Úthvíldir skurðlæknar standa sig betur Andri Eysteinsson skrifar 12. apríl 2019 18:26 Rannsókn Tómasar og félaga sýnir að aðgerðir sem framkvæmdar eru af úthvíldum skurðaðgerðum eru líklegri til að skila árangri. Samsett/Getty/Vísir Skurðlæknar sem framkvæma eina af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru, ná betri árangri úthvíldir og sjúklingar sem skornir eru upp með þeim hætti, að nóttu til, eru rúmlega helmingi líklegri til þess að lifa aðgerðina ekki af. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NORCAAD-rannsóknarhópsins, sem hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur verið í forsvari fyrir undanfarin þrjú ár. Hópurinn birti í gær vísindarannsókn í hinu virta læknisfræðiriti „Annals of Thoracic Surgery“ þar sem birtar eru fræðigreinar sem við koma skurðaðgerðum í brjóstholi. Tómas Guðbjartsson greinir frá þessu og fjallar stuttlega um greinina í færslu á Facebook síðu sinni. Rannsókn NORCAAD hópsins sneri að einni af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru. Skurðaðgerð vegna rofs á ósæð rétt ofan við hjartað (e. type A aortic dissection). Tómas segir í færslunni að allt að helmingur þeirra sem þjást af slíkum sjúkdómi nái ekki lifandi inn á sjúkrahús, oftast vegna innri blæðinga.Engin marktæk helgaráhrif en munur milli dags og nætur Í rannsókninni voru afdrif 1159 sjúklinga sem gengust undir aðgerðina á átta norrænum sjúkrahúsum á árunum 2005-2014. Rannsakaður var munur á milli árangurs aðgerða sem framkvæmdar eru annars vegar á virkum dögum eða um helgar og hins vegar hvort munur sé á milli aðgerða sem framkvæmdar eru að degi til og að nóttu til. „Ekki sáust marktæk helgaráhrif en hins vegar voru sjúklingar sem skornir voru að nóttu til rúmlega helmingi (2,5 x) líklegri að lifa aðgerðina ekki af en þeir sem fóru í aðgerð að degi til eða um kvöld. Nú er það þannig með þennan sjúkdóm að ekki er hægt að bíða með aðgerð - óháð því hvort skurðlæknirinn eða aðrir í næstum 10 manna skurðteymi teljast úthvíldir,“ segir Tómas. Tómas segir niðurstöður vera mikilvægt innlegg í þá umræðu hvort skurðteymi, og þá ekki síst skurðlæknar, séu jafn hæfir til að framkvæma flóknar aðgerðir ósofnir. „Þetta hefur verið mikið rætt í heimi skurðlækna svo áratugum skiptir- en margir þeirra - og þá ekki síst hjartaskurðlæknar, virðast halda að hægt sé að skera dag og nótt með sama árangri,“ segir Tómas. Tómas bendir að lokum á niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að þrátt fyrir að mótórísk hæfni haldi sér vel við lítinn svefn hafi svefnleysi hins vegar áhrif á andlega þætti svo sem dómgreind. Niðurstöðurnar bendi til þess að skurðlæknar, standi sig betur úthvíldir. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20 Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30 Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Skurðlæknar sem framkvæma eina af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru, ná betri árangri úthvíldir og sjúklingar sem skornir eru upp með þeim hætti, að nóttu til, eru rúmlega helmingi líklegri til þess að lifa aðgerðina ekki af. Þetta eru niðurstöður rannsóknar NORCAAD-rannsóknarhópsins, sem hjartalæknirinn Tómas Guðbjartsson hefur verið í forsvari fyrir undanfarin þrjú ár. Hópurinn birti í gær vísindarannsókn í hinu virta læknisfræðiriti „Annals of Thoracic Surgery“ þar sem birtar eru fræðigreinar sem við koma skurðaðgerðum í brjóstholi. Tómas Guðbjartsson greinir frá þessu og fjallar stuttlega um greinina í færslu á Facebook síðu sinni. Rannsókn NORCAAD hópsins sneri að einni af stærstu og flóknustu skurðaðgerðum sem gerðar eru. Skurðaðgerð vegna rofs á ósæð rétt ofan við hjartað (e. type A aortic dissection). Tómas segir í færslunni að allt að helmingur þeirra sem þjást af slíkum sjúkdómi nái ekki lifandi inn á sjúkrahús, oftast vegna innri blæðinga.Engin marktæk helgaráhrif en munur milli dags og nætur Í rannsókninni voru afdrif 1159 sjúklinga sem gengust undir aðgerðina á átta norrænum sjúkrahúsum á árunum 2005-2014. Rannsakaður var munur á milli árangurs aðgerða sem framkvæmdar eru annars vegar á virkum dögum eða um helgar og hins vegar hvort munur sé á milli aðgerða sem framkvæmdar eru að degi til og að nóttu til. „Ekki sáust marktæk helgaráhrif en hins vegar voru sjúklingar sem skornir voru að nóttu til rúmlega helmingi (2,5 x) líklegri að lifa aðgerðina ekki af en þeir sem fóru í aðgerð að degi til eða um kvöld. Nú er það þannig með þennan sjúkdóm að ekki er hægt að bíða með aðgerð - óháð því hvort skurðlæknirinn eða aðrir í næstum 10 manna skurðteymi teljast úthvíldir,“ segir Tómas. Tómas segir niðurstöður vera mikilvægt innlegg í þá umræðu hvort skurðteymi, og þá ekki síst skurðlæknar, séu jafn hæfir til að framkvæma flóknar aðgerðir ósofnir. „Þetta hefur verið mikið rætt í heimi skurðlækna svo áratugum skiptir- en margir þeirra - og þá ekki síst hjartaskurðlæknar, virðast halda að hægt sé að skera dag og nótt með sama árangri,“ segir Tómas. Tómas bendir að lokum á niðurstöður rannsókna sem sýna fram á að þrátt fyrir að mótórísk hæfni haldi sér vel við lítinn svefn hafi svefnleysi hins vegar áhrif á andlega þætti svo sem dómgreind. Niðurstöðurnar bendi til þess að skurðlæknar, standi sig betur úthvíldir.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20 Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30 Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Lækna-Tómas og Jóhannes eftirherma spjalla um líffæraígræðslur Tómas Guðbjartsson læknir og Jóhannes Kristjánsson eftirherma munu spjalla um líffæraígræðslur og hjartaflutninga í Ásmundarsal klukkan 15 í dag. Aðgangur er ókeypis. 16. febrúar 2019 10:20
Góður árangur á Landspítala af lífsbjargandi meðferðum Á undanförnum árum hefur á Landspítalanum náðst góður árangur á alþjóðlegan mælikvarða í svokölluðum ECMO-meðferðum við alvarlegum lungna- og hjartabilunum. 6. apríl 2019 09:30
Fólk með áfallastreituröskun mun líklegra en aðrir til að greinast með hjartasjúkdóma Niðurstöður rannsóknarinnar birtast í dag í vísindatímaritinu The British Medical Journal (BMJ), að því er fram kemur í tilkynningu frá HÍ. 11. apríl 2019 13:37