Brandon með aðeins fimm prósent þriggja stiga nýtingu í tapleikjum Stjörnunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 16:30 Brandon Rozzell á ferðinni á móti ÍR Vísir/Vilhelm Augun verða örugglega á einum manni þegar Stjarnan og ÍR mætast í þriðja sinn í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Maðurinn sem Stjörnumenn þurfa að koma aftur í gang og ÍR-ingar leggja ofuráherslu að stoppa er bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell.Þriðji leikur Stjörnunnar og ÍR fer fram í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðabæ í kvöld og hefst klukkan 19.15. Domino´s Körfuboltakvöld verður á staðnum og hefst útsendingin klukkan 18.30. Aðra seríuna í röð er staðan 1-1 í einvígi Stjörnunnar í úrslitakeppninni en Stjörnumenn töpuðu aftur á dögunum eftir draugaleik frá Brandon Rozzell. Brandon Rozzell hefur verið frábær með Stjörnuliðinu eftir að hann kom um áramótin og var með 24,3 stig og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Rozzell hefur skorað 18,7 stig og gefið 3,3 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en það er gríðarlega mikill munur á framlagi hans í sigurleikjunum fjórum og tapleikjunum tveimur. Brandon Rozzell skoraði aðeins 9 stig í tapinu í Seljaskóla á mánudagskvöldið eftir að hafa skoraði 28 stig í leik eitt sem Stjarnan vann með 33 stigum. Hann klikkaði á öllum sjö þriggja stiga skotum sínum í leik tvö eftir að hafa hitt úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leik eitt. Í tveimur tapleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni hefur Brandon Rozzell aðeins hitt úr 1 af 19 þriggja stiga skotum sínum sem gerir aðeins fimm prósent skotnýtingu. Brandon Rozzell er með 22,5 stig og 3,8 stoðsendingar í leik í fjórum sigurleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni í ár en í tapleikjunum eru meðaltöl hans aðeins 11,0 stig og 2,5 stoðsendingar. Þriggja stiga skotnýtingin í sigurleikjunum er 50 prósent þar sem hann hefur skorað fjóra þrista að meðaltali. Það munar meiri en 30 prósent á skotnýtingu Brandon Rozzell í sigur- og tapleikjum. Hann hefur hitt úr 52,4 prósent skota sinna í sigrunum en aðeins 22,2 prósent skota hans í tapleikjum hafa endaði í körfunni. Framlag hans er síðan 22,0 í sigurleikjunum en 7,0 í tapleikjunum. Það er heldur ekki eins og að hann reyni að spila frekar uppi félaga sína þegar hann er ekki að hitta. Brandon Rozzell er með færri stoðsendingar og fleiri reynd skot í tapleikjunum tveimur heldur en sigurleikjunum. Rozzell er með 18,0 skot að meðaltali í tapleikjunum en 15,8 skot að meðaltali í sigurleikjunum.Brandon Rozzell í úrslitakeppninni 2019:Stig í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,5 Tapleikir Stjörnunnar: 11,0Stoðsendingar í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 3,8 Tapleikir Stjörnunnar: 2,5Framlag í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,0 Tapleikir Stjörnunnar: 7,0Þriggja stiga skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 50% (16 af 32) Tapleikir Stjörnunnar: 5,2% (1 af 19)Þriggja stiga körfur í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 4,0 Tapleikir Stjörnunnar: 0,5Skot tekin í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 15,8 Tapleikir Stjörnunnar: 18,0Skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 52,4% (33 af 63) Tapleikir Stjörnunnar: 22,2% (8 af 36) Dominos-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Augun verða örugglega á einum manni þegar Stjarnan og ÍR mætast í þriðja sinn í kvöld í undanúrslitaeinvígi sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Maðurinn sem Stjörnumenn þurfa að koma aftur í gang og ÍR-ingar leggja ofuráherslu að stoppa er bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell.Þriðji leikur Stjörnunnar og ÍR fer fram í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðabæ í kvöld og hefst klukkan 19.15. Domino´s Körfuboltakvöld verður á staðnum og hefst útsendingin klukkan 18.30. Aðra seríuna í röð er staðan 1-1 í einvígi Stjörnunnar í úrslitakeppninni en Stjörnumenn töpuðu aftur á dögunum eftir draugaleik frá Brandon Rozzell. Brandon Rozzell hefur verið frábær með Stjörnuliðinu eftir að hann kom um áramótin og var með 24,3 stig og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni. Rozzell hefur skorað 18,7 stig og gefið 3,3 stoðsendingar að meðaltali í úrslitakeppninni en það er gríðarlega mikill munur á framlagi hans í sigurleikjunum fjórum og tapleikjunum tveimur. Brandon Rozzell skoraði aðeins 9 stig í tapinu í Seljaskóla á mánudagskvöldið eftir að hafa skoraði 28 stig í leik eitt sem Stjarnan vann með 33 stigum. Hann klikkaði á öllum sjö þriggja stiga skotum sínum í leik tvö eftir að hafa hitt úr öllum fimm þriggja stiga skotum sínum í leik eitt. Í tveimur tapleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni hefur Brandon Rozzell aðeins hitt úr 1 af 19 þriggja stiga skotum sínum sem gerir aðeins fimm prósent skotnýtingu. Brandon Rozzell er með 22,5 stig og 3,8 stoðsendingar í leik í fjórum sigurleikjum Stjörnunnar í úrslitakeppninni í ár en í tapleikjunum eru meðaltöl hans aðeins 11,0 stig og 2,5 stoðsendingar. Þriggja stiga skotnýtingin í sigurleikjunum er 50 prósent þar sem hann hefur skorað fjóra þrista að meðaltali. Það munar meiri en 30 prósent á skotnýtingu Brandon Rozzell í sigur- og tapleikjum. Hann hefur hitt úr 52,4 prósent skota sinna í sigrunum en aðeins 22,2 prósent skota hans í tapleikjum hafa endaði í körfunni. Framlag hans er síðan 22,0 í sigurleikjunum en 7,0 í tapleikjunum. Það er heldur ekki eins og að hann reyni að spila frekar uppi félaga sína þegar hann er ekki að hitta. Brandon Rozzell er með færri stoðsendingar og fleiri reynd skot í tapleikjunum tveimur heldur en sigurleikjunum. Rozzell er með 18,0 skot að meðaltali í tapleikjunum en 15,8 skot að meðaltali í sigurleikjunum.Brandon Rozzell í úrslitakeppninni 2019:Stig í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,5 Tapleikir Stjörnunnar: 11,0Stoðsendingar í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 3,8 Tapleikir Stjörnunnar: 2,5Framlag í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 22,0 Tapleikir Stjörnunnar: 7,0Þriggja stiga skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 50% (16 af 32) Tapleikir Stjörnunnar: 5,2% (1 af 19)Þriggja stiga körfur í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 4,0 Tapleikir Stjörnunnar: 0,5Skot tekin í leik Sigurleikir Stjörnunnar: 15,8 Tapleikir Stjörnunnar: 18,0Skotnýting Sigurleikir Stjörnunnar: 52,4% (33 af 63) Tapleikir Stjörnunnar: 22,2% (8 af 36)
Dominos-deild karla Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira