Stefnt á aukna efnistöku úr Ingólfsfjalli Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2019 06:45 Auka á efnistöku úr Ingólfsfjalli. fréttablaðið/óli kristján Fyrirhugað er að stækka Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli á næstu árum og vinna meira efni úr fjallinu til framkvæmda á Suðurlandi. Fulltrúi landeigenda og framkvæmdaaðili hafa kynnt Árborg og Ölfusi framkvæmdaáætlanir vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Bæjarráð Árborgar fagnar stækkuninni. Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var málið tekið fyrir. „Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað í þessum efnum enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið að náman verði starfrækt í sátt til framtíðar,“ segir í bókun fundarins. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, segir það skipta miklu máli að ná efni þarna úr fjallinu. „Það sem vakir helst fyrir okkur er mikilvægi þess að ná í efni stutt frá framkvæmdum í stað þess að þurfa að ná í efni lengra frá. Ef við þyrftum að gera það þá væri líklegt að húsnæðisverð yrði hærra sem og að allar framkvæmdir í bæjarfélaginu yrðu mun dýrari en nú er. Því er þetta hagsmunamál okkar að hægt sé að ná í efni í sátt við umhverfið á þessum stað,“ segir Eggert Valur. Landvernd hefur um langa hríð barist gegn þessum framkvæmdum og segir þær óafturkræfar með öllu. Skipulagsstofnun hafi einnig á síðasta áratug gefið afar neikvætt álit um framkvæmdirnar en leyfisveitandinn, Árborg, hafi farið gegn álitinu. „Við höfum alla tíð barist gegn þessum framkvæmdum í Ingólfsfjalli með þessum árangri, það er að segja, engum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Eggert Valur er sammála því að auðvitað sé námuvinnsla í fjallinu ekki til þess fallin að fegra fjallið. „Auðvitað er þetta lýti, en það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum,“ segir Eggert Valur. „Hins vegar höfum við séð tölvumyndir af svæðinu og þegar framkvæmdatíma lýkur á þetta nú að líta ágætlega út.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Fyrirhugað er að stækka Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli á næstu árum og vinna meira efni úr fjallinu til framkvæmda á Suðurlandi. Fulltrúi landeigenda og framkvæmdaaðili hafa kynnt Árborg og Ölfusi framkvæmdaáætlanir vegna fyrirhugaðrar stækkunar. Bæjarráð Árborgar fagnar stækkuninni. Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var málið tekið fyrir. „Bæjarráð fagnar þeirri vinnu sem farin er af stað í þessum efnum enda eru miklir hagsmunir í húfi fyrir sveitarfélagið að náman verði starfrækt í sátt til framtíðar,“ segir í bókun fundarins. Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar, segir það skipta miklu máli að ná efni þarna úr fjallinu. „Það sem vakir helst fyrir okkur er mikilvægi þess að ná í efni stutt frá framkvæmdum í stað þess að þurfa að ná í efni lengra frá. Ef við þyrftum að gera það þá væri líklegt að húsnæðisverð yrði hærra sem og að allar framkvæmdir í bæjarfélaginu yrðu mun dýrari en nú er. Því er þetta hagsmunamál okkar að hægt sé að ná í efni í sátt við umhverfið á þessum stað,“ segir Eggert Valur. Landvernd hefur um langa hríð barist gegn þessum framkvæmdum og segir þær óafturkræfar með öllu. Skipulagsstofnun hafi einnig á síðasta áratug gefið afar neikvætt álit um framkvæmdirnar en leyfisveitandinn, Árborg, hafi farið gegn álitinu. „Við höfum alla tíð barist gegn þessum framkvæmdum í Ingólfsfjalli með þessum árangri, það er að segja, engum,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Eggert Valur er sammála því að auðvitað sé námuvinnsla í fjallinu ekki til þess fallin að fegra fjallið. „Auðvitað er þetta lýti, en það verður ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum,“ segir Eggert Valur. „Hins vegar höfum við séð tölvumyndir af svæðinu og þegar framkvæmdatíma lýkur á þetta nú að líta ágætlega út.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Ölfus Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira