Í kvöld kemur í ljós hvort KR eða ÍR hampi Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta karla þegar oddaleikur úrslitaseríunnar fer fram í DHL höllinni í Frostaskjóli.
Búast má við að það verði troðfullt hús í Vesturbænum enda stuðningsmannasveitir beggja liða mætt vel alla úrslitakeppnina og færri komust að en vildu í fjórða leik í Seljaskóla.
KR-ingar kveikja á grillinu strax klukkan 16:00 en leikurinn hefst klukkan 20:00 í kvöld.
Miðasala á leikinn opnar klukkan 17:00 í andyri DHL hallarinnar en einnig er hægt að nálgast miða á netinu. Hleypt verður inn í salinn frá 18:30. KR-ingar benda á að til að létta álagi á posakerfi sé fólk hvatt til þess að mæta með reiðufé.
KKÍ sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem minnt var á að aðgönguskírteini KKÍ munu ekki gilda í hurðinni, heldur þurfa handhafar þeirra að mæta í DHL höllina á milli 13:00-14:00 til þess að tryggja sér miða, eða annars kaupa miða í miðasölu.
Fyrir þá sem ekki leggja leið sína í Vesturbæinn verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þar hefst upphitun Kjartans Atla Kjartanssonar og félaga klukkan 19:00. Þá verður bein textalýsing frá leiknum á Vísi.
Kveikt á grillinu fjórum tímum fyrir leik
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Íslenski boltinn



Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas
Enski boltinn



