Velta því fyrir sér hvort Messi nái einhvern tímann meti Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 10:30 Cristiano Ronaldo skorar hér markið sitt á móti Ajax í gær. AP/Martin Meissner Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. Cristiano Ronaldo er nú kominn með sautján marka forskot á Lionel Messi eftir markið á móti Ajax en Messi náði ekki að skora á Old Trafford á sama tíma. Breska ríkisútvarpið velti því fyrir sér í samantekt um þá félaga hvort Messi nái einhvern tímann þessu meti Cristiano Ronaldo. Ronaldo er enn fremur líklegur til að bæta það enn frekar áður en Meistaradeildarævintýri hans líkur á þessari leiktíð. Ronaldo á mjög mörg Meistaradeildarmet og vill örugglega eiga markametið. Eitt flottasta metið hans er þó að skora miklu miklu fleiri mörk en næsti maður í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar eða með öðrum orðum í leikjunum sem skipta öllu máli.Can Lionel Messi match Cristiano Ronaldo's #ChampionsLeague record? Here's the story so farhttps://t.co/cjz6Sa3PXt#UCLpic.twitter.com/Tvmk3Xs0XR — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019Cristiano Ronaldo hefur skorað 125 mörk í 161 leik í Meistaradeildinni. Fyrsta markið hans kom sem leikmaður Manchester United 10. april 2007 og það síðasta, í bili, kom á Johan Cruyff Arena í gær, nákvæmlega tólf árum síðar. Ronaldo er kominn með fimm Meistaradeildarmörk í átta leikjum á þessu tímabili en mest hefur hann skorað 17 mörk á einu Meistaradeildartímabili sem var 2013-14 tímabilið með Real Madrid. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á ferlinum þar af þrjú síðustu ár. Messi skoraði meira en Ronaldo í Meistaradeildinni framan af ferlinum og var sem dæmi kominn með þrettán marka forskot eftir 2011-12 tímabilið. Eftir að Meistaradeildar-Cristiano komst á flug með Real Madrid þá hefur Messi „setið“ aðeins eftir. Messi er nú kominn með 108 mörk í 132 Meistaradeildarleikjum. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu árum en Messi hefur unnið hana fjórum sinnum, síðast árið 2015. Ronaldo er þremur árum eldri en Messi og Argentínumaðurinn ætti því að eiga ár inni til að vinna upp forskot Portúgalans. Messi er líka enn með betra markahlutfall, hefur skorað 0,83 mörk í hverjum Meistaradeildarleik á móti 0,77 frá Ronaldo. Ef Ronaldo skorar ekki fleiri mörk í Meistaradeildinni á ferlinum og Messi heldur áfram að skora tæpt mark í leik þá ætti sá argentínski að ná 125 mörkum í riðlakeppninni á 2020-21 tímabilinu þá 33 ára gamall. Það er ekki ómögulegt fyrir Lionel Messi að ná markametinu af Cristiano Ronaldo en sá portúgalski má þá ekki bæta mörgum mörkum við í vetur eða á næstu tímabilum. Það er þó líklegast að Ronaldo sitji sem fastast í hásæti Meistaradeildarinnar um ókomna tíð.0.84 - Cristiano Ronaldo has averaged a higher goals per 90 ratio in the UEFA Champions League KO stages than he has in the Group Stage (0.78). Conversely, Lionel Messi averages a much higher goal ratio within the Group Stage compared to the KO stages. Comparison. pic.twitter.com/c60xpT905M — OptaJoe (@OptaJoe) April 11, 2019 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Lionel Messi missti Cristiano Ronaldo einu marki í viðbót fram úr sér í gærkvöldi og það lítur út fyrir það að Portúgalinn sé langt kominn með því að tryggja sér metið yfir flest Meistaradeildarmörk sögunnar. Cristiano Ronaldo er nú kominn með sautján marka forskot á Lionel Messi eftir markið á móti Ajax en Messi náði ekki að skora á Old Trafford á sama tíma. Breska ríkisútvarpið velti því fyrir sér í samantekt um þá félaga hvort Messi nái einhvern tímann þessu meti Cristiano Ronaldo. Ronaldo er enn fremur líklegur til að bæta það enn frekar áður en Meistaradeildarævintýri hans líkur á þessari leiktíð. Ronaldo á mjög mörg Meistaradeildarmet og vill örugglega eiga markametið. Eitt flottasta metið hans er þó að skora miklu miklu fleiri mörk en næsti maður í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar eða með öðrum orðum í leikjunum sem skipta öllu máli.Can Lionel Messi match Cristiano Ronaldo's #ChampionsLeague record? Here's the story so farhttps://t.co/cjz6Sa3PXt#UCLpic.twitter.com/Tvmk3Xs0XR — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019Cristiano Ronaldo hefur skorað 125 mörk í 161 leik í Meistaradeildinni. Fyrsta markið hans kom sem leikmaður Manchester United 10. april 2007 og það síðasta, í bili, kom á Johan Cruyff Arena í gær, nákvæmlega tólf árum síðar. Ronaldo er kominn með fimm Meistaradeildarmörk í átta leikjum á þessu tímabili en mest hefur hann skorað 17 mörk á einu Meistaradeildartímabili sem var 2013-14 tímabilið með Real Madrid. Hann hefur unnið Meistaradeildina fimm sinnum á ferlinum þar af þrjú síðustu ár. Messi skoraði meira en Ronaldo í Meistaradeildinni framan af ferlinum og var sem dæmi kominn með þrettán marka forskot eftir 2011-12 tímabilið. Eftir að Meistaradeildar-Cristiano komst á flug með Real Madrid þá hefur Messi „setið“ aðeins eftir. Messi er nú kominn með 108 mörk í 132 Meistaradeildarleikjum. Það hefur ekki gengið nægilega vel hjá Barcelona í Meistaradeildinni á síðustu árum en Messi hefur unnið hana fjórum sinnum, síðast árið 2015. Ronaldo er þremur árum eldri en Messi og Argentínumaðurinn ætti því að eiga ár inni til að vinna upp forskot Portúgalans. Messi er líka enn með betra markahlutfall, hefur skorað 0,83 mörk í hverjum Meistaradeildarleik á móti 0,77 frá Ronaldo. Ef Ronaldo skorar ekki fleiri mörk í Meistaradeildinni á ferlinum og Messi heldur áfram að skora tæpt mark í leik þá ætti sá argentínski að ná 125 mörkum í riðlakeppninni á 2020-21 tímabilinu þá 33 ára gamall. Það er ekki ómögulegt fyrir Lionel Messi að ná markametinu af Cristiano Ronaldo en sá portúgalski má þá ekki bæta mörgum mörkum við í vetur eða á næstu tímabilum. Það er þó líklegast að Ronaldo sitji sem fastast í hásæti Meistaradeildarinnar um ókomna tíð.0.84 - Cristiano Ronaldo has averaged a higher goals per 90 ratio in the UEFA Champions League KO stages than he has in the Group Stage (0.78). Conversely, Lionel Messi averages a much higher goal ratio within the Group Stage compared to the KO stages. Comparison. pic.twitter.com/c60xpT905M — OptaJoe (@OptaJoe) April 11, 2019
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira