Misræmi í fjárhagsáætlun þriðjungs sveitarfélaga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. apríl 2019 13:23 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leiddi í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlana ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá að minnsta kosti þriðjungi sveitarfélaga landsins. Athugunin var gerð eftir samanburð ráðuneytisins á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Sá samanburður leiddi í ljós verulegt misræmi, bæði í rekstri og fjárfestingum. Alls var óskað eftir upplýsingum frá 26 sveitarfélögum þar sem misræmi á milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings nam meira en 5% á árinu 2016. „Þeim sveitarfélögum sem þarna áttu í hlut hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðunum og ég lít svo á að frumkvæðisathugun sem þessi sé ekki síst auðvitað til að kanna hvernig framkvæmdin er í dag og til að vera leiðbeinandi fyrir þessi sveitarfélög og öll önnur varðandi eftirfylgni með fjárhagsáætlun,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Athugunin leiddi í ljós að töluverður misbrestur var á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. „Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2011 varð breyting á þannig að fjárhagsáætlun er samkvæmt lögum bindandi plagg og óheimilt að víkja frá henni. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnir almennt gera sér grein fyrir en stundum geta aðstæður verið þannig að þau eru að bregðast við eftir á. Það eru kannski langtímaveikindi einhvers staðar sem þú vonast til að valdi ekki kostnaðarauka en þau gera það, þannig það getur þurft að bregðast við en ég held að allar sveitastjórnir fari bara vel yfir niðurstöðu athugunar og vinna í samræmi við lögin,“ sagði Aldís. Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira
Frumkvæðisathugun samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leiddi í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlana ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá að minnsta kosti þriðjungi sveitarfélaga landsins. Athugunin var gerð eftir samanburð ráðuneytisins á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár. Sá samanburður leiddi í ljós verulegt misræmi, bæði í rekstri og fjárfestingum. Alls var óskað eftir upplýsingum frá 26 sveitarfélögum þar sem misræmi á milli fjárhagsáætlunar og ársreiknings nam meira en 5% á árinu 2016. „Þeim sveitarfélögum sem þarna áttu í hlut hefur verið gerð grein fyrir niðurstöðunum og ég lít svo á að frumkvæðisathugun sem þessi sé ekki síst auðvitað til að kanna hvernig framkvæmdin er í dag og til að vera leiðbeinandi fyrir þessi sveitarfélög og öll önnur varðandi eftirfylgni með fjárhagsáætlun,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Athugunin leiddi í ljós að töluverður misbrestur var á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. „Með nýjum sveitarstjórnarlögum sem tóku gildi árið 2011 varð breyting á þannig að fjárhagsáætlun er samkvæmt lögum bindandi plagg og óheimilt að víkja frá henni. Þetta er eitthvað sem sveitarstjórnir almennt gera sér grein fyrir en stundum geta aðstæður verið þannig að þau eru að bregðast við eftir á. Það eru kannski langtímaveikindi einhvers staðar sem þú vonast til að valdi ekki kostnaðarauka en þau gera það, þannig það getur þurft að bregðast við en ég held að allar sveitastjórnir fari bara vel yfir niðurstöðu athugunar og vinna í samræmi við lögin,“ sagði Aldís.
Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Sjá meira