171 hús enn í snjóflóðahættu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. maí 2019 12:13 Ofanflóðasjóður var stofnaður eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Vísir/GVA Undanfarna tvo áratugi hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Uppbyggingin hefur að mestu verið fjármögnuð af Ofanflóðasjóði með gjaldi á allar brunatryggðar húseignir í landinu. Markmiðið var að byggja hratt upp snjóflóðavarnir fyrir hættulegustu byggðir landsins fyrir árið 2010 en staðan í dag er sú að enn á eftir að byggja upp tæplega helming ofanflóðavarna og lítur ekki út fyrir að verkinu ljúki fyrr en eftir tuttugu til þrjátíu ár. Af þessu hafa sérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga áhyggjur og hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030 enda séu til sextán milljarðar í ofanflóðasjóði. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðum, er einn þeirra sem skrifar undir áskorunina. „Við höfum áhyggjur af því að það gæti orðið slys á þessum stöðum ef menn taka sér svona langan tíma til að koma vörnunum upp," segir hann. 171 íbúð eða hús eru á hættusvæði, til að mynda á Patreksfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og Siglufirði. Tómas bendir á að fjörutíu snjóflóð hafi lent á þeim varnargörðum sem þegar hafa verið settir upp og þeir hafi sannað gildi sitt.Fimm til tíu snjóflóð hafa fallið á varnargarðinn á Flateyri. Sérfræðingar telja líklegt að snjóflóðin hefðu náð inn í byggðina ef ekki hefði verið fyrir varnirnar.Vísir/Anton Brink„Á sumum svæðum eins og Flateyri og suðurbænum á Siglufirði hafa fimm til tíu snjóflóð fallið á garðana og sum teljum við að hefði farið alveg niður undir byggðina eða jafnvel inn í byggðina ef garðarnir hefðu ekki komið til.“ Tómas segir stöðuna óviðunandi á nokkrum svæðum og þar beri sveitarfélögunum að byggja varnir eða kaupa upp húsin ef varnirnar eru of dýrar. „Það skýtur skökku við þegar búið er að leggja þessa skyldu á sveitarfélögin að bregðast við og tryggja öryggi íbúanna, að peningar sem búið er að afla með skatti á húseignir í landinu séu ekki notaðir til að koma vörnunum upp," segir Tómas og útskýrir að stjórnvöld hafi ákveðið svigrúm til að tímasetja framkvæmdirnar svo þær séu unnar þegar best hentar í efnahagslífinu, til að mynda í aðdraganda hrunsins og kjölfar þess. „En nú erum við búin að fara í gegnum þessi boðaföll í efnahagslífinu og það þykir aldrei réttur tími til að fara í þessar framkvæmdir af fullum þunga þannig að sveitarfélögin vilja sjá breytingu á þessu þannig að framkvæmdirnar verði unnar fyrir þetta fé sem til er og fundinn til þess tími þannig að það líði ekki fleiri áratugir." Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Undanfarna tvo áratugi hefur verið unnið að uppbyggingu ofanflóðavarna víða á landinu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem sett var eftir mannskæð snjóflóð í Súðavík og á Flateyri árið 1995 þar sem 34 létu lífið. Uppbyggingin hefur að mestu verið fjármögnuð af Ofanflóðasjóði með gjaldi á allar brunatryggðar húseignir í landinu. Markmiðið var að byggja hratt upp snjóflóðavarnir fyrir hættulegustu byggðir landsins fyrir árið 2010 en staðan í dag er sú að enn á eftir að byggja upp tæplega helming ofanflóðavarna og lítur ekki út fyrir að verkinu ljúki fyrr en eftir tuttugu til þrjátíu ár. Af þessu hafa sérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga áhyggjur og hafa sent áskorun til stjórnvalda um að ljúka verkinu fyrir árið 2030 enda séu til sextán milljarðar í ofanflóðasjóði. Tómas Jóhannesson, sérfræðingur í ofanflóðum, er einn þeirra sem skrifar undir áskorunina. „Við höfum áhyggjur af því að það gæti orðið slys á þessum stöðum ef menn taka sér svona langan tíma til að koma vörnunum upp," segir hann. 171 íbúð eða hús eru á hættusvæði, til að mynda á Patreksfirði, Seyðisfirði, Norðfirði og Siglufirði. Tómas bendir á að fjörutíu snjóflóð hafi lent á þeim varnargörðum sem þegar hafa verið settir upp og þeir hafi sannað gildi sitt.Fimm til tíu snjóflóð hafa fallið á varnargarðinn á Flateyri. Sérfræðingar telja líklegt að snjóflóðin hefðu náð inn í byggðina ef ekki hefði verið fyrir varnirnar.Vísir/Anton Brink„Á sumum svæðum eins og Flateyri og suðurbænum á Siglufirði hafa fimm til tíu snjóflóð fallið á garðana og sum teljum við að hefði farið alveg niður undir byggðina eða jafnvel inn í byggðina ef garðarnir hefðu ekki komið til.“ Tómas segir stöðuna óviðunandi á nokkrum svæðum og þar beri sveitarfélögunum að byggja varnir eða kaupa upp húsin ef varnirnar eru of dýrar. „Það skýtur skökku við þegar búið er að leggja þessa skyldu á sveitarfélögin að bregðast við og tryggja öryggi íbúanna, að peningar sem búið er að afla með skatti á húseignir í landinu séu ekki notaðir til að koma vörnunum upp," segir Tómas og útskýrir að stjórnvöld hafi ákveðið svigrúm til að tímasetja framkvæmdirnar svo þær séu unnar þegar best hentar í efnahagslífinu, til að mynda í aðdraganda hrunsins og kjölfar þess. „En nú erum við búin að fara í gegnum þessi boðaföll í efnahagslífinu og það þykir aldrei réttur tími til að fara í þessar framkvæmdir af fullum þunga þannig að sveitarfélögin vilja sjá breytingu á þessu þannig að framkvæmdirnar verði unnar fyrir þetta fé sem til er og fundinn til þess tími þannig að það líði ekki fleiri áratugir."
Árneshreppur Fjallabyggð Ísafjarðarbær Snjóflóðin í Súðavík Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira