Úthvíldir skurðlæknar standa sig betur Andri Eysteinsson skrifar 12. apríl 2019 18:26 Rannsókn Tómasar og félaga sýnir að aðgerðir sem framkvæmdar eru af úthvíldum skurðaðgerðum eru líklegri til að skila árangri. Samsett/Getty/Vísir Skurðlæknar sem framkvæma eina af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru, ná betri árangri úthvíldir og sjúklingar sem skornir eru upp með þeim hætti, að nóttu til, eru rúmlega helmingi líklegri til þess að lifa aðgerðina ekki af. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NORCAAD-rannsóknarhópsins, sem hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur verið í forsvari fyrir undanfarin þrjú ár. Hópurinn birti í gær vísindarannsókn í hinu virta læknisfræðiriti „Annals of Thoracic Surgery“ þar sem birtar eru fræðigreinar sem við koma skurðaðgerðum í brjóstholi. Tómas Guðbjartsson greinir frá þessu og fjallar stuttlega um greinina í færslu á Facebook síðu sinni. Rannsókn NORCAAD hópsins sneri að einni af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru. Skurðaðgerð vegna rofs á ósæð rétt ofan við hjartað (e. type A aortic dissection). Tómas segir í færslunni að allt að helmingur þeirra sem þjást af slíkum sjúkdómi nái ekki lifandi inn á sjúkrahús, oftast vegna innri blæðinga.Engin marktæk helgaráhrif en munur milli dags og nætur Í rannsókninni voru afdrif 1159 sjúklinga sem gengust undir aðgerðina á átta norrænum sjúkrahúsum á árunum 2005-2014. Rannsakaður var munur á milli árangurs aðgerða sem framkvæmdar eru annars vegar á virkum dögum eða um helgar og hins vegar hvort munur sé á milli aðgerða sem framkvæmdar eru að degi til og að nóttu til. „Ekki sáust marktæk helgaráhrif en hins vegar voru sjúklingar sem skornir voru að nóttu til rúmlega helmingi (2,5 x) líklegri að lifa aðgerðina ekki af en þeir sem fóru í aðgerð að degi til eða um kvöld. Nú er það þannig með þennan sjúkdóm að ekki er hægt að bíða með aðgerð - óháð því hvort skurðlæknirinn eða aðrir í næstum 10 manna skurðteymi teljast úthvíldir,“ segir Tómas. Tómas segir niðurstöður vera mikilvægt innlegg í þá umræðu hvort skurðteymi, og þá ekki síst skurðlæknar, séu jafn hæfir til að framkvæma flóknar aðgerðir ósofnir. „Þetta hefur verið mikið rætt í heimi skurðlækna svo áratugum skiptir- en margir þeirra - og þá ekki síst hjartaskurðlæknar, virðast halda að hægt sé að skera dag og nótt með sama árangri,“ segir Tómas. Tómas bendir að lokum á niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að þrátt fyrir að mótórísk hæfni haldi sér vel við lítinn svefn hafi svefnleysi hins vegar áhrif á andlega þætti svo sem dómgreind. Niðurstöðurnar bendi til þess að skurðlæknar, standi sig betur úthvíldir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20 Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30 Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Skurðlæknar sem framkvæma eina af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru, ná betri árangri úthvíldir og sjúklingar sem skornir eru upp með þeim hætti, að nóttu til, eru rúmlega helmingi líklegri til þess að lifa aðgerðina ekki af. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NORCAAD-rannsóknarhópsins, sem hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur verið í forsvari fyrir undanfarin þrjú ár. Hópurinn birti í gær vísindarannsókn í hinu virta læknisfræðiriti „Annals of Thoracic Surgery“ þar sem birtar eru fræðigreinar sem við koma skurðaðgerðum í brjóstholi. Tómas Guðbjartsson greinir frá þessu og fjallar stuttlega um greinina í færslu á Facebook síðu sinni. Rannsókn NORCAAD hópsins sneri að einni af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru. Skurðaðgerð vegna rofs á ósæð rétt ofan við hjartað (e. type A aortic dissection). Tómas segir í færslunni að allt að helmingur þeirra sem þjást af slíkum sjúkdómi nái ekki lifandi inn á sjúkrahús, oftast vegna innri blæðinga.Engin marktæk helgaráhrif en munur milli dags og nætur Í rannsókninni voru afdrif 1159 sjúklinga sem gengust undir aðgerðina á átta norrænum sjúkrahúsum á árunum 2005-2014. Rannsakaður var munur á milli árangurs aðgerða sem framkvæmdar eru annars vegar á virkum dögum eða um helgar og hins vegar hvort munur sé á milli aðgerða sem framkvæmdar eru að degi til og að nóttu til. „Ekki sáust marktæk helgaráhrif en hins vegar voru sjúklingar sem skornir voru að nóttu til rúmlega helmingi (2,5 x) líklegri að lifa aðgerðina ekki af en þeir sem fóru í aðgerð að degi til eða um kvöld. Nú er það þannig með þennan sjúkdóm að ekki er hægt að bíða með aðgerð - óháð því hvort skurðlæknirinn eða aðrir í næstum 10 manna skurðteymi teljast úthvíldir,“ segir Tómas. Tómas segir niðurstöður vera mikilvægt innlegg í þá umræðu hvort skurðteymi, og þá ekki síst skurðlæknar, séu jafn hæfir til að framkvæma flóknar aðgerðir ósofnir. „Þetta hefur verið mikið rætt í heimi skurðlækna svo áratugum skiptir- en margir þeirra - og þá ekki síst hjartaskurðlæknar, virðast halda að hægt sé að skera dag og nótt með sama árangri,“ segir Tómas. Tómas bendir að lokum á niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að þrátt fyrir að mótórísk hæfni haldi sér vel við lítinn svefn hafi svefnleysi hins vegar áhrif á andlega þætti svo sem dómgreind. Niðurstöðurnar bendi til þess að skurðlæknar, standi sig betur úthvíldir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20 Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30 Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20
Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30
Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37