Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn fyrir Hammarby sem vann 2-3 útisigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Þetta var annar sigur Hammarby í röð og sá þriðji í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 7. sæti deildarinnar með ellefu stig.
Oliver Sigurjónsson sat allan tímann á bekknum þegar Bodø/Glimt vann 4-0 sigur á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni. Arnór Smárason lék ekki með Lilleström í dag.
Bodø/Glimt er í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Molde. Lilleström er hins vegar í 13. sætinu.
Íslendingaliðið Start rúllaði yfir Strommen, 4-0, í norsku B-deildinni. Aron Sigurðarson var í byrjunarliði Start og lék allan leikinn en Kristján Flóki Finnbogason sat allan tímann á bekknum. Guðmundur Andri Tryggvason var ekki í leikmannahópi Start.
Skagamaðurinn Jóhannes Harðarson stýrir Start um þessar mundir. Liðið er í 5. sæti deildarinnar.
