Strandaglópur sem pantaði þó aldrei með SAS Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 09:00 Þúsundir ferðalanga eru í vandræðum vegna verkfalls flugmanna SAS, til að mynda þessi hópur á Gardemoen í Osló. EPA/OLE BERG RUSTEN Rúmlega 1400 flugmenn SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku lögðu niður störf í gærkvöldi eftir að kjaraviðræður þeirra runnu út í sandinn. Búið er að fella niður um 70% af öllum ferðum flugfélagsins en SAS áætlar að vinnustöðvunin kunni að hafa áhrif á rúmlega 170 þúsund farþega um helgina. Einn þessara farþega er Gunnar Ingi Magnússon, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Hann var ásamt kærustu sinni á heimleið frá Spáni, með viðkomu í Brussel, en endaði nokkuð óvænt á Heathrow-flugvelli í Lundúnum vegna verkfallsins - þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni bókað flug með SAS. „Ég held að ég hafi aldrei séð annan eins mannfjölda á Heathrow, það er allt troðið,“ segir Gunnar. Hann útskýrir fyrir blaðamanni að ætlunin hafi verið að fljúga með Brussel Airlines frá Bilbao til Kaupmannahafnar með stuttu stoppi í Brussel. Þegar til Belgíu var komið í gærkvöldi hafi hann hins vegar fengið þau skilaboð að vélin áfram til Kaupmannahafnar væri fullbókuð. Honum var því komið fyrir á hóteli í Brussel og útvegað annað flug sem fara átti í morgun. Sú flugferð var hins vegar með SAS.Gunnar Ingi Magnússon.Vonar að tengdó hagi sér „Upp úr miðnætti fáum við svo SMS um að búið sé að fella niður flugið okkar með SAS frá Brussel til Kaupmannahafnar,“ segir Gunnar og bætir við að leit þeirra að flugi til Danmerkur hafi ekki neinn árangur borið. „Allt flug var uppbókað, væntanlega vegna þess að allir voru að reyna að bjarga sér í næstu ferð eftir aflýsingar SAS.“ Það kom sér illa að sögn Gunnars. Hann hafi ætlað sér að taka á móti gestum í dag, sem höfðu í hyggju að gista í íbúð hans í Kaupmannahöfn. „Nú eru þau hins vegar eftirlitslaus í íbúðinni, ég efast samt um að tengdó sé búinn að rústa einhverju,“ segir Gunnar léttur í bragði. Hann segist því hafa hringt beint í skrifstofu Brussel Airlines sem í fyrstu sagðist lítið geta liðsinnt honum. „Eftir að hafa hnakkrifist í um hálftíma fann starfsmaður flugfélagsins hins vegar, greinilega fyrir algjöra tilviljun, flug fyrir okkur heim,“ segir Gunnar. Það hafi verið með British Airways í gegnum Lundúnir eldsnemma í morgun. Þrátt fyrir lítinn svefn segist Gunnar hafa stokkið á tilboðið. „Það sem átti að vera hugguleg nótt á hótelherbergi endaði í katastrófu og svefnleysi. Við lifum með því,“ segir Gunnar.Fjölmörg flug hafa verið felld niður til Kastrup í dag, þar sem þessi tilkynningaskjár tók á móti ferðalöngum.EPA/Philip DavaliTilbúnir í langt verkfall Þau voru því komin á Heathrow á sjötta tímanum í morgun og segir Gunnar ljóst að fleiri séu í sömu stöðu og þau. Flugvöllunni sé sneisafullur af fólki, þar með talið heilum haug af Dönum sem eru reyna að bjarga sér heim. Það gæti þó gengið brösulega að sögn Gunnars enda hafi þeim reynst erfitt að finna flug til Danmerkur. Gunnar sér þó fram á að komast til Kaupmannahafnar í dag, til stendur að flugið hans taki á loft frá Heathrow núna á tíunda tímanum. Þrátt fyrir langt ferðalag og óvæntar hremmingar segist Gunnar nokkuð brattur. „Ég bókaði ekki einu sinni flug með SAS en lenti samt í þeim. Það er frekar fyndið.“ SAS segist í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í dag vonast til að hægt verði að hefja samningaviðræður við flugmenn sem allra fyrst. Launakröfur þeirra séu hins vegar ennþá of háar, en þeir krefast um 13% launahækkunar. Flugmennirnir segja það skýrast af óæskilegum vinnuskilyrðum þeirra. Verði þau ekki löguð séu þeir tilbúnir í langt verkfall. Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Rúmlega 1400 flugmenn SAS í Noregi, Svíþjóð og Danmörku lögðu niður störf í gærkvöldi eftir að kjaraviðræður þeirra runnu út í sandinn. Búið er að fella niður um 70% af öllum ferðum flugfélagsins en SAS áætlar að vinnustöðvunin kunni að hafa áhrif á rúmlega 170 þúsund farþega um helgina. Einn þessara farþega er Gunnar Ingi Magnússon, sem búsettur er í Kaupmannahöfn. Hann var ásamt kærustu sinni á heimleið frá Spáni, með viðkomu í Brussel, en endaði nokkuð óvænt á Heathrow-flugvelli í Lundúnum vegna verkfallsins - þrátt fyrir að hafa ekki einu sinni bókað flug með SAS. „Ég held að ég hafi aldrei séð annan eins mannfjölda á Heathrow, það er allt troðið,“ segir Gunnar. Hann útskýrir fyrir blaðamanni að ætlunin hafi verið að fljúga með Brussel Airlines frá Bilbao til Kaupmannahafnar með stuttu stoppi í Brussel. Þegar til Belgíu var komið í gærkvöldi hafi hann hins vegar fengið þau skilaboð að vélin áfram til Kaupmannahafnar væri fullbókuð. Honum var því komið fyrir á hóteli í Brussel og útvegað annað flug sem fara átti í morgun. Sú flugferð var hins vegar með SAS.Gunnar Ingi Magnússon.Vonar að tengdó hagi sér „Upp úr miðnætti fáum við svo SMS um að búið sé að fella niður flugið okkar með SAS frá Brussel til Kaupmannahafnar,“ segir Gunnar og bætir við að leit þeirra að flugi til Danmerkur hafi ekki neinn árangur borið. „Allt flug var uppbókað, væntanlega vegna þess að allir voru að reyna að bjarga sér í næstu ferð eftir aflýsingar SAS.“ Það kom sér illa að sögn Gunnars. Hann hafi ætlað sér að taka á móti gestum í dag, sem höfðu í hyggju að gista í íbúð hans í Kaupmannahöfn. „Nú eru þau hins vegar eftirlitslaus í íbúðinni, ég efast samt um að tengdó sé búinn að rústa einhverju,“ segir Gunnar léttur í bragði. Hann segist því hafa hringt beint í skrifstofu Brussel Airlines sem í fyrstu sagðist lítið geta liðsinnt honum. „Eftir að hafa hnakkrifist í um hálftíma fann starfsmaður flugfélagsins hins vegar, greinilega fyrir algjöra tilviljun, flug fyrir okkur heim,“ segir Gunnar. Það hafi verið með British Airways í gegnum Lundúnir eldsnemma í morgun. Þrátt fyrir lítinn svefn segist Gunnar hafa stokkið á tilboðið. „Það sem átti að vera hugguleg nótt á hótelherbergi endaði í katastrófu og svefnleysi. Við lifum með því,“ segir Gunnar.Fjölmörg flug hafa verið felld niður til Kastrup í dag, þar sem þessi tilkynningaskjár tók á móti ferðalöngum.EPA/Philip DavaliTilbúnir í langt verkfall Þau voru því komin á Heathrow á sjötta tímanum í morgun og segir Gunnar ljóst að fleiri séu í sömu stöðu og þau. Flugvöllunni sé sneisafullur af fólki, þar með talið heilum haug af Dönum sem eru reyna að bjarga sér heim. Það gæti þó gengið brösulega að sögn Gunnars enda hafi þeim reynst erfitt að finna flug til Danmerkur. Gunnar sér þó fram á að komast til Kaupmannahafnar í dag, til stendur að flugið hans taki á loft frá Heathrow núna á tíunda tímanum. Þrátt fyrir langt ferðalag og óvæntar hremmingar segist Gunnar nokkuð brattur. „Ég bókaði ekki einu sinni flug með SAS en lenti samt í þeim. Það er frekar fyndið.“ SAS segist í tilkynningu sem flugfélagið sendi frá sér í dag vonast til að hægt verði að hefja samningaviðræður við flugmenn sem allra fyrst. Launakröfur þeirra séu hins vegar ennþá of háar, en þeir krefast um 13% launahækkunar. Flugmennirnir segja það skýrast af óæskilegum vinnuskilyrðum þeirra. Verði þau ekki löguð séu þeir tilbúnir í langt verkfall.
Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira