Friður og frelsi lundans í Akurey Líf Magneudóttir skrifar 1. maí 2019 07:00 Friðlýsing Akureyjar er í sjónmáli í þessum skrifuðu orðum. Eftir daginn í dag lýkur formlegum auglýsingatíma og þá á bara eftir að ganga frá formsatriðum. Það er frábært að loks sér fyrir endann á þessu friðlýsingarferli sem hefur tekið sinn tíma. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og ráðherra umhverfismála hefur sagt við fjölmörg tækifæri. Og það er gott að þau eru farin að snúast í höfuðborginni okkar. Síðasta friðlýsingin í Reykjavík var árið 1999 þegar Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti. Nú í fyrsta skiptið er verið að friðlýsa fuglabúsvæði í Reykjavík en aðrar friðlýsingar innan Reykjavíkur eru annaðhvort náttúruvætti eða fólkvangur. Og friðlýsingartækifærin eru enn fleiri. Ýmsar náttúrumyndanir sem hafa bæði fræðilegt gildi, sérkenni og fegurð á enn eftir að friðlýsa en einnig staði þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill eða dýralíf ríkulegt og þá sér í lagi búsvæði lífvera sem eru á válista. Því er haldið fram að ýmis tækifæri felist í friðlýsingum í jaðarbyggð því þær geta skapað samfélagslegslegan og fjárhagslegan ábáta en í mínum huga eigum við fyrst að skoða friðlýsingarkosti náttúrunnar og umhverfisins á siðferðilegum forsendum en einnig í ljósi þess brýna verkefnis sem við stöndum frammi fyrir sem er glíman við lotslagsvánna og hörmulegar afleiðingar hennar. Í því ljósi eru friðlýsingar einnig mikilvægar. Það er nefnilega siðferðileg skylda okkar að arðræna ekki og vanvirða land og lífríki eða líta á náttúruna eins og hvert annað tæki til að ná stórkarlalegum markmiðum mannanna. Okkur ber því eftir fremsta mætti að vernda vistkerfið og sérstöðu lífríkis og landslags, lífvera og búsvæða þeirra. Og friðlýsingarhjólin snúast. Lundavarpstaðurinn Akurey verður nú friðlýstur í byrjun maí í tæka tíð fyrir varptíma þeirra. Og það þykir mér mikið gleðiefni. Næst þykir mér tilvalið að skoða friðlýsingakosti annarra eyja á sundunum við Reykjavík eins og Lundey, Þerney, Viðey, Andríðsey og Engey. Og við skulum ekki stöðva þar heldur skoða fleiri svæði og halda áfram að snúa friðlýsingarhjólunum í Reykjavík, fyrir gangvirki lífríkisins alls og umhverfi okkar allra.Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Líf Magneudóttir Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Friðlýsing Akureyjar er í sjónmáli í þessum skrifuðu orðum. Eftir daginn í dag lýkur formlegum auglýsingatíma og þá á bara eftir að ganga frá formsatriðum. Það er frábært að loks sér fyrir endann á þessu friðlýsingarferli sem hefur tekið sinn tíma. Friðlýsingarhjólin eru svo sannarlega farin að snúast eins og ráðherra umhverfismála hefur sagt við fjölmörg tækifæri. Og það er gott að þau eru farin að snúast í höfuðborginni okkar. Síðasta friðlýsingin í Reykjavík var árið 1999 þegar Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti. Nú í fyrsta skiptið er verið að friðlýsa fuglabúsvæði í Reykjavík en aðrar friðlýsingar innan Reykjavíkur eru annaðhvort náttúruvætti eða fólkvangur. Og friðlýsingartækifærin eru enn fleiri. Ýmsar náttúrumyndanir sem hafa bæði fræðilegt gildi, sérkenni og fegurð á enn eftir að friðlýsa en einnig staði þar sem líffræðilegur fjölbreytileiki er mikill eða dýralíf ríkulegt og þá sér í lagi búsvæði lífvera sem eru á válista. Því er haldið fram að ýmis tækifæri felist í friðlýsingum í jaðarbyggð því þær geta skapað samfélagslegslegan og fjárhagslegan ábáta en í mínum huga eigum við fyrst að skoða friðlýsingarkosti náttúrunnar og umhverfisins á siðferðilegum forsendum en einnig í ljósi þess brýna verkefnis sem við stöndum frammi fyrir sem er glíman við lotslagsvánna og hörmulegar afleiðingar hennar. Í því ljósi eru friðlýsingar einnig mikilvægar. Það er nefnilega siðferðileg skylda okkar að arðræna ekki og vanvirða land og lífríki eða líta á náttúruna eins og hvert annað tæki til að ná stórkarlalegum markmiðum mannanna. Okkur ber því eftir fremsta mætti að vernda vistkerfið og sérstöðu lífríkis og landslags, lífvera og búsvæða þeirra. Og friðlýsingarhjólin snúast. Lundavarpstaðurinn Akurey verður nú friðlýstur í byrjun maí í tæka tíð fyrir varptíma þeirra. Og það þykir mér mikið gleðiefni. Næst þykir mér tilvalið að skoða friðlýsingakosti annarra eyja á sundunum við Reykjavík eins og Lundey, Þerney, Viðey, Andríðsey og Engey. Og við skulum ekki stöðva þar heldur skoða fleiri svæði og halda áfram að snúa friðlýsingarhjólunum í Reykjavík, fyrir gangvirki lífríkisins alls og umhverfi okkar allra.Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar