Saknar samráðs um Finnafjörð Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. Fréttablaðið/Pjetur Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. Umrædd framkvæmd mun hafa mikil áhrif á jörð hans þar sem hann yrði næsti ábúandi við tilvonandi höfn. Hann segir hugmyndirnar ekki alveg ríma við þá uppbyggingu sem hann sé með á jörð sinni. „Ég er neikvæður í garð þessara mögulegu framkvæmda því ég tel þetta ekki til hagsbóta. Þetta er heldur ekki í nokkrum tengslum við það sem ég er að byggja upp sem er ferðaþjónusta á jörðinni minni. Þar er ég að selja ósnortna náttúru, kyrrðina, hvað við erum afskekkt og á landsvæði sem hefur ekki verið breytt af mannavöldum. Því myndu þessi áform hafa afar mikil áhrif á það.“ Jörð Reimars er rétt utan mögulegs byggingasvæðis hafnarinnar og hann telur ólíklegt að hér sé um að ræða umhverfisvæna höfn eins og menn hafa reynt að selja upp á síðkastið. „Auðvitað mun þetta hafa mikil umhverfisáhrif og ég tala nú ekki um ef slys ber að höndum. Einnig fannst okkur leiðinlegt að það hafi í rauninni ekki verið rætt við okkur ábúendur fyrr en verkefnið var eiginlega klappað og klárt í sveitarstjórninni,“ segir Reimar. Þýska fyrirtækið BremenPort mun byggja höfnina að sögn Elíasar Péturssonar, sveitarstjóra Langanesbyggðar. Engir fjármunir munu því koma frá ríki eða sveitarfélaginu til uppbyggingar hafnarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. 23. apríl 2019 06:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Reimar Sigurjónsson, bóndi á Felli í Finnafirði, segir ekki hafa verið hlustað á hug sinn til mögulegrar stórskipa- og umskipunarhafnar í Finnafirði. Umrædd framkvæmd mun hafa mikil áhrif á jörð hans þar sem hann yrði næsti ábúandi við tilvonandi höfn. Hann segir hugmyndirnar ekki alveg ríma við þá uppbyggingu sem hann sé með á jörð sinni. „Ég er neikvæður í garð þessara mögulegu framkvæmda því ég tel þetta ekki til hagsbóta. Þetta er heldur ekki í nokkrum tengslum við það sem ég er að byggja upp sem er ferðaþjónusta á jörðinni minni. Þar er ég að selja ósnortna náttúru, kyrrðina, hvað við erum afskekkt og á landsvæði sem hefur ekki verið breytt af mannavöldum. Því myndu þessi áform hafa afar mikil áhrif á það.“ Jörð Reimars er rétt utan mögulegs byggingasvæðis hafnarinnar og hann telur ólíklegt að hér sé um að ræða umhverfisvæna höfn eins og menn hafa reynt að selja upp á síðkastið. „Auðvitað mun þetta hafa mikil umhverfisáhrif og ég tala nú ekki um ef slys ber að höndum. Einnig fannst okkur leiðinlegt að það hafi í rauninni ekki verið rætt við okkur ábúendur fyrr en verkefnið var eiginlega klappað og klárt í sveitarstjórninni,“ segir Reimar. Þýska fyrirtækið BremenPort mun byggja höfnina að sögn Elíasar Péturssonar, sveitarstjóra Langanesbyggðar. Engir fjármunir munu því koma frá ríki eða sveitarfélaginu til uppbyggingar hafnarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Langanesbyggð Tengdar fréttir Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30 Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. 23. apríl 2019 06:15 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Norðausturhornið ráði við að vaxa með Finnafjarðarhöfn Stórskipahöfn í Finnafirði myndi hafa gríðarleg áhrif á norðausturhorni landsins en er jafnframt ávísun á átök, jafnt heima í héraði sem og í landsmálaumræðunni. 12. apríl 2019 23:30
Hluti framkvæmdasvæðis hafnar á náttúruminjaskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var afar neikvæður í garð umskipunar- og stórskipahafnar í Finnafirði árið 2012 þegar hann var framkvæmdastjóri Landverndar. 23. apríl 2019 06:15