Stefnt að fundi með pólsku skipasmíðastöðinni í næstu viku Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. apríl 2019 11:51 Herjólfur í prufusiglingu í Póllandi Vegagerðin Fulltrúar Vegagerðarinnar stefna að fundi með forsvarsmönnum pólsku skipasmíðastöðvarinnar í næstu viku þar sem reynt verður að ná samningum um afhendingu nýs Herjólfs. Meðal þess sem verður rætt eru dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á smíði skipsins og mögulega afhendingardagsetningu en eins og staðan er í dag er óljót hvenær skipið verður afhent. Eins og greint hefur verið frá hefur koma nýrrar farþegaferju milli lands og Eyja dregist óhóflega og alls óljóst hvenær hún kemur til landsins. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja upplýsti á fundi bæjarstjórnar í gær að fulltrúar Vegagerðarinnar stefndu að fundi með forsvarsmönnum skipasmíðastöðvarinnar Christ S.A. um loka uppgjör vegna smíði ferjunnar eftir helgi. Stefán Erlendsson, lögfræðingur Vegagerðarinnar segir að fundað verði ytra þar sem dagsektir Vegagerðarinnar verð ræddar og þá hvenær ferjan verði mögulega afhent. Dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á afhendingu skipsins námu í síðar hluta mars um tvö hundruð milljónum króna og hafa reiknast frá miðjum janúar.Sjá einnig:Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Deilt er um viðbótarreikning vegna smíði ferjunnar upp á ríflega 1,2 milljarða en upphaflega átti að afhenta skipið í september í fyrra. Skipasmíðastöðin útskýrir reikninginn vegna breytinga sem gerðar voru á skipinu á meðan á verkferlinu stóð og snúa meðal annars að því að upphaflegar teikningar hafi verið rangar og að lengja hafi þurft skipið. Upphæðin á viðbótarreikningnum nemur nærri þriðjungi af heildar verði skipsins.Sjá einnig:Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Íbúar í Vestmannaeyjum eru óþreyjufullir þar sem samgöngur milli lands og Eyja eru ekki eins og best verði á kostið annars vegar vegna seinkunnar ferjunnar sem og vegna seinkunar með dýpkun Landeyjahafnar.Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi MárÓþreyju í Vestmannaeyjum eftir nýrri ferju „Já. Við viljum auðvitað fara fá skipið en við vonumst til þess að það sé einhver gangur í þessu og að Vegagerði klári þessa samninga sem fyrst við pólsku skipasmíðastöðina svo við getum fengið að sigla þessu glæsilega skipi hingað til Eyja,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris segir gamla Herjólf vel geta haldið uppi þjónustu og siglt sjö ferðir en að skipið sé orðið gamalt og henti illa þeirri siglingaleið sem skipið á að sigla inn í Landeyjarhöfn. „Það sem er alvarlegast í þessu er staðan á dýpkuninni inn í Landeyjahöfn. Við gætum verið að sigla í höfnina á gamla skipinu, segir Íris. Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15 Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45 Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Fulltrúar Vegagerðarinnar stefna að fundi með forsvarsmönnum pólsku skipasmíðastöðvarinnar í næstu viku þar sem reynt verður að ná samningum um afhendingu nýs Herjólfs. Meðal þess sem verður rætt eru dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á smíði skipsins og mögulega afhendingardagsetningu en eins og staðan er í dag er óljót hvenær skipið verður afhent. Eins og greint hefur verið frá hefur koma nýrrar farþegaferju milli lands og Eyja dregist óhóflega og alls óljóst hvenær hún kemur til landsins. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja upplýsti á fundi bæjarstjórnar í gær að fulltrúar Vegagerðarinnar stefndu að fundi með forsvarsmönnum skipasmíðastöðvarinnar Christ S.A. um loka uppgjör vegna smíði ferjunnar eftir helgi. Stefán Erlendsson, lögfræðingur Vegagerðarinnar segir að fundað verði ytra þar sem dagsektir Vegagerðarinnar verð ræddar og þá hvenær ferjan verði mögulega afhent. Dagsektir Vegagerðarinnar vegna seinkunar á afhendingu skipsins námu í síðar hluta mars um tvö hundruð milljónum króna og hafa reiknast frá miðjum janúar.Sjá einnig:Segir reikninginn tilhæfulausan og ekki standi til að greiða hann Deilt er um viðbótarreikning vegna smíði ferjunnar upp á ríflega 1,2 milljarða en upphaflega átti að afhenta skipið í september í fyrra. Skipasmíðastöðin útskýrir reikninginn vegna breytinga sem gerðar voru á skipinu á meðan á verkferlinu stóð og snúa meðal annars að því að upphaflegar teikningar hafi verið rangar og að lengja hafi þurft skipið. Upphæðin á viðbótarreikningnum nemur nærri þriðjungi af heildar verði skipsins.Sjá einnig:Rangar teikningar af Herjólfi skýri kröfu um aukagreiðslu Íbúar í Vestmannaeyjum eru óþreyjufullir þar sem samgöngur milli lands og Eyja eru ekki eins og best verði á kostið annars vegar vegna seinkunnar ferjunnar sem og vegna seinkunar með dýpkun Landeyjahafnar.Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.Mynd/Tryggvi MárÓþreyju í Vestmannaeyjum eftir nýrri ferju „Já. Við viljum auðvitað fara fá skipið en við vonumst til þess að það sé einhver gangur í þessu og að Vegagerði klári þessa samninga sem fyrst við pólsku skipasmíðastöðina svo við getum fengið að sigla þessu glæsilega skipi hingað til Eyja,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Íris segir gamla Herjólf vel geta haldið uppi þjónustu og siglt sjö ferðir en að skipið sé orðið gamalt og henti illa þeirri siglingaleið sem skipið á að sigla inn í Landeyjarhöfn. „Það sem er alvarlegast í þessu er staðan á dýpkuninni inn í Landeyjahöfn. Við gætum verið að sigla í höfnina á gamla skipinu, segir Íris.
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15 Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45 Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Segir Herjólfssmíðina komna í algjört rugl Vegagerðin og skipasmíðastöðin Crist S.A. í Póllandi eru enn að vinna í lokauppgjöri á nýjum Herjólfi. Óljóst með afhendingu. Umboðsmaður Crist segir málið með ólíkindum. 8. apríl 2019 07:15
Áfram er þörf á að dýpka Nýr Herjólfur verður ekki til þess að hætta þurfi að dýpka Landeyjahöfn. 10. apríl 2019 07:45
Fulltrúar Vegagerðarinnar halda til viðræðna í Póllandi Fulltrúar Vegagerðarinnar eru á leið til viðræðna um lokauppgjör vegna smíði á nýjum Herjólfi. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar greindi frá þessu á bæjarstjórnarfundi í kvöld. 11. apríl 2019 21:34