Sextán prósent fleiri konur hafa komið í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. maí 2019 19:00 Sextán prósent fleiri konur komu í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein var til að mynda 81 prósent árið 1990 en hún var 68 prósent í fyrra. Skimun fyrir krabbameinum er talin vera mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir krabbamein og hefur Krabbameinsfélagið lagt allt kapp á að snúa þróuninni við sem virðist nú vera að skila sér. „Það er veruleg aukning, teljum við, á þátttökunni bæði í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Við erum að sjá sextán prósent fleiri konur koma í skimun fyrir leghálskrabbameini það sem af er ári miðað við nákvæmlega sama tíma í fyrra og fyrir brjóstaskimunina erum við að sjá þrettán prósent fleiri konur miðað við sama tíma og í fyrra,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. Frá áramótum hefur Krabbameinsfélagið staðið að tilraunaverkefni þar sem þær sem koma í fyrsta sinn í skimun fá frítt. Ágúst segir að svo virðist sem kostnaður hafi áhrif á þátttöku en skimun kostar 4.700 krónur. Fimmtán prósent hópsins segja að þær hefðu ekki komið ef skimunin hefði ekki verið ókeypis. „Og níutíu prósent af þessum konum segja að það að hún hafi verið gjaldfrjáls hafi hvatt þær til að koma,“ segir Ágúst Ingi. „Konur í námi eða innflytjendur hafa ekki sömu tekjur og eiga erfiðara með að koma í skimun,“ segir Ágúst Ingi og bætir við að fleira hafi skilað þessum árangri. Til dæmis fái konur nú sms með áminningu eftir að boðunarbréfið berst, auk þess sem mikil umræða um að dregið hafi úr þátttöku hafi klárlega áhrif. „Nú hefur heilbrigðisráðherra lýst því yfir að það eigi að gera skimun gjaldfrjálsa og ég held að það yrði mikið heillaskref til að fá komur til að koma í skoðun og í veg fyrir krabbamein,“ segir Ágúst Ingi. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Sextán prósent fleiri konur komu í skimun fyrir leghálskrabbameini í ár miðað við sama tíma í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í mörg ár sem þátttaka dregst ekki saman. Könnun á vegum Krabbameinsfélagsins sýnir að hópur kvenna neiti sér um að fara í skimun vegna kostnaðar Á undanförnum árum hefur heldur dregið úr þátttöku kvenna hér á landi í skimun fyrir krabbameinum og er hún minni en á hinum Norðurlöndunum. Þátttaka í skimun fyrir leghálskrabbamein var til að mynda 81 prósent árið 1990 en hún var 68 prósent í fyrra. Skimun fyrir krabbameinum er talin vera mikilvægur liður í því að koma í veg fyrir krabbamein og hefur Krabbameinsfélagið lagt allt kapp á að snúa þróuninni við sem virðist nú vera að skila sér. „Það er veruleg aukning, teljum við, á þátttökunni bæði í skimun fyrir legháls- og brjóstakrabbameini. Við erum að sjá sextán prósent fleiri konur koma í skimun fyrir leghálskrabbameini það sem af er ári miðað við nákvæmlega sama tíma í fyrra og fyrir brjóstaskimunina erum við að sjá þrettán prósent fleiri konur miðað við sama tíma og í fyrra,“ segir Ágúst Ingi Ágústsson, sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands. Frá áramótum hefur Krabbameinsfélagið staðið að tilraunaverkefni þar sem þær sem koma í fyrsta sinn í skimun fá frítt. Ágúst segir að svo virðist sem kostnaður hafi áhrif á þátttöku en skimun kostar 4.700 krónur. Fimmtán prósent hópsins segja að þær hefðu ekki komið ef skimunin hefði ekki verið ókeypis. „Og níutíu prósent af þessum konum segja að það að hún hafi verið gjaldfrjáls hafi hvatt þær til að koma,“ segir Ágúst Ingi. „Konur í námi eða innflytjendur hafa ekki sömu tekjur og eiga erfiðara með að koma í skimun,“ segir Ágúst Ingi og bætir við að fleira hafi skilað þessum árangri. Til dæmis fái konur nú sms með áminningu eftir að boðunarbréfið berst, auk þess sem mikil umræða um að dregið hafi úr þátttöku hafi klárlega áhrif. „Nú hefur heilbrigðisráðherra lýst því yfir að það eigi að gera skimun gjaldfrjálsa og ég held að það yrði mikið heillaskref til að fá komur til að koma í skoðun og í veg fyrir krabbamein,“ segir Ágúst Ingi.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Sjá meira
Gera þurfi betur í skimunum á krabbameini Færa á hluta af skimunum sem Krabbameinsfélag Íslands hefur sinnt inn á heilsugæslustöðvarnar og ráðast í heildarendurskoðun á hvernig skima skuli fyrir krabbameini hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögur sem Skimunarráð sendi landlækni um róttækar breytingar. 5. mars 2019 19:51