Segir framgöngu Isavia geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. apríl 2019 19:00 Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia, í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC), eigenda flugvélar WOW air sem kyrrsett er á Keflavíkurflugvelli, geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. Í aðfararbeiðni bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC vegna vélarinnar segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa WOW að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði og telja lögmenn ALC að Isavia hafi bakað sér bótaábyrð. Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotuna.Isavia telur fullnægjandi lagaheimildir fyrir kyrrsetningu á flugvélinni. Þá segir í aðfararbeiðninni að Isavia kunni að leiða til þess að flugvélaleigusalar muni forðast, takmarka eða jafnvel banna leigutökum véla sinna að beina þeim um flugvöllinn í Keflavík. Er það byggt á því að reynsla þeirra af samskiptum við Isavia sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lögum og reglum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, tekur í sama streng og segir framgöngu Isavia geta haft neikvæð áhrif á ímynd Icelandair.„Það er ákveðin hætta á því að þetta skaði orðspor Íslands sem flugrekstarlands og þar á meðal flugfélaga eins og okkar og þetta gæti haft neikvæð á fjármunakjör okkar til framtíðar,“ segir Bogi Nils. Hann hefur áður gagnrýnt skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli, og sagt illskiljanlegt að Isavia, fyrirtæki í opinberri eigu, taki þátt í því að fjármagna taprekstur og þar með skekkja samkeppnisstöðu á markaði. Hann segir það hafa komið sér verulega á óvart hve lengi WOW air hafi ekki staðið í skilum við Isavia. „Og að fjárhæðirnar skyldu verða svona háar að það skyldi ekki vera brugðist við fyrr. Með þessu var verið að skapa ákveðnar væntingar í ferðaþjónustunni á Íslandi sem voru byggðar á sandi að einhverju leyti,“ segir Bogi Nils. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir framgöngu Isavia, í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC), eigenda flugvélar WOW air sem kyrrsett er á Keflavíkurflugvelli, geta skaðað orðspor Íslands sem flugrekstrarlands. Hún gæti haft neikvæð áhrif á fjármunakjör Icelandair til framtíðar. Í aðfararbeiðni bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC vegna vélarinnar segir að Isavia hafi skort heimildir til að leyfa WOW að safna tæplega tveggja milljarða króna skuldum við Keflavíkurflugvöll í níu mánuði og telja lögmenn ALC að Isavia hafi bakað sér bótaábyrð. Aðfararbeiðni hefur verið lögð fram í Héraðsdómi Reykjaness þar sem þess er krafist að Isavia láti af hendi farþegaþotuna.Isavia telur fullnægjandi lagaheimildir fyrir kyrrsetningu á flugvélinni. Þá segir í aðfararbeiðninni að Isavia kunni að leiða til þess að flugvélaleigusalar muni forðast, takmarka eða jafnvel banna leigutökum véla sinna að beina þeim um flugvöllinn í Keflavík. Er það byggt á því að reynsla þeirra af samskiptum við Isavia sýni að ekki sé tryggt að farið sé að lögum og reglum. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, tekur í sama streng og segir framgöngu Isavia geta haft neikvæð áhrif á ímynd Icelandair.„Það er ákveðin hætta á því að þetta skaði orðspor Íslands sem flugrekstarlands og þar á meðal flugfélaga eins og okkar og þetta gæti haft neikvæð á fjármunakjör okkar til framtíðar,“ segir Bogi Nils. Hann hefur áður gagnrýnt skuldasöfnun WOW á Keflavíkurflugvelli, og sagt illskiljanlegt að Isavia, fyrirtæki í opinberri eigu, taki þátt í því að fjármagna taprekstur og þar með skekkja samkeppnisstöðu á markaði. Hann segir það hafa komið sér verulega á óvart hve lengi WOW air hafi ekki staðið í skilum við Isavia. „Og að fjárhæðirnar skyldu verða svona háar að það skyldi ekki vera brugðist við fyrr. Með þessu var verið að skapa ákveðnar væntingar í ferðaþjónustunni á Íslandi sem voru byggðar á sandi að einhverju leyti,“ segir Bogi Nils.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira