Vonar að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. apríl 2019 19:00 Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum. Betur fór en á horfðist en árásarmaðurinn er laus úr haldi. Skömmu áður en maðurinn réðist inn á heimilið hafði hann framið rán á bensínstöð í hverfinu þar sem hann hafði um 60.000 krónur af starfsmanni.Sjá einnig: Bensínstöðvarræningi réðst inn á heimili við Kambsveg og særði húsráðanda Fjölskyldan var að undirbúa kvöldmatinn í gærkvöldi þegar þau heyra læti á neðri hæðinni en Ingibjörg Carmen 11 ára var fyrst til að sjá manninn. „Hann var að tala við sjálfan sig held ég og hann var að segja að hann hafi verið að brjótast inn og hann væri að leita að hníf og svo kom pabbi niður á eftir mér og hann ætlaði bara að leiða hann út og þá kýldi hann hann. Ég sá bara beint þegar hann kýldi hann rosalega fast,“ segir Ingibjörg Carmen. Áður en pabbi hennar, Ingólfur Arnar Björnsson, kom niður hafði leigjandi sem einnig býr í húsinu reynt að sannfæra manninn um að yfirgefa húsið. „Þá ætlaði ég nú bara að biðja hann vinsamlegast að yfirgefa svæðið, hann væri í röngu húsi og eitthvað. Og þá kýlir hann mig fyrirvaralaust, þungt högg eins og sést og ég svona hálf vankast og missi eiginlega sjónina á öðru auganu, sé allt tvöfalt,“ segir Ingólfur, sem kveðst nokkuð heppinn að hafa sloppið með glóðarauga. Ingibjörg Carmen hljóp upp og sagði móður sinni að hringja í neyðarlínuna, en Ingólfi tókst sjálfum að gera lögreglu viðvart. „Þjónustan hjá lögreglunni var mjög góð og þeir voru komnir hingað mjög fljótt,“ segir Caryna Bolívar, móðir Ingibjargar. „Það fyrsta sem lögreglan sér er hann bara í hurðagættinni með hníf og lögreglan bara segir honum að sleppa hnífnum en hann gerir það ekki. Þannig að þeir sprauta, ég held þeir hafi tæmt alveg tvö piparúðaglös í andlitið á honum. En hann stóð bara kyrr,“ útskýrir Ingólfur. Maðurinn var handtekinn í framhaldinu en héraðsdómur synjaði í dag beiðni um gæsluvarðhald yfir honum en þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Landsréttar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er greinilega mjög veikur einstaklingur og ég vona bara að hann fái þá hjálp sem hann þarf,“ segir Ingólfur. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum. Betur fór en á horfðist en árásarmaðurinn er laus úr haldi. Skömmu áður en maðurinn réðist inn á heimilið hafði hann framið rán á bensínstöð í hverfinu þar sem hann hafði um 60.000 krónur af starfsmanni.Sjá einnig: Bensínstöðvarræningi réðst inn á heimili við Kambsveg og særði húsráðanda Fjölskyldan var að undirbúa kvöldmatinn í gærkvöldi þegar þau heyra læti á neðri hæðinni en Ingibjörg Carmen 11 ára var fyrst til að sjá manninn. „Hann var að tala við sjálfan sig held ég og hann var að segja að hann hafi verið að brjótast inn og hann væri að leita að hníf og svo kom pabbi niður á eftir mér og hann ætlaði bara að leiða hann út og þá kýldi hann hann. Ég sá bara beint þegar hann kýldi hann rosalega fast,“ segir Ingibjörg Carmen. Áður en pabbi hennar, Ingólfur Arnar Björnsson, kom niður hafði leigjandi sem einnig býr í húsinu reynt að sannfæra manninn um að yfirgefa húsið. „Þá ætlaði ég nú bara að biðja hann vinsamlegast að yfirgefa svæðið, hann væri í röngu húsi og eitthvað. Og þá kýlir hann mig fyrirvaralaust, þungt högg eins og sést og ég svona hálf vankast og missi eiginlega sjónina á öðru auganu, sé allt tvöfalt,“ segir Ingólfur, sem kveðst nokkuð heppinn að hafa sloppið með glóðarauga. Ingibjörg Carmen hljóp upp og sagði móður sinni að hringja í neyðarlínuna, en Ingólfi tókst sjálfum að gera lögreglu viðvart. „Þjónustan hjá lögreglunni var mjög góð og þeir voru komnir hingað mjög fljótt,“ segir Caryna Bolívar, móðir Ingibjargar. „Það fyrsta sem lögreglan sér er hann bara í hurðagættinni með hníf og lögreglan bara segir honum að sleppa hnífnum en hann gerir það ekki. Þannig að þeir sprauta, ég held þeir hafi tæmt alveg tvö piparúðaglös í andlitið á honum. En hann stóð bara kyrr,“ útskýrir Ingólfur. Maðurinn var handtekinn í framhaldinu en héraðsdómur synjaði í dag beiðni um gæsluvarðhald yfir honum en þeim úrskurði hefur verið áfrýjað til Landsréttar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er greinilega mjög veikur einstaklingur og ég vona bara að hann fái þá hjálp sem hann þarf,“ segir Ingólfur.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira