Körfubolti

Björgvin til Grindavíkur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin og Daníel undirrita samninginn.
Björgvin og Daníel undirrita samninginn. mynd/grindavík
Björgvin Hafþór Ríkharðsson er genginn í raðir Grindavíkur en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við þá gulklæddu.

Björgvin Hafþór er kraftmikill framherji sem hefur leikið með Tindastól og Skallagrími en hann var í Borgarnesi á nýyfirstaðinni leiktíð.



Skallagrímur féll úr Dominos-deildinni á síðustu leiktíð en Björgvin var með tíu stig að meðaltali í leik í vetur. Að auki tók hann sjö fráköst og var með tæpar sex stoðsendingar að meðaltali.

Jóhann Þór Ólafsson hætti með Grindavík eftir leiktíðina og við skútunni tók Daníel Guðni Guðmundsson en í tilkynningu Grindavíkur kemur fram að talið sé niður í næstu fréttir af liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×