Ekki nóg að lýsa yfir neyðarástandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. maí 2019 20:30 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. vísir/vilhelm Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. Umræðan um loftslagsbreytingar er ofarlega á baugi en í liðinni viku lýstu bæði breska og skoska þingið yfir neyðarástandi vegna þeirrar vár sem vofir yfir vegna loftslagsbreytinga. Í opinberri heimsókn til Bretlands í vikunni gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra loftslagsmál að umræðuefni á fundum sínum við helstu stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort Íslendingar muni einnig lýsa yfir neyðarástandi. „Mér finnst alveg koma til greina að skoða það hvort að ríki eða sveitarfélög, Alþingi, lýsi einhverju svona yfir ef að það verður til þess að á bakvið það sé það sem í raun og veru öllu máli skiptir og eru aðgerðir,“ segir Guðmundur Ingi. Hann kveðst líta svo á að þegar hafi íslensk stjórnvöld gripið til ýmiss konar aðgerða. „Umræðan í Bretlandi snýst í rauninni í fyrsta lagi um það eigi að ná kolefnishlutleysi árið 2050, eitthvað sem að við höfum sett okkur markmið um að ná 2040. Við höfum líka sett okkur markmið um að fylgja Evrópusambandinu því að þar eru metnaðarfyllstu áætlanirnar í gangi,“ segir Guðmundur Ingi. „Við höfum sett metnaðarfulla áætlun í loftslagsmálum sem við erum að vinna eftir og það eru aðgerðirnar sem skipta mestu máli. En það að gefa loftslagsmálunum rými með einhverju svona finnst mér líka vera eitthvað sem að getur hjálpað umræðunni,“ bætir hann við.Fagnar átaki gegn einnota plasti En það eru fleiri verkefni sem heyra undir málaflokk ráðherrans en sem varða loftslagsbreytingar. Aukin vitundarvakning hefur orðið að undanförnu vegna plastmengunar og þeirra afleiðinga sem hún getur haft í för með sér. Umhverfisstofnun setti til að mynda nýlega af stað átak til að vekja athygli á mikilvægi þess að draga úr notkun einnota plasts en með átakinu eru landsmenn hvattir til að taka höndum saman um að hætta notkun einnota plastvara. „Við erum að horfa upp á það að þau vandamál sem hafa skapast af of mikilli plastnotkun í heiminum og framleiðslu og notkun og því að plastið endar í rauninni oft og tíðum í hafinu og er að skapa mikil vandamál þar fyrir lífríki hafsins. Við verðum að takast á við þetta bæði alþjóðlega, og þar höfum við ásamt Norðurlöndum ákveðið að hvetja til þess að það verði alþjóðlegur samningur gerður. Og það þarf líka að hlúa að þessu heima fyrir," segir Guðmundur Ingi. Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp sem felur í sér bann við plastpokum í verslunum.En þarf ekki róttækari aðgerðir en vitundarvakningu og plastpokabann? „Jú það þarf svo sannarlega róttækari aðgerðir þar en þetta er í raun hluti af stærri heild,“ segir Guðmundur Ingi. „Það er von á að fleiri aðgerðum verði hrint í gang núna í haust og næsta vor.“Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti túlka viðtal við umhverfisráðherra á þann veg að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum lúti fyrst og fremst að aðgerðum gegn plastmengun. Áréttað skal að þar var ráðherrann að svara spurningu um afmarkaðar aðgerðir gegn plasti, en um ekki víðtækari aðgerðir stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. 1. maí 2019 19:30 Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skorskir glæpasagnahöfunar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikin áhuga á glæpasögum. 30. apríl 2019 18:15 Katrín og May funduðu í Downingstræti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag. 2. maí 2019 15:29 Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. 3. maí 2019 22:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Yfirlýsingar um neyðarástand vegna loftslagsmála eru til lítils ef ekki fylgja aðgerðir, segir umhverfisráðherra. Til greina komi að Íslendingar lýsi yfir neyðarástandi en meira þurfi til. Umræðan um loftslagsbreytingar er ofarlega á baugi en í liðinni viku lýstu bæði breska og skoska þingið yfir neyðarástandi vegna þeirrar vár sem vofir yfir vegna loftslagsbreytinga. Í opinberri heimsókn til Bretlands í vikunni gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra loftslagsmál að umræðuefni á fundum sínum við helstu stjórnmálaleiðtoga í Bretlandi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort Íslendingar muni einnig lýsa yfir neyðarástandi. „Mér finnst alveg koma til greina að skoða það hvort að ríki eða sveitarfélög, Alþingi, lýsi einhverju svona yfir ef að það verður til þess að á bakvið það sé það sem í raun og veru öllu máli skiptir og eru aðgerðir,“ segir Guðmundur Ingi. Hann kveðst líta svo á að þegar hafi íslensk stjórnvöld gripið til ýmiss konar aðgerða. „Umræðan í Bretlandi snýst í rauninni í fyrsta lagi um það eigi að ná kolefnishlutleysi árið 2050, eitthvað sem að við höfum sett okkur markmið um að ná 2040. Við höfum líka sett okkur markmið um að fylgja Evrópusambandinu því að þar eru metnaðarfyllstu áætlanirnar í gangi,“ segir Guðmundur Ingi. „Við höfum sett metnaðarfulla áætlun í loftslagsmálum sem við erum að vinna eftir og það eru aðgerðirnar sem skipta mestu máli. En það að gefa loftslagsmálunum rými með einhverju svona finnst mér líka vera eitthvað sem að getur hjálpað umræðunni,“ bætir hann við.Fagnar átaki gegn einnota plasti En það eru fleiri verkefni sem heyra undir málaflokk ráðherrans en sem varða loftslagsbreytingar. Aukin vitundarvakning hefur orðið að undanförnu vegna plastmengunar og þeirra afleiðinga sem hún getur haft í för með sér. Umhverfisstofnun setti til að mynda nýlega af stað átak til að vekja athygli á mikilvægi þess að draga úr notkun einnota plasts en með átakinu eru landsmenn hvattir til að taka höndum saman um að hætta notkun einnota plastvara. „Við erum að horfa upp á það að þau vandamál sem hafa skapast af of mikilli plastnotkun í heiminum og framleiðslu og notkun og því að plastið endar í rauninni oft og tíðum í hafinu og er að skapa mikil vandamál þar fyrir lífríki hafsins. Við verðum að takast á við þetta bæði alþjóðlega, og þar höfum við ásamt Norðurlöndum ákveðið að hvetja til þess að það verði alþjóðlegur samningur gerður. Og það þarf líka að hlúa að þessu heima fyrir," segir Guðmundur Ingi. Þá liggur fyrir Alþingi frumvarp sem felur í sér bann við plastpokum í verslunum.En þarf ekki róttækari aðgerðir en vitundarvakningu og plastpokabann? „Jú það þarf svo sannarlega róttækari aðgerðir þar en þetta er í raun hluti af stærri heild,“ segir Guðmundur Ingi. „Það er von á að fleiri aðgerðum verði hrint í gang núna í haust og næsta vor.“Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld mátti túlka viðtal við umhverfisráðherra á þann veg að aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum lúti fyrst og fremst að aðgerðum gegn plastmengun. Áréttað skal að þar var ráðherrann að svara spurningu um afmarkaðar aðgerðir gegn plasti, en um ekki víðtækari aðgerðir stjórnvalda vegna loftslagsbreytinga.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. 1. maí 2019 19:30 Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skorskir glæpasagnahöfunar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikin áhuga á glæpasögum. 30. apríl 2019 18:15 Katrín og May funduðu í Downingstræti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag. 2. maí 2019 15:29 Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. 3. maí 2019 22:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir og Jeremy Corbyn ræddu loftslagsmál Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um stjórnmál á vinstri vængnum, Brexit og loftslagsmál á fundi í dag með Jeremy Corbyn, leiðtoga bresku stjórnarandstöðunnar. Umhverfisverndarsamtökin Landvernd hvetja ríkisstjórn Íslands til að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum en tillaga þess efnis er einmitt til umræðu í breska þinginu. 1. maí 2019 19:30
Katrín og Sturgeon ræddu loftlagsmál og Brexit Í kvöld sitja þær heiðurskvöldverð vegna heimsóknar Katrínar þar sem íslenskir og skorskir glæpasagnahöfunar verða einnig en ráðherrarnir hafa báðar mikin áhuga á glæpasögum. 30. apríl 2019 18:15
Katrín og May funduðu í Downingstræti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra átti fund með Theresu May forsætisráðherra Bretlands í bústað breska forsætisráðherrans í Downingstræti 10 í dag. 2. maí 2019 15:29
Amanpour spurði Katrínu út í loftslagsmál, nauðganir og ferðamannasprengjuna Viðtal Christiane Amanpour, sjónvarpsfréttamanns hjá CNN, við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, var birt á sjónvarpsstöðinni í dag. 3. maí 2019 22:32