„Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, bara útskýringa“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. apríl 2019 16:56 Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, vill að frjálslynt fólk sameinist gegn popúlistum og standi vörð um EES-samninginn. Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, segir að þeir sem gangi harðast fram í andstöðu við þriðja orkupakkann segi ýmist ósatt, hálfsatt eða setji fram órökstuddar fullyrðingar með villandi hætti. Hann kallar eftir því að frjálslynt fólk sameinist og mæti ósannindum af festu og samstöðu. „Hverjar sem ástæður þessa málflutnings kunna að vera situr eftir að í síbylju bullyrðinga, sem skýrar staðreyndir ná ekki að kveða á brott, er ekki nema von að manni fallist hendur“. Gunnar Dofri gerði þriðja orkupakkann að umfjöllunarefni í pistli sem birtist á Kjarnanum í dag. Hér er hægt að lesa hann í heild sinni. „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, hálfsannleika, eða villandi framsetningar. Góður málstaður þarfnast þess hins vegar að hann sé settur fram heiðarlega og á skiljanlegan hátt, því góður málstaður er oft flókinn,“ skrifar Gunnar Dofri. Hann segist eiga erfitt með að átta sig á grundvelli fullyrðinga andstæðinga þriðja orkupakkans. „Andstæðingarnir virðast bara segja eitthvað og vona að enginn sannreyni fullyrðingarnar og við höfum varla undan að sannreyna þær. Þegar bullyrðingarnar eru athugaðar kemur í ljós að lítið sem ekkert stenst. Samsæriskenningar um sæstreng út frá orðalagi aðfararorða tilskipunarinnar, hækkandi raforkuverð, „Landsreglarinn,“ lófalestur í orkupakka 4, 5 og 6 og grýlur um erlend yfirráð yfir auðlindum eru dæmi um þetta. Það stendur ekki steinn yfir steini.“ Það er mat Gunnars Dofra að það hefði í för með sér verulegar pólitískar afleiðingar að hafna þriðja orkupakkanum. Hann vildi þó ekki slá því föstu en það væri engu að síður hans mat í ljósi þess að innleiðingu hefur ekki verið hafnað í 25 ára sögu EES-samningsins. Hann telur ennfremur að umræðan um þriðja orkupakkann sé skálkaskjól fyrir umræðuna um það hvort Ísland eigi yfir höfuð að vera áfram í EES. „Viljum við áfram tilheyra EES og tryggja mikilvægasta fríverslunarsamning þjóðarinnar? Já takk.“Frjálslynt fólk sé tvístrað Hann segir vandann einnig felast í því að frjálslynt fólk sem styðji veru íslands í EES vilji ekki ganga fram fyrir skjöldu í „baráttu við popúlista.“ „Skiljanlega, það er erfitt og leiðinlegt. Frjálslynd gildi hafa verið ríkjandi á fullorðinsárum Íslendinga undir fimmtugu. Frjálslynt fólk er því miklu vanara því að takast á við annað frjálslynt fólk um hvernig eigi að útfæra þennan frjálslynda heim sem við byggjum en leggur ekki í popúlistana.“ Gunnar Dorfi tók mið af Brexit og kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ítrekaði mikilvægi þess að leggja það á sig að svara fólki. Hann sagði breska popúlista hafa kynt undir bálið með lygum sem hafi reynst erfitt að kveða niður því fæstir séu vanir því að þurfa að svara lygum. „Þess vegna þarf frjálslynt fólk að segja hingað og ekki lengra. Það þarf að mæta ósannindum af festu og samstöðu á mannamáli því málstaðurinn er góður. Við viljum ekki vakna upp við vondan draum einn morguninn í náinni framtíð og gúggla: „Hvað er EES?“ Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gunnar Dofri Ólafsson, lögfræðingur Viðskiptaráðs, segir að þeir sem gangi harðast fram í andstöðu við þriðja orkupakkann segi ýmist ósatt, hálfsatt eða setji fram órökstuddar fullyrðingar með villandi hætti. Hann kallar eftir því að frjálslynt fólk sameinist og mæti ósannindum af festu og samstöðu. „Hverjar sem ástæður þessa málflutnings kunna að vera situr eftir að í síbylju bullyrðinga, sem skýrar staðreyndir ná ekki að kveða á brott, er ekki nema von að manni fallist hendur“. Gunnar Dofri gerði þriðja orkupakkann að umfjöllunarefni í pistli sem birtist á Kjarnanum í dag. Hér er hægt að lesa hann í heild sinni. „Góður málstaður þarfnast ekki ósanninda, hálfsannleika, eða villandi framsetningar. Góður málstaður þarfnast þess hins vegar að hann sé settur fram heiðarlega og á skiljanlegan hátt, því góður málstaður er oft flókinn,“ skrifar Gunnar Dofri. Hann segist eiga erfitt með að átta sig á grundvelli fullyrðinga andstæðinga þriðja orkupakkans. „Andstæðingarnir virðast bara segja eitthvað og vona að enginn sannreyni fullyrðingarnar og við höfum varla undan að sannreyna þær. Þegar bullyrðingarnar eru athugaðar kemur í ljós að lítið sem ekkert stenst. Samsæriskenningar um sæstreng út frá orðalagi aðfararorða tilskipunarinnar, hækkandi raforkuverð, „Landsreglarinn,“ lófalestur í orkupakka 4, 5 og 6 og grýlur um erlend yfirráð yfir auðlindum eru dæmi um þetta. Það stendur ekki steinn yfir steini.“ Það er mat Gunnars Dofra að það hefði í för með sér verulegar pólitískar afleiðingar að hafna þriðja orkupakkanum. Hann vildi þó ekki slá því föstu en það væri engu að síður hans mat í ljósi þess að innleiðingu hefur ekki verið hafnað í 25 ára sögu EES-samningsins. Hann telur ennfremur að umræðan um þriðja orkupakkann sé skálkaskjól fyrir umræðuna um það hvort Ísland eigi yfir höfuð að vera áfram í EES. „Viljum við áfram tilheyra EES og tryggja mikilvægasta fríverslunarsamning þjóðarinnar? Já takk.“Frjálslynt fólk sé tvístrað Hann segir vandann einnig felast í því að frjálslynt fólk sem styðji veru íslands í EES vilji ekki ganga fram fyrir skjöldu í „baráttu við popúlista.“ „Skiljanlega, það er erfitt og leiðinlegt. Frjálslynd gildi hafa verið ríkjandi á fullorðinsárum Íslendinga undir fimmtugu. Frjálslynt fólk er því miklu vanara því að takast á við annað frjálslynt fólk um hvernig eigi að útfæra þennan frjálslynda heim sem við byggjum en leggur ekki í popúlistana.“ Gunnar Dorfi tók mið af Brexit og kjöri Donalds Trump Bandaríkjaforseta og ítrekaði mikilvægi þess að leggja það á sig að svara fólki. Hann sagði breska popúlista hafa kynt undir bálið með lygum sem hafi reynst erfitt að kveða niður því fæstir séu vanir því að þurfa að svara lygum. „Þess vegna þarf frjálslynt fólk að segja hingað og ekki lengra. Það þarf að mæta ósannindum af festu og samstöðu á mannamáli því málstaðurinn er góður. Við viljum ekki vakna upp við vondan draum einn morguninn í náinni framtíð og gúggla: „Hvað er EES?“
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent