Óbærilegt hjónaband Jón Steindór Valdimarsson skrifar 7. maí 2019 07:15 Hjónaband er lögbundið og formlega staðfest samkomulag tveggja einstaklinga um að verja lífinu saman með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Hjónaband getur af mörgum ástæðum orðið óbærilegt fyrir annan eða báða sem til þess stofnuðu, t.d. vegna ofbeldis eða sundurlyndis. Dæmin sanna að oft er hægara sagt en gert að losna úr hjónabandi sem einkennist af andlegu og líkamlegu ofbeldi. Oft lýkur ofbeldi, líkamlegu en þó aðallega andlegu, ekki við það að fólk slíti sambúð. Sá sem ofbeldinu hefur beitt heldur því áfram með þeim aðferðum sem tiltækar eru, svo sem með þrætum um forræði og umgengni við börn, baráttu gegn lögskilnaði og töfum á fjárhagslegum skiptum. Þannig er ofbeldinu og tökum geranda á lífi þolandans haldið áfram um árabil. Það er undarlegt að hjúskaparbrot er mun greiðfærari skilnaðarástæða en ofbeldi. Hvernig má það vera að löggjöfin sé þannig úr garði gerð að hún neyði fólk til þess að vera mörg ár að losna úr sambandi sem það vill ekki lengur? Af hverju þurfa að líða minnst tvö ár frá samvistarslitum hjóna vegna ósamlyndis áður en hægt er að krefjast lögskilnaðar? Hjónaband er samkomulag og því verður að vera hægt að rifta með lögformlegum hætti á skemmri tíma en núgildandi lög leyfa. Engan á að neyða til þess að vera í lagalegum tengslum við maka sem hann vill losna úr tengslum við jafn lengi og núverandi hjúskaparlög krefjast. Þessu verður að breyta og þess vegna verður lagt fram frumvarp á næstu dögum sem felur í sér að réttur hjóna til að krefjast lögskilnaðar verði rýmkaður. Ekki skipti lengur máli hvort annað eða bæði óski eftir lögskilnaði og um leið verði tímamörk til kröfu um lögskilnað í kjölfar samvistarslita vegna ósamlyndis stytt úr tveimur árum í eitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölskyldumál Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Hjónaband er lögbundið og formlega staðfest samkomulag tveggja einstaklinga um að verja lífinu saman með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Hjónaband getur af mörgum ástæðum orðið óbærilegt fyrir annan eða báða sem til þess stofnuðu, t.d. vegna ofbeldis eða sundurlyndis. Dæmin sanna að oft er hægara sagt en gert að losna úr hjónabandi sem einkennist af andlegu og líkamlegu ofbeldi. Oft lýkur ofbeldi, líkamlegu en þó aðallega andlegu, ekki við það að fólk slíti sambúð. Sá sem ofbeldinu hefur beitt heldur því áfram með þeim aðferðum sem tiltækar eru, svo sem með þrætum um forræði og umgengni við börn, baráttu gegn lögskilnaði og töfum á fjárhagslegum skiptum. Þannig er ofbeldinu og tökum geranda á lífi þolandans haldið áfram um árabil. Það er undarlegt að hjúskaparbrot er mun greiðfærari skilnaðarástæða en ofbeldi. Hvernig má það vera að löggjöfin sé þannig úr garði gerð að hún neyði fólk til þess að vera mörg ár að losna úr sambandi sem það vill ekki lengur? Af hverju þurfa að líða minnst tvö ár frá samvistarslitum hjóna vegna ósamlyndis áður en hægt er að krefjast lögskilnaðar? Hjónaband er samkomulag og því verður að vera hægt að rifta með lögformlegum hætti á skemmri tíma en núgildandi lög leyfa. Engan á að neyða til þess að vera í lagalegum tengslum við maka sem hann vill losna úr tengslum við jafn lengi og núverandi hjúskaparlög krefjast. Þessu verður að breyta og þess vegna verður lagt fram frumvarp á næstu dögum sem felur í sér að réttur hjóna til að krefjast lögskilnaðar verði rýmkaður. Ekki skipti lengur máli hvort annað eða bæði óski eftir lögskilnaði og um leið verði tímamörk til kröfu um lögskilnað í kjölfar samvistarslita vegna ósamlyndis stytt úr tveimur árum í eitt.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar