Okkar eigin Trump Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. apríl 2019 08:00 Í vikunni birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Ílengist í dómsmálum“. Fjallaði hún um að nýr dómsmálaráðherra yrði líklega ekki skipaður fyrr en eftir að Alþingi fer í sumarfrí. Fréttin lét lítið yfir sér. Hún fangaði hins vegar eitt stærsta mein stjórnmála samtímans. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti nýverið að íslensk stjórnvöld ætluðu að vísa Landsréttarmálinu svokallaða til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu en í mars komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í kjölfarið steig Sigríður Andersen til hliðar sem dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embættinu tímabundið sem hún sinnir samhliða starfi sínu sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Í fyrrnefndri frétt kom fram að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sé líklegasta ástæðan fyrir töf á varanlegri skipun dómsmálaráðherra sú að verið sé að reyna að „halda ró“ innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins „en þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu séu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað“. Þar að auki er Sigríður Á. Andersen „sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra“. Óvissuástand Landsréttarmálið veikti tiltrú almennings á dómskerfinu. Áfrýjunin til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins framlengir réttaróvissu í landinu. Til hvaða ráðstafana hyggjast stjórnvöld grípa? Að því er virðist: Ekki nokkurra. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélagsins, lýsti nýverið yfir áhyggjum af „því óvissuástandi sem uppi er varðandi Landsrétt“ og sagðist „sakna þess að sjá ekki frekari ákvarðanir um það hvað gera skuli nú þegar og til næstu framtíðar“. Daginn sem Sigríður Andersen steig til hliðar sem dómsmálaráðherra veitti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðlum viðtal. Hann sagði dóm Mannréttindadómstólsins hafa komið sér „í opna skjöldu“ og eins og aðrir virtist hann lítið vita hvað gerðist næst en margir hlutir yrðu bara „að koma í ljós“. Eitt var hann þó alveg með á hreinu: Annaðhvort yrði fenginn „ráðherra úr ríkisstjórninni til að gegna embætti“ dómsmálaráðherra eða „það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra“. Óskammfeilnir popúlistar „Það er ekkert sem stjórnmála-elítan gerði ekki, lygi ekki til um, til að viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna,“ sagði Donald Trump í kosningabaráttu sinni. Óskammfeilnir popúlistar ná nú undirtökum víða um heim – Trump í Bandaríkjunum; Brexit-liðar í Bretlandi. Vegferð þeirra til valda er víðast hvar sú sama. Þeir nýta sér sívaxandi tortryggni í garð stjórnmálafólks til að grafa undan hefðbundnum stjórnmálum, opinberum stofnunum og lýðræðislegum leikreglum. Nálgunin er ekki úr lausu lofti gripin. Ósjaldan virðist stjórnmálamönnum meira annt um eigin hag en hag þeirra sem þeim var falið að gæta. Landsréttur brennur og það er enginn að slökkva eldinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stara á dómsmálaráðuneytið eins og hýenur sem horfa sultaraugum á hræ. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki hugmynd um hvað er að gerast veit hann samt alltaf eitt: Það þarf ekki fagmann í verkið heldur flokksjálk. Forsætisráðherra yppir öxlum eins og pólitískar útbýtingar séu Mónópólí – leikreglurnar standa í bæklingnum og maður fylgir þeim bara. Við Íslendingar höfum ekki enn eignast okkar eigin Trump. Það má þó vel vera að hann sé nú þegar kominn fram á sjónarsviðið; að hann bíði álengdar, í felum fyrir allra augum, svona eins og „Hvar er Valli?“ (nei, ég er ekki að tala um Loga Má Einarsson þótt hann sé gjarnan í röndóttri peysu). Þangað til Trump okkar Íslendinga kýs að láta til skarar skríða undirbýr Sjálfstæðisflokkurinn jarðveginn fyrir málflutning hans og leikur hlutverk stjórnmála-elítunnar sem er tilbúin til að gera allt til að „viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni birtist frétt í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni „Ílengist í dómsmálum“. Fjallaði hún um að nýr dómsmálaráðherra yrði líklega ekki skipaður fyrr en eftir að Alþingi fer í sumarfrí. Fréttin lét lítið yfir sér. Hún fangaði hins vegar eitt stærsta mein stjórnmála samtímans. Dómsmálaráðuneytið tilkynnti nýverið að íslensk stjórnvöld ætluðu að vísa Landsréttarmálinu svokallaða til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu en í mars komst Mannréttindadómstóllinn að þeirri niðurstöðu að ólöglega hefði verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Í kjölfarið steig Sigríður Andersen til hliðar sem dómsmálaráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embættinu tímabundið sem hún sinnir samhliða starfi sínu sem ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. Í fyrrnefndri frétt kom fram að samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sé líklegasta ástæðan fyrir töf á varanlegri skipun dómsmálaráðherra sú að verið sé að reyna að „halda ró“ innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins „en þeir þingmenn sem hafa áhuga á embættinu séu líklegri til að vera samstarfsfúsir meðan embættinu er óráðstafað“. Þar að auki er Sigríður Á. Andersen „sögð mjög áfram um að setjast aftur í stól dómsmálaráðherra“. Óvissuástand Landsréttarmálið veikti tiltrú almennings á dómskerfinu. Áfrýjunin til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins framlengir réttaróvissu í landinu. Til hvaða ráðstafana hyggjast stjórnvöld grípa? Að því er virðist: Ekki nokkurra. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélagsins, lýsti nýverið yfir áhyggjum af „því óvissuástandi sem uppi er varðandi Landsrétt“ og sagðist „sakna þess að sjá ekki frekari ákvarðanir um það hvað gera skuli nú þegar og til næstu framtíðar“. Daginn sem Sigríður Andersen steig til hliðar sem dómsmálaráðherra veitti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjölmiðlum viðtal. Hann sagði dóm Mannréttindadómstólsins hafa komið sér „í opna skjöldu“ og eins og aðrir virtist hann lítið vita hvað gerðist næst en margir hlutir yrðu bara „að koma í ljós“. Eitt var hann þó alveg með á hreinu: Annaðhvort yrði fenginn „ráðherra úr ríkisstjórninni til að gegna embætti“ dómsmálaráðherra eða „það kæmi einhver úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í stól dómsmálaráðherra“. Óskammfeilnir popúlistar „Það er ekkert sem stjórnmála-elítan gerði ekki, lygi ekki til um, til að viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna,“ sagði Donald Trump í kosningabaráttu sinni. Óskammfeilnir popúlistar ná nú undirtökum víða um heim – Trump í Bandaríkjunum; Brexit-liðar í Bretlandi. Vegferð þeirra til valda er víðast hvar sú sama. Þeir nýta sér sívaxandi tortryggni í garð stjórnmálafólks til að grafa undan hefðbundnum stjórnmálum, opinberum stofnunum og lýðræðislegum leikreglum. Nálgunin er ekki úr lausu lofti gripin. Ósjaldan virðist stjórnmálamönnum meira annt um eigin hag en hag þeirra sem þeim var falið að gæta. Landsréttur brennur og það er enginn að slökkva eldinn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins stara á dómsmálaráðuneytið eins og hýenur sem horfa sultaraugum á hræ. Þótt formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki hugmynd um hvað er að gerast veit hann samt alltaf eitt: Það þarf ekki fagmann í verkið heldur flokksjálk. Forsætisráðherra yppir öxlum eins og pólitískar útbýtingar séu Mónópólí – leikreglurnar standa í bæklingnum og maður fylgir þeim bara. Við Íslendingar höfum ekki enn eignast okkar eigin Trump. Það má þó vel vera að hann sé nú þegar kominn fram á sjónarsviðið; að hann bíði álengdar, í felum fyrir allra augum, svona eins og „Hvar er Valli?“ (nei, ég er ekki að tala um Loga Má Einarsson þótt hann sé gjarnan í röndóttri peysu). Þangað til Trump okkar Íslendinga kýs að láta til skarar skríða undirbýr Sjálfstæðisflokkurinn jarðveginn fyrir málflutning hans og leikur hlutverk stjórnmála-elítunnar sem er tilbúin til að gera allt til að „viðhalda yfirburðum sínum og völdum á kostnað okkar hinna“.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun