Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn eru að hefjast Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. apríl 2019 07:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, við undirritun samninganna í síðustu viku. vísir/vilhelm Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn sem undirritaður var í síðustu viku eru nú að hefjast. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR hefst í dag og stendur til hádegis næstkomandi mánudags. Hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hefst atkvæðagreiðsla klukkan 13 á morgun og stendur til klukkan 16 þriðjudaginn 23. apríl. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að vel hafi verið mætt á kynningarfund félagsins sem haldinn var á þriðjudagskvöld. „Það var almennt gerður mjög góður rómur að þessari kynningu að því er ég gat best séð. Það voru auðvitað líflegar umræður og við reyndum eftir megni að svara og skýra hluti,“ segir Viðar. Í gærkvöldi fór fram kynning á ensku og í kvöld verður samningurinn kynntur á pólsku. Viðar segir að félagið vilji tryggja að fólk þekki inntak nýs kjarasamnings svo að það geti tekið upplýsta afstöðu. „Fólk er forvitið um þessar nýju heimildir til kaffitímasölu og vinnutímastyttingar. Eins er fólk að spá í hluti eins og þessar nýju hugmyndir í húsnæðismálum. Okkur hefur gengið ágætlega að útskýra margt af þessu sem er nýlunda eins og þessar hagvaxtartengdu launahækkanir.“ Á næstu dögum verða samningarnir kynntir fyrir aðildarfyrirtækjum SA en haldnir verða kynningarfundir í Reykjavík og á Akureyri. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist gera ráð fyrir að atkvæðagreiðsla hefjist um eða eftir helgi. Niðurstöðurnar verða birtar miðvikudaginn 24. apríl en um allsherjar atkvæðagreiðslu er að ræða þar sem atkvæðafjöldi er veginn eftir stærð fyrirtækja. „Það verða greidd atkvæði sameiginlega um samningana enda marka þeir launastefnu fyrir allan almenna vinnumarkaðinn,“ segir Halldór. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Atkvæðagreiðslur um lífskjarasamninginn sem undirritaður var í síðustu viku eru nú að hefjast. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR hefst í dag og stendur til hádegis næstkomandi mánudags. Hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hefst atkvæðagreiðsla klukkan 13 á morgun og stendur til klukkan 16 þriðjudaginn 23. apríl. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að vel hafi verið mætt á kynningarfund félagsins sem haldinn var á þriðjudagskvöld. „Það var almennt gerður mjög góður rómur að þessari kynningu að því er ég gat best séð. Það voru auðvitað líflegar umræður og við reyndum eftir megni að svara og skýra hluti,“ segir Viðar. Í gærkvöldi fór fram kynning á ensku og í kvöld verður samningurinn kynntur á pólsku. Viðar segir að félagið vilji tryggja að fólk þekki inntak nýs kjarasamnings svo að það geti tekið upplýsta afstöðu. „Fólk er forvitið um þessar nýju heimildir til kaffitímasölu og vinnutímastyttingar. Eins er fólk að spá í hluti eins og þessar nýju hugmyndir í húsnæðismálum. Okkur hefur gengið ágætlega að útskýra margt af þessu sem er nýlunda eins og þessar hagvaxtartengdu launahækkanir.“ Á næstu dögum verða samningarnir kynntir fyrir aðildarfyrirtækjum SA en haldnir verða kynningarfundir í Reykjavík og á Akureyri. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segist gera ráð fyrir að atkvæðagreiðsla hefjist um eða eftir helgi. Niðurstöðurnar verða birtar miðvikudaginn 24. apríl en um allsherjar atkvæðagreiðslu er að ræða þar sem atkvæðafjöldi er veginn eftir stærð fyrirtækja. „Það verða greidd atkvæði sameiginlega um samningana enda marka þeir launastefnu fyrir allan almenna vinnumarkaðinn,“ segir Halldór.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira