafni einhvers frelsis, verslunarfrelsis og frelsis til að hafa búðir opnar. Allt gott og blessað. En samkvæmt okkar hefðum og venjum þá tökum við okkur góð frí þar sem við þurfum ekki að sinna Mammon. Fáum borguð laun fyrir það, erum búin að semja um það,“ segir Magnús. BSRB tekur undir með ASÍ í umsögn sinni um frumvarpið og bætir við að upptalning á helgidögum þjóni mikilvægum tilgangi þrátt fyrir að kjarasamningar hafi almennt einnig að geyma slíka upptalningu. Frumvarp ráðherra er ekki það fyrsta sinnar tegundar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði fram frumvörp árið 2016 og í janúar 2018 sem felldu löggjöfina alfarið á brott. Biskupsstofa bað þá Alþingi um að fella ekki niður löggjöfina þar sem inntak helgidaga sameinaði þjóðina í sið. Það er skemmst frá því að segja að frumvörpin náðu ekki fram að ganga. Magnús segir það ekki nóg að vísa til frelsis til að breyta lögunum. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram, en þetta er í fyrsta skipti sem það er bara lagt fram í nafni frelsisins. Það eru bara hallærisleg rök. Maður hlýtur að gera þá kröfu til löggjafans, ef það á að breyta einhverju í samfélaginu, að það liggi fyrir því góð rök. En að ef einhverjum ráðherra dettur í hug að segja orðið „frelsi“, þá sé allt í lagi, það er bara ekki nóg.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ágúst Þór Árnason látinn Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við Háskólann á Akureyri, lést á heimili sínu á miðvikudag eftir skamma baráttu við krabbamein. 13. apríl 2019 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Alþýðusamband Íslands telur rök dómsmálaráðherra í frumvarpi um breytingar á lögum um helgidagafrið ekki duga. Það sé ekki nóg að vísa til frelsis einstaklingsins til að sækja afþreyingu á helgidögum til að réttlæta slíkar breytingar á samfélaginu. Verði frumvarpið að lögum verða felld niður ákvæði sem banna tiltekna þjónustu og afþreyingu á helgidögum þjóðkirkjunnar. Einnig er lagt til að upptalning á helgidögum þjóðkirkjunnar verði færð yfir í þjóðkirkjulög. Kirkjuþing lagði blessun sína yfir frumvarpið fyrir jól. Er því möguleiki að páskarnir fram undan verði þeir síðustu þar sem Vantrú stendur fyrir bingói á Austurvelli á föstudeginum langa. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, segir að það þurfi ekki aðeins að líta til frelsis atvinnurekenda heldur frelsis launafólks til að njóta helgihalds og samveru með fjölskyldu á helgidögum. „Frumvarpið er sett fram í nafni einhvers frelsis, verslunarfrelsis og frelsis til að hafa búðir opnar. Allt gott og blessað. En samkvæmt okkar hefðum og venjum þá tökum við okkur góð frí þar sem við þurfum ekki að sinna Mammon. Fáum borguð laun fyrir það, erum búin að semja um það,“ segir Magnús. BSRB tekur undir með ASÍ í umsögn sinni um frumvarpið og bætir við að upptalning á helgidögum þjóni mikilvægum tilgangi þrátt fyrir að kjarasamningar hafi almennt einnig að geyma slíka upptalningu. Frumvarp ráðherra er ekki það fyrsta sinnar tegundar. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði fram frumvörp árið 2016 og í janúar 2018 sem felldu löggjöfina alfarið á brott. Biskupsstofa bað þá Alþingi um að fella ekki niður löggjöfina þar sem inntak helgidaga sameinaði þjóðina í sið. Það er skemmst frá því að segja að frumvörpin náðu ekki fram að ganga. Magnús segir það ekki nóg að vísa til frelsis til að breyta lögunum. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem frumvarp af þessu tagi er lagt fram, en þetta er í fyrsta skipti sem það er bara lagt fram í nafni frelsisins. Það eru bara hallærisleg rök. Maður hlýtur að gera þá kröfu til löggjafans, ef það á að breyta einhverju í samfélaginu, að það liggi fyrir því góð rök. En að ef einhverjum ráðherra dettur í hug að segja orðið „frelsi“, þá sé allt í lagi, það er bara ekki nóg.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ágúst Þór Árnason látinn Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við Háskólann á Akureyri, lést á heimili sínu á miðvikudag eftir skamma baráttu við krabbamein. 13. apríl 2019 07:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ágúst Þór Árnason látinn Ágúst Þór Árnason, aðjunkt við Háskólann á Akureyri, lést á heimili sínu á miðvikudag eftir skamma baráttu við krabbamein. 13. apríl 2019 07:00