Allt annað líf eftir aðgerðina Hjörvar Ólafsson skrifar 20. apríl 2019 10:30 Guðbjörg er öll að koma til eftir að gengist undir aðgerð á hasin. vísir/getty Fótbolti Fyrir um það bil hálfu ári lauk Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, keppnistímabilinu í Svíþjóð með liði sínu Djurgården. Guðbjörg var sárþjáð í hásin og hafði nýverið farið úr axlarlið þegar tímabilinu lauk. Ljóst var að hún þyrfti að fara í aðgerð á hásin ætlaði hún að halda knattspyrnuferli sínum áfram og geta sinnt daglegum athöfnum án þess að vera með sáran verk. Nú hálfu ári síðar hefur aðgerð, mikil vinna hennar og endurhæfing með hæfu sjúkrateymi orðið til þess að henni líður mun betur líkamlega. Næsta verkefni er að vinna sér sæti í byrjunarliði Djurgården á nýjan leik. „Staðan var bara þannig að það var annaðhvort að fara í aðgerð á hásininni eða hætta í fótbolta. Fyrst var það þannig að verkurinn hamlaði því að ég gæti hlaupið eðlilega og fótavinnan var orðin brengluð. Undir lok síðasta tímabils var það þannig að mig sárverkjaði bara við það að labba. Það bætti svo ekki úr skák að hafa farið úr axlarlið,“ segir Guðbjörg um aðdraganda þess að hún fór í aðgerð í lok október á síðasta ári. „Eftir að hafa farið í aðgerðina tók við langt og strangt endurhæfingarferli og ég ákvað að leita um leið til sjúkraþjálfara sem sérhæfir sig í axlarmeiðslum markvarða. Hún tók í rauninni bara allan líkamann í gegn og ég fór að gera æfingar sem ég hef ekki gert áður og hafa gert mér mjög gott. Ég er algerlega meiðslalaus núna eftir að hafa í raun spilað meidd og komið mér í gegnum það með sterasprautum og verkjalyfjum í ár áður en ég fór í aðgerðina,“ segir hún um bataferlið. „Ég spilaði leik með varaliðinu í vikunni og fann ekkert fyrir meiðslum þrátt fyrir að spilformið væri að sjálfsögðu ekki gott. Ég hefði alveg getað spilað í fyrstu umferðinni um síðustu helgi en þjálfarateymið ákvað að hvíla mig aðeins lengur. Svo hefur bandarískur markvörður sem leyst hefur mig af hólmi bara leikið mjög vel þannig að ég skil það vel að það sé erfitt að hrófla við byrjunarliðinu þegar hlutirnir hafa gengið vel,“ segir þessi margreyndi markvörður um stöðu mála þessa stundina en hún sat allan tímann á varamannabekk Djurgården þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Piteå í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er hins vegar mjög erfitt að bíða þolinmóð eftir að hafa verið fjarverandi svona lengi, ég viðurkenni það alveg. Nú þarf ég hins vegar bara að æfa vel og sýna það og sanna að ég á heima í byrjunarliðinu. Mér finnst ég persónulega eiga heima í byrjunarliðinu í þessu liði en það er ekki nóg að mér finnist það, ég þarf að sýna það í verki sömuleiðis. Ég geri mér vonir um að vera í markinu þegar við mætum Linköping í deildinni á mánudaginn kemur,“ segir Guðbjörg enn fremur um stöðu sína. Tímabilið í fyrra olli Djurgården töluverðum vonbrigðum og var gengi liðsins talsvert undir væntingum. Liðið lenti í áttunda sæti deildarinnar og var þegar upp var staðið einungis þremur stigum frá fallsæti. Guðbjörg segir að sú niðurstaða hafi ekki endurspeglað styrk liðsins. „Við erum með lið sem getur unnið öll lið þegar við spilum af eðlilegri getu. Það sem háir okkur hins vegar er að það hefur verið mikil velta á leikmannahópnum þau fjögur ár sem ég hef verið hér. Það eru tíu leikmenn að koma og fara á hverju ári og sárafáir leikmenn sem eru hér enn síðan ég gekk til liðs við félagið. Nú hefur það bæst við að tveir lykilleikmenn í varnarlínunni slitu krossbönd í upphafi leiktíðar. Við höfum fyllt þau skörð með leikmönnum sem eru að koma nýir til liðsins. Það tekur tíma að slípa það til en við eigum að geta gert betur en á síðasta tímabili ef við náum upp liðsheild og spilum eins vel og hæfileikar leikmanna liðsins segja til um,“ segir hún um framhaldið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Fótbolti Fyrir um það bil hálfu ári lauk Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, keppnistímabilinu í Svíþjóð með liði sínu Djurgården. Guðbjörg var sárþjáð í hásin og hafði nýverið farið úr axlarlið þegar tímabilinu lauk. Ljóst var að hún þyrfti að fara í aðgerð á hásin ætlaði hún að halda knattspyrnuferli sínum áfram og geta sinnt daglegum athöfnum án þess að vera með sáran verk. Nú hálfu ári síðar hefur aðgerð, mikil vinna hennar og endurhæfing með hæfu sjúkrateymi orðið til þess að henni líður mun betur líkamlega. Næsta verkefni er að vinna sér sæti í byrjunarliði Djurgården á nýjan leik. „Staðan var bara þannig að það var annaðhvort að fara í aðgerð á hásininni eða hætta í fótbolta. Fyrst var það þannig að verkurinn hamlaði því að ég gæti hlaupið eðlilega og fótavinnan var orðin brengluð. Undir lok síðasta tímabils var það þannig að mig sárverkjaði bara við það að labba. Það bætti svo ekki úr skák að hafa farið úr axlarlið,“ segir Guðbjörg um aðdraganda þess að hún fór í aðgerð í lok október á síðasta ári. „Eftir að hafa farið í aðgerðina tók við langt og strangt endurhæfingarferli og ég ákvað að leita um leið til sjúkraþjálfara sem sérhæfir sig í axlarmeiðslum markvarða. Hún tók í rauninni bara allan líkamann í gegn og ég fór að gera æfingar sem ég hef ekki gert áður og hafa gert mér mjög gott. Ég er algerlega meiðslalaus núna eftir að hafa í raun spilað meidd og komið mér í gegnum það með sterasprautum og verkjalyfjum í ár áður en ég fór í aðgerðina,“ segir hún um bataferlið. „Ég spilaði leik með varaliðinu í vikunni og fann ekkert fyrir meiðslum þrátt fyrir að spilformið væri að sjálfsögðu ekki gott. Ég hefði alveg getað spilað í fyrstu umferðinni um síðustu helgi en þjálfarateymið ákvað að hvíla mig aðeins lengur. Svo hefur bandarískur markvörður sem leyst hefur mig af hólmi bara leikið mjög vel þannig að ég skil það vel að það sé erfitt að hrófla við byrjunarliðinu þegar hlutirnir hafa gengið vel,“ segir þessi margreyndi markvörður um stöðu mála þessa stundina en hún sat allan tímann á varamannabekk Djurgården þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Piteå í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. „Það er hins vegar mjög erfitt að bíða þolinmóð eftir að hafa verið fjarverandi svona lengi, ég viðurkenni það alveg. Nú þarf ég hins vegar bara að æfa vel og sýna það og sanna að ég á heima í byrjunarliðinu. Mér finnst ég persónulega eiga heima í byrjunarliðinu í þessu liði en það er ekki nóg að mér finnist það, ég þarf að sýna það í verki sömuleiðis. Ég geri mér vonir um að vera í markinu þegar við mætum Linköping í deildinni á mánudaginn kemur,“ segir Guðbjörg enn fremur um stöðu sína. Tímabilið í fyrra olli Djurgården töluverðum vonbrigðum og var gengi liðsins talsvert undir væntingum. Liðið lenti í áttunda sæti deildarinnar og var þegar upp var staðið einungis þremur stigum frá fallsæti. Guðbjörg segir að sú niðurstaða hafi ekki endurspeglað styrk liðsins. „Við erum með lið sem getur unnið öll lið þegar við spilum af eðlilegri getu. Það sem háir okkur hins vegar er að það hefur verið mikil velta á leikmannahópnum þau fjögur ár sem ég hef verið hér. Það eru tíu leikmenn að koma og fara á hverju ári og sárafáir leikmenn sem eru hér enn síðan ég gekk til liðs við félagið. Nú hefur það bæst við að tveir lykilleikmenn í varnarlínunni slitu krossbönd í upphafi leiktíðar. Við höfum fyllt þau skörð með leikmönnum sem eru að koma nýir til liðsins. Það tekur tíma að slípa það til en við eigum að geta gert betur en á síðasta tímabili ef við náum upp liðsheild og spilum eins vel og hæfileikar leikmanna liðsins segja til um,“ segir hún um framhaldið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira