Nálgumst þolmörk margra lífvera Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. maí 2019 20:30 Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur að búast megi við því að um níutíu prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga. Sumar færi sig sunnar eða norðar en aðrar deyi út. Áhrifa hnattrænna breytinga gætir einna fyrst hér nyrst í Atlantshafinu. Bæði súrnar sjórinn hér örar, þegar hafið tekur upp hluta þess koltíoxíðs sem losað er í andrúmsloftið, auk þess sem hitastigið er að breytast. „Við höfum fjarlægst upprunalegt ástand og við getum búist við því að þessar breytingar haldi áfram að vera hraðari hér en annars staðar, næstu ár og áratugi," segir Jón Ólafsson, haffræðingur. Breytingar á nytjastofnum blasi við. „Til dæmis loðnan, ég segi ekki að hún sé að hverfa, en hún hefur snarminnkað og það tengist sennilega breytingum hér í norðurhöfum; minnkandi hafísþekju og svoleiðis. Síðan sjáum við makrílinn sem hefur komið. Svo sjáum við líka að það eru breytingar sem við skýrum ekki og höfum engar skýringar á. Eins og til dæmis humarinn. Það hefur engin nýliðun verið í honum síðan 2005," segir Jón. Breytt sýrustig vegna súrnunar sjávar hefur mikil áhrif á kalkmyndandi lífríki, líkt og skeljar og skelfisk. Þolmörk lífvera eru misjöfn en við ákveðin mörk hætta þær að geta myndað skel og drepast þar með. Jón segir þessi áhrif geta komið mjög óvænt fram og því sé nauðsynlegt að leggja mun meira í rannsóknir. „Vegna þess hve breytingarnar eru hraðar hér og líka vegna þess að það er náttúrulega lágt kalkmettunarstig hér, bara vegna þess hve sjórinn er kaldur, að þá er ég býsna hræddur um að við séum nálægt hinum ýmsu mörkum," segir Jón. „Það er svo margt í lífríkinu, til dæmis kalkmyndandi lífverur, sem eru mikilvægar sem grunnur í lífkerfinu. Eru fæða fyrir eitthvað annað en við nýtum þær ekki. Þar geta orðið breytingar án þess að við tökum eftir því," segir Jón. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56 Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Þorleifur Eiríksson dýrafræðingur að búast megi við því að um níutíu prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan fimmtíu ára vegna loftslagsbreytinga. Sumar færi sig sunnar eða norðar en aðrar deyi út. Áhrifa hnattrænna breytinga gætir einna fyrst hér nyrst í Atlantshafinu. Bæði súrnar sjórinn hér örar, þegar hafið tekur upp hluta þess koltíoxíðs sem losað er í andrúmsloftið, auk þess sem hitastigið er að breytast. „Við höfum fjarlægst upprunalegt ástand og við getum búist við því að þessar breytingar haldi áfram að vera hraðari hér en annars staðar, næstu ár og áratugi," segir Jón Ólafsson, haffræðingur. Breytingar á nytjastofnum blasi við. „Til dæmis loðnan, ég segi ekki að hún sé að hverfa, en hún hefur snarminnkað og það tengist sennilega breytingum hér í norðurhöfum; minnkandi hafísþekju og svoleiðis. Síðan sjáum við makrílinn sem hefur komið. Svo sjáum við líka að það eru breytingar sem við skýrum ekki og höfum engar skýringar á. Eins og til dæmis humarinn. Það hefur engin nýliðun verið í honum síðan 2005," segir Jón. Breytt sýrustig vegna súrnunar sjávar hefur mikil áhrif á kalkmyndandi lífríki, líkt og skeljar og skelfisk. Þolmörk lífvera eru misjöfn en við ákveðin mörk hætta þær að geta myndað skel og drepast þar með. Jón segir þessi áhrif geta komið mjög óvænt fram og því sé nauðsynlegt að leggja mun meira í rannsóknir. „Vegna þess hve breytingarnar eru hraðar hér og líka vegna þess að það er náttúrulega lágt kalkmettunarstig hér, bara vegna þess hve sjórinn er kaldur, að þá er ég býsna hræddur um að við séum nálægt hinum ýmsu mörkum," segir Jón. „Það er svo margt í lífríkinu, til dæmis kalkmyndandi lífverur, sem eru mikilvægar sem grunnur í lífkerfinu. Eru fæða fyrir eitthvað annað en við nýtum þær ekki. Þar geta orðið breytingar án þess að við tökum eftir því," segir Jón.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56 Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
Um 90 prósent dýrategunda við Ísland hverfi innan 50 ára Um níutíu prósent dýrategunda við Ísland munu hverfa innan fimmtíu ára vegna loftlagsbreytinga og ágangs manna að mati dýrafræðings. Einhverjar færi sig norðar eða sunnar en aðrar deyi út. 8. maí 2019 19:56
Mannkynið stenst varla fjöldaútdauða tegunda Ísland verður ekki ónæmt fyrir hnignun vistkerfa og líffræðilegs fjölbreytileika sem var lýst í svartri skýrslu Sameinuðu þjóðanna í vikunni. 8. maí 2019 16:45