Ekkert samkomulag í sjónmáli í deilu öryrkja og ríkisins Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 20:59 Litlar líkur eru á að samkomulag sé í nánd um afnám krónu á móti krónu skerðingu á lífeyrisgreiðslur til öryrkja þótt félagsmálaráðherra voni að samkomulag takist við samtök öryrkja um málið á næstu vikum. Öryrkjar segja stjórnvöld gera það að skilyrði að tekið verði upp starfsgetumat og það muni Öryrkjabandalagið aldrei samþykkja. Stjórnvöld og samtök öryrkja og fatlaðra hafa árum saman reynt að ná saman um breytingar á örorkulífeyriskerfinu en starfsgetumat var fyrst nefnt til sögunnar árið 2013. Öryrkjar hafa á sama tíma reynt að fá krónu á móti krónu skerðingu á hluta lífeyris þeirra fellda niður. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands segir örorkulífeyrir vera 248 þúsund í grunninn á mánuði. Hann sé settur saman úr nokkrum bótaflokkum meðal annars 60 þúsund króna sérstakri framfærsluuppbót. Það sé hún sem skerðist krónu á móti krónu fái öryrkjar tekjur annars staðar frá.Hefur það verið sagt beint við ykkur af hálfu ríkisins að skilyrði fyrir því að afnema krónu á móti krónu skerðinguna sé að tekið verði upp starfsgetumat? „Já það hefur verið gert. Það er bara þannig,” segir Þuríður Harpa. Þetta muni öryrkjar aldrei samþykkja. Stjórnvöld hafa hins vegar um nokkurt skeið sagt að niðurstöðu samráðshóps um málið sé að vænta innan skamms. Þá er ekkert minnst á aldraða og öryrkja í aðgerðum stjórnvalda í svo kölluðum lífskjarasamningum sem skrifað var undir í síðustu viku. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ítrekar að unnið sé að breytingum. „Við erum að vinna að ákveðnum kerfisbreytingum þegar kemur að málefnum örorkulífeyrisþega. Rétt eins og það er mikið af kerfisbreytingum hér í gangi varðandi húsnæðismálin og vinnumarkaðinn,” sagði Ásmundur Einar í viðtali þegar húsnæðistillögur starfshóps voru kynntar á föstudag. Öryrkjar segja starfsgetumat ekki hafa gefist vel þar sem það hafi verið tekið upp á undanförnum árum. Eins og í Noregi þar sem öryrkjar hafi orðið fyrir kjaraskerðingum og margir lent á fátækrastyrk hjá sveitarfélögum þar sem fá störf standi þeim til boða þrátt fyrir fögur fyrirheit.Það stendur ekki til að ykkar hálfu að samþykkja í sömu andránni starfsgetumatið og fá fram þessa leiðréttingu á krónu á móti krónu? „Nei. Við segjum og höfum alltaf sagt að það sé hægt að breyta almannatryggingakerfinu, það er hægt að taka út krónu á móti krónu. Búa þannig til hvata fyrir fólk sem getur og hugsanlega fær vinnu hér á Íslandi til að fara út á vinnumarkaðinn,” segir Þuríður Harpa. Ráðherra segir stjórnvöld einnig hafa áhyggjur á mikilli fjölgun öryrkja. Ráðast þurfi í þetta verkefni samhliða því að draga úr skerðingum. „Ég á von á að á allra næstu vikum komist niðurstaða í þau mál.”„Samhliða“ þýðir að það verður ekkert gert í krónu á móti krónu fyrr en samkomulagið er í höfn? „Samhliða því að við náum utan um þetta verkefni sem er að draga úr nýgengi örorku þá ætluðum við að ráðast í kerfisbreytingar,” segir Ásmundur Einar Daðason. Félagsmál Kjaramál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Litlar líkur eru á að samkomulag sé í nánd um afnám krónu á móti krónu skerðingu á lífeyrisgreiðslur til öryrkja þótt félagsmálaráðherra voni að samkomulag takist við samtök öryrkja um málið á næstu vikum. Öryrkjar segja stjórnvöld gera það að skilyrði að tekið verði upp starfsgetumat og það muni Öryrkjabandalagið aldrei samþykkja. Stjórnvöld og samtök öryrkja og fatlaðra hafa árum saman reynt að ná saman um breytingar á örorkulífeyriskerfinu en starfsgetumat var fyrst nefnt til sögunnar árið 2013. Öryrkjar hafa á sama tíma reynt að fá krónu á móti krónu skerðingu á hluta lífeyris þeirra fellda niður. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands segir örorkulífeyrir vera 248 þúsund í grunninn á mánuði. Hann sé settur saman úr nokkrum bótaflokkum meðal annars 60 þúsund króna sérstakri framfærsluuppbót. Það sé hún sem skerðist krónu á móti krónu fái öryrkjar tekjur annars staðar frá.Hefur það verið sagt beint við ykkur af hálfu ríkisins að skilyrði fyrir því að afnema krónu á móti krónu skerðinguna sé að tekið verði upp starfsgetumat? „Já það hefur verið gert. Það er bara þannig,” segir Þuríður Harpa. Þetta muni öryrkjar aldrei samþykkja. Stjórnvöld hafa hins vegar um nokkurt skeið sagt að niðurstöðu samráðshóps um málið sé að vænta innan skamms. Þá er ekkert minnst á aldraða og öryrkja í aðgerðum stjórnvalda í svo kölluðum lífskjarasamningum sem skrifað var undir í síðustu viku. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra ítrekar að unnið sé að breytingum. „Við erum að vinna að ákveðnum kerfisbreytingum þegar kemur að málefnum örorkulífeyrisþega. Rétt eins og það er mikið af kerfisbreytingum hér í gangi varðandi húsnæðismálin og vinnumarkaðinn,” sagði Ásmundur Einar í viðtali þegar húsnæðistillögur starfshóps voru kynntar á föstudag. Öryrkjar segja starfsgetumat ekki hafa gefist vel þar sem það hafi verið tekið upp á undanförnum árum. Eins og í Noregi þar sem öryrkjar hafi orðið fyrir kjaraskerðingum og margir lent á fátækrastyrk hjá sveitarfélögum þar sem fá störf standi þeim til boða þrátt fyrir fögur fyrirheit.Það stendur ekki til að ykkar hálfu að samþykkja í sömu andránni starfsgetumatið og fá fram þessa leiðréttingu á krónu á móti krónu? „Nei. Við segjum og höfum alltaf sagt að það sé hægt að breyta almannatryggingakerfinu, það er hægt að taka út krónu á móti krónu. Búa þannig til hvata fyrir fólk sem getur og hugsanlega fær vinnu hér á Íslandi til að fara út á vinnumarkaðinn,” segir Þuríður Harpa. Ráðherra segir stjórnvöld einnig hafa áhyggjur á mikilli fjölgun öryrkja. Ráðast þurfi í þetta verkefni samhliða því að draga úr skerðingum. „Ég á von á að á allra næstu vikum komist niðurstaða í þau mál.”„Samhliða“ þýðir að það verður ekkert gert í krónu á móti krónu fyrr en samkomulagið er í höfn? „Samhliða því að við náum utan um þetta verkefni sem er að draga úr nýgengi örorku þá ætluðum við að ráðast í kerfisbreytingar,” segir Ásmundur Einar Daðason.
Félagsmál Kjaramál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira