Gefast upp vegna álags Ari Brynjólfsson skrifar 25. apríl 2019 02:00 Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag, samkvæmt spá Landlæknis frá árinu 2009 var gert ráð fyrir að þeir yrðu 2.800. Vísir/Vilhelm Mörg dæmi eru um að sjúkraliðar gefist upp vegna vinnuálags og hefur nýliðun í faginu ekki gengið eftir. Líkt og greint var frá í síðustu viku er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur þurft að fresta aðgerðum vegna þess. Ástandið er einnig slæmt þegar kemur að sjúkraliðum og segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, að ef ekki verði að gert muni heilbrigðisþjónusta skerðast. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag og er meðalaldurinn 47 ára. Samkvæmt mannaflaspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkraliðum árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófaglærðir. Sandra segir þörfina á sjúkraliðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk. „Ef það er ekkert gert í málunum þá endar þetta með mjög skertri þjónustu og lélegri gæðum.“ Launin og starfsumhverfið eru það sem skiptir öllu í þessu samhengi. „Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ segir Sandra. Hún hefur sjálf unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfshlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heilbrigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ segir Sandra. Sjúkraliðar hafa í langan tíma verið langstærsti hópurinn sem sótt hefur til VIRK endurhæfingarmiðstöðvar vegna alvarlegrar kulnunar í starfi. Hefur félagið tekið eftir fjölgun þeirra sem búnir eru með veikindaréttinn hjá vinnuveitanda og sækja um sjúkradagpeninga. Sandra segir það skjóta skökku við að þróunin sé á þessa leið á sama tíma og þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. „Íslendingar lifa lengur og hópurinn sem þarf á þjónustunni að halda stækkar. Fólk er með fjölþætt vandamál sem kalla á flókin hjúkrunarverkefni og fagaðstoð. Það endar ekki vel þegar álagið eykst á sama tíma og stéttin er að gefast upp vegna vinnuálags. Þetta er samfélagslegt verkefni sem þarf að fara ofan í saumana á.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Mörg dæmi eru um að sjúkraliðar gefist upp vegna vinnuálags og hefur nýliðun í faginu ekki gengið eftir. Líkt og greint var frá í síðustu viku er alvarlegur skortur á hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur þurft að fresta aðgerðum vegna þess. Ástandið er einnig slæmt þegar kemur að sjúkraliðum og segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, að ef ekki verði að gert muni heilbrigðisþjónusta skerðast. Alls eru 2.100 sjúkraliðar starfandi á Íslandi í dag og er meðalaldurinn 47 ára. Samkvæmt mannaflaspá Embættis landlæknis frá árinu 2010 var gert ráð fyrir að þeir yrðu fleiri en 2.800 árið 2019. Er þá gert ráð fyrir 114 nýjum sjúkraliðum árlega til ársins 2030 en sú spá hefur ekki ræst til þessa. Aðeins um 60 af þeim sem útskrifast á hverju ári fara að starfa við fagið á sama tíma og 20 láta af störfum á ári sökum aldurs eða örorku. Það hefur leitt til þess að meirihluti þeirra sem starfa á öldrunarheimilum eru ófaglærðir. Sandra segir þörfina á sjúkraliðum ekki jafn sýnilega og þegar kemur að hjúkrunarfræðingum þar sem hjúkrunarfræðingar geti gengið í störf sjúkraliða en ekki öfugt. Ein birtingarmynd vandans er að skortur á sjúkraliðum eykur álagið á hjúkrunarfræðinga sem og annað samstarfsfólk. „Ef það er ekkert gert í málunum þá endar þetta með mjög skertri þjónustu og lélegri gæðum.“ Launin og starfsumhverfið eru það sem skiptir öllu í þessu samhengi. „Fólk sem er að vinna krefjandi og erfið störf, þar sem verið er að sinna sjúklingum á þeirra verstu tímum í lífinu, ræður yfirleitt ekki við að vinna í meira en 80 prósent hlutfalli í vaktavinnu, á meðan vinnuvikan er 40 klukkustundir. En vandinn er sá að enginn lifir á 80 prósent launum, þá fer fólk annað,“ segir Sandra. Hún hefur sjálf unnið nokkur tímabil í 100 prósent starfshlutfalli, hún segir það ekki ganga til langs tíma. „Það er ekkert heilbrigt við það að vinna á þrískiptum vökum í 100 prósent vinnu,“ segir Sandra. Sjúkraliðar hafa í langan tíma verið langstærsti hópurinn sem sótt hefur til VIRK endurhæfingarmiðstöðvar vegna alvarlegrar kulnunar í starfi. Hefur félagið tekið eftir fjölgun þeirra sem búnir eru með veikindaréttinn hjá vinnuveitanda og sækja um sjúkradagpeninga. Sandra segir það skjóta skökku við að þróunin sé á þessa leið á sama tíma og þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu fer vaxandi. „Íslendingar lifa lengur og hópurinn sem þarf á þjónustunni að halda stækkar. Fólk er með fjölþætt vandamál sem kalla á flókin hjúkrunarverkefni og fagaðstoð. Það endar ekki vel þegar álagið eykst á sama tíma og stéttin er að gefast upp vegna vinnuálags. Þetta er samfélagslegt verkefni sem þarf að fara ofan í saumana á.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira