171 hús enn í snjóflóðahættu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2019 12:13 Ofanflóðasjóður var stofnaður eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Vísir/GVA Undanfarna tvo áratugi hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Uppbyggingin hefur að mestu verið fjármögnuð af Ofanflóðasjóði með gjaldi á allar brunatryggðar húseignir í landinu. Markmiðið var að byggja hratt upp snjóflóðavarnir fyrir hættulegustu byggðir landsins fyrir árið 2010 en staðan í dag er sú að enn á eftir að byggja upp tæplega helming ofanflóðavarna og lítur ekki út fyrir að verkinu ljúki fyrr en eftir tuttugu til þrjátíu ár. Af þessu hafa sérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga áhyggjur og hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030 enda séu til sextán milljarðar í ofanflóðasjóði. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðum, er einn þeirra sem skrifar undir áskorunina. „Við höfum áhyggjur af því að það gæti orðið slys á þessum stöðum ef menn taka sér svona langan tíma til að koma vörnunum upp," segir hann. 171 íbúð eða hús eru á hættusvæði, til að mynda á Patreksfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og Siglufirði. Tómas bendir á að fjörutíu snjóflóð hafi lent á þeim varnargörðum sem þegar hafa verið settir upp og þeir hafi sannað gildi sitt.Fimm til tíu snjóflóð hafa fallið á varnargarðinn á Flateyri. Sérfræðingar telja líklegt að snjóflóðin hefðu náð inn í byggðina ef ekki hefði verið fyrir varnirnar.Vísir/Anton Brink„Á sumum svæðum eins og Flateyri og suðurbænum á Siglufirði hafa fimm til tíu snjóflóð fallið á garðana og sum teljum við að hefði farið alveg niður undir byggðina eða jafnvel inn í byggðina ef garðarnir hefðu ekki komið til.“ Tómas segir stöðuna óviðunandi á nokkrum svæðum og þar beri sveitarfélögunum að byggja varnir eða kaupa upp húsin ef varnirnar eru of dýrar. „Það skýtur skökku við þegar búið er að leggja þessa skyldu á sveitarfélögin að bregðast við og tryggja öryggi íbúanna, að peningar sem búið er að afla með skatti á húseignir í landinu séu ekki notaðir til að koma vörnunum upp," segir Tómas og útskýrir að stjórnvöld hafi ákveðið svigrúm til að tímasetja framkvæmdirnar svo þær séu unnar þegar best hentar í efnahagslífinu, til að mynda í aðdraganda hrunsins og kjölfar þess. „En nú erum við búin að fara í gegnum þessi boðaföll í efnahagslífinu og það þykir aldrei réttur tími til að fara í þessar framkvæmdir af fullum þunga þannig að sveitarfélögin vilja sjá breytingu á þessu þannig að framkvæmdirnar verði unnar fyrir þetta fé sem til er og fundinn til þess tími þannig að það líði ekki fleiri áratugir." Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Undanfarna tvo áratugi hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Uppbyggingin hefur að mestu verið fjármögnuð af Ofanflóðasjóði með gjaldi á allar brunatryggðar húseignir í landinu. Markmiðið var að byggja hratt upp snjóflóðavarnir fyrir hættulegustu byggðir landsins fyrir árið 2010 en staðan í dag er sú að enn á eftir að byggja upp tæplega helming ofanflóðavarna og lítur ekki út fyrir að verkinu ljúki fyrr en eftir tuttugu til þrjátíu ár. Af þessu hafa sérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga áhyggjur og hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030 enda séu til sextán milljarðar í ofanflóðasjóði. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðum, er einn þeirra sem skrifar undir áskorunina. „Við höfum áhyggjur af því að það gæti orðið slys á þessum stöðum ef menn taka sér svona langan tíma til að koma vörnunum upp," segir hann. 171 íbúð eða hús eru á hættusvæði, til að mynda á Patreksfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og Siglufirði. Tómas bendir á að fjörutíu snjóflóð hafi lent á þeim varnargörðum sem þegar hafa verið settir upp og þeir hafi sannað gildi sitt.Fimm til tíu snjóflóð hafa fallið á varnargarðinn á Flateyri. Sérfræðingar telja líklegt að snjóflóðin hefðu náð inn í byggðina ef ekki hefði verið fyrir varnirnar.Vísir/Anton Brink„Á sumum svæðum eins og Flateyri og suðurbænum á Siglufirði hafa fimm til tíu snjóflóð fallið á garðana og sum teljum við að hefði farið alveg niður undir byggðina eða jafnvel inn í byggðina ef garðarnir hefðu ekki komið til.“ Tómas segir stöðuna óviðunandi á nokkrum svæðum og þar beri sveitarfélögunum að byggja varnir eða kaupa upp húsin ef varnirnar eru of dýrar. „Það skýtur skökku við þegar búið er að leggja þessa skyldu á sveitarfélögin að bregðast við og tryggja öryggi íbúanna, að peningar sem búið er að afla með skatti á húseignir í landinu séu ekki notaðir til að koma vörnunum upp," segir Tómas og útskýrir að stjórnvöld hafi ákveðið svigrúm til að tímasetja framkvæmdirnar svo þær séu unnar þegar best hentar í efnahagslífinu, til að mynda í aðdraganda hrunsins og kjölfar þess. „En nú erum við búin að fara í gegnum þessi boðaföll í efnahagslífinu og það þykir aldrei réttur tími til að fara í þessar framkvæmdir af fullum þunga þannig að sveitarfélögin vilja sjá breytingu á þessu þannig að framkvæmdirnar verði unnar fyrir þetta fé sem til er og fundinn til þess tími þannig að það líði ekki fleiri áratugir."
Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira