Segir Landspítalann hafa tekið við slæmu búi eftir einkarekstur Sveinn Arnarsson skrifar 9. maí 2019 06:15 Pétur H Hannesson yfirmaður röntgendeild LSH Landspítali Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, segir það af og frá að ástæður þess að biðtími eftir þjónustu við krabbameinsleit hafi lengst séu þær að þjónustan hafi flust til Landspítala. Hið rétta sé að þjónustan flutti til spítalans þar sem þeir sem höfðu hana á hendi hafi gefist upp og spítalinn því tekið við erfiðu búi. „Árið 2015 var Krabbameinsfélag Íslands komið í þrot með starfsemina að veita klíníska myndgreiningu og greiningu á brjóstum við grun um brjóstakrabbamein,“ segir Pétur. „Ein ástæða þess var að aðili sem tók þátt í að veita læknisþjónustuna, Röngen Domus Medica, hætti að bjóða fram lækna í þessa starfsemi.“ Segir Pétur að þetta sé einn af vanköntum þess að nýta einkarekstur í sérhæfða læknisþjónustu. „Þeir aðilar geta sagt upp samningum og hætt að veita þjónustu með skömmum fyrirvara og verið af því ábyrgðarlausir.“ „Í kjölfar þrots KÍ hvað varðar þessa þjónustu leitaði ráðuneytið til Landspítala um læknisþjónustuna og var í kjölfarið gerður samningur,“ bætir Pétur við. „Þetta bar brátt að og á þessum tímapunkti voru engir læknar á LSH þjálfaðir í þessari starfsemi en hér er um læknisstörf að ræða sem krefjast umtalsverðrar sérhæfingar.“ Segir hann biðtímann hafa á stundum verið helst til langan sem eigi sér eðlilegar skýringar. „Þjónustan hefur verið styrkt með góðu samstarfi við erlenda lækna sem hafa komið frá ýmsum Evrópulöndum en einnig lækni frá sjúkrahúsi Akureyrar sem er sérmenntaður í þessum rannsóknum og er biðtími nú ásættanlegur.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira
Pétur H. Hannesson, yfirlæknir á röntgendeild Landspítala, segir það af og frá að ástæður þess að biðtími eftir þjónustu við krabbameinsleit hafi lengst séu þær að þjónustan hafi flust til Landspítala. Hið rétta sé að þjónustan flutti til spítalans þar sem þeir sem höfðu hana á hendi hafi gefist upp og spítalinn því tekið við erfiðu búi. „Árið 2015 var Krabbameinsfélag Íslands komið í þrot með starfsemina að veita klíníska myndgreiningu og greiningu á brjóstum við grun um brjóstakrabbamein,“ segir Pétur. „Ein ástæða þess var að aðili sem tók þátt í að veita læknisþjónustuna, Röngen Domus Medica, hætti að bjóða fram lækna í þessa starfsemi.“ Segir Pétur að þetta sé einn af vanköntum þess að nýta einkarekstur í sérhæfða læknisþjónustu. „Þeir aðilar geta sagt upp samningum og hætt að veita þjónustu með skömmum fyrirvara og verið af því ábyrgðarlausir.“ „Í kjölfar þrots KÍ hvað varðar þessa þjónustu leitaði ráðuneytið til Landspítala um læknisþjónustuna og var í kjölfarið gerður samningur,“ bætir Pétur við. „Þetta bar brátt að og á þessum tímapunkti voru engir læknar á LSH þjálfaðir í þessari starfsemi en hér er um læknisstörf að ræða sem krefjast umtalsverðrar sérhæfingar.“ Segir hann biðtímann hafa á stundum verið helst til langan sem eigi sér eðlilegar skýringar. „Þjónustan hefur verið styrkt með góðu samstarfi við erlenda lækna sem hafa komið frá ýmsum Evrópulöndum en einnig lækni frá sjúkrahúsi Akureyrar sem er sérmenntaður í þessum rannsóknum og er biðtími nú ásættanlegur.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Sjá meira