Röntgenlæknar fluttir inn frá Svíþjóð til að stytta biðlistana Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2019 06:15 Um skeið tók fjóra mánuði að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða. Nordicphotos/Getty Landspítalinn hefur gripið til þess ráðs nú í nokkur skipti að flytja inn til landsins sænska röntgenlækna til að greina myndir úr skimunum eftir brjóstakrabbameinum hér á landi og hafa þeir unnið um helgar við þessa iðju. Ástæður þessa voru að biðlisti eftir greiningu um brjóstakrabbamein hafði lengst úr hófi. Það má rekja til þess hversu erfitt er að manna stöður röntgenlækna. Einnig herma heimildir Fréttablaðsins að röntgenlæknar frá Akureyri hafi verið sendir suður til að greina myndir. „Það er rétt að eftir að þessi hluti starfsins fluttist frá okkur til Landspítala þá lengdist biðlisti eftir greiningu nokkuð,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, formaður Krabbameinsfélags íslands. „Hluti af þeirri skýringu má kannski segja að sé skortur á röntgenlæknum til að sinna þessari vinnu. Landspítali hefur því gripið til þess ráðs að fá erlenda lækna til að koma hingað og vinna um helgar.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði á tímabili verið eitthvað á milli þriggja og fjögurra mánaða bið eftir því að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða hjá konum sem verður að teljast nokkuð langur tími. Halla sagði að staðan nú væri mun betri enda hefði Landspítali gripið til viðeigandi ráðstafana. „Biðlistinn hefur minnkað aftur og unnið hefur verið vel úr stöðunni. Ég myndi segja að staðan væri mun betri nú en hún var á tímabili vegna þessara aðgerða,“ bætir Halla við. Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem er algengust meðal kvenna. Um 210 konur greindust í fyrra með slíkan sjúkdóm en aðeins fjórir karlmenn. Þessar tölur hafa ekki breyst mikið undanfarin 15 ár og því kemur nýgengi sjúkdómsins Landspítala ekki í opna skjöldu. Árið 2017 fluttist þessi hluti greiningar brjóstakrabbameina frá Krabbameinsfélagi Íslands til Landspítala. Áður höfðu röntgenlæknar á Domus Medica unnið að þessari myndgreiningu með ágætis árangri. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Landspítalinn hefur gripið til þess ráðs nú í nokkur skipti að flytja inn til landsins sænska röntgenlækna til að greina myndir úr skimunum eftir brjóstakrabbameinum hér á landi og hafa þeir unnið um helgar við þessa iðju. Ástæður þessa voru að biðlisti eftir greiningu um brjóstakrabbamein hafði lengst úr hófi. Það má rekja til þess hversu erfitt er að manna stöður röntgenlækna. Einnig herma heimildir Fréttablaðsins að röntgenlæknar frá Akureyri hafi verið sendir suður til að greina myndir. „Það er rétt að eftir að þessi hluti starfsins fluttist frá okkur til Landspítala þá lengdist biðlisti eftir greiningu nokkuð,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, formaður Krabbameinsfélags íslands. „Hluti af þeirri skýringu má kannski segja að sé skortur á röntgenlæknum til að sinna þessari vinnu. Landspítali hefur því gripið til þess ráðs að fá erlenda lækna til að koma hingað og vinna um helgar.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði á tímabili verið eitthvað á milli þriggja og fjögurra mánaða bið eftir því að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða hjá konum sem verður að teljast nokkuð langur tími. Halla sagði að staðan nú væri mun betri enda hefði Landspítali gripið til viðeigandi ráðstafana. „Biðlistinn hefur minnkað aftur og unnið hefur verið vel úr stöðunni. Ég myndi segja að staðan væri mun betri nú en hún var á tímabili vegna þessara aðgerða,“ bætir Halla við. Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem er algengust meðal kvenna. Um 210 konur greindust í fyrra með slíkan sjúkdóm en aðeins fjórir karlmenn. Þessar tölur hafa ekki breyst mikið undanfarin 15 ár og því kemur nýgengi sjúkdómsins Landspítala ekki í opna skjöldu. Árið 2017 fluttist þessi hluti greiningar brjóstakrabbameina frá Krabbameinsfélagi Íslands til Landspítala. Áður höfðu röntgenlæknar á Domus Medica unnið að þessari myndgreiningu með ágætis árangri.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira