Krefja þýsk stjórnvöld svara um Geirfinnsmál Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 4. maí 2019 07:45 [Burðarmynd með smá súmmeringu inn á Schutz í hvítu skyrtunni) Frá blaðamannafundi um lausn Geirfinnsmálsins 1977. Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Aðdragandi þess að þýsk stjórnvöld komu Íslendingum til aðstoðar við rannsókn Geirfinnsmálsins, notkun lyfja og pyndinga við rannsóknina og fortíð rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz er meðal efnis í ítarlegri fyrirspurn sem lögð var fram í þýska sambandsþinginu, Bundestag, síðastliðinn mánudag. Það eru átta þingmenn þýska vinstri flokksins Die Linke sem standa að fyrirspurninni. „Við lásum bara um þennan hrylling í Grapevine,“ segir Andrej Hunko, einn þingmannanna, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að þau hafi átt nokkur samskipti við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson hjá Grapevine í kjölfarið en einnig Ögmund Jónasson sem Andrej þekkir af vettvangi Evrópuráðsins. Fyrirspurn þingmannanna er beint til þýsku ríkisstjórnarinnar en spurningum bæði beint til stjórnarinnar og alríkislögreglunnar. Í greinargerð sem fylgir fyrirspurninni er það sem vitað er um aðkomu Karls Schütz að málinu rakið og vísað til íslenskrar fjölmiðlaumfjöllunar, heimildarmynda og ritrýndra greina eftir Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing. Rakin eru pólitísk vandræði Ólafs Jóhannessonar, þáverandi dómsmálaráðherra, vegna rannsóknar málsins og meint tengsl Klúbbsmanna við Framsóknarflokkinn og tilheyrandi ógn sem fall ríkisstjórnarinnar væri við náið samstarf ríkja Atlantshafsbandalagsins á þessum tíma í miðju kalda stríðinu. Þá er farið yfir það sem opinbert er um tildrög þess að Ólafur óskaði aðstoðar utan Íslands við að leysa málið og boð þýskra stjórnvalda um að senda Karl Schütz, rannsóknarlögreglumann á eftirlaunum, til Íslands. Vikið er að ferli Schütz í Þýskalandi og aðkomu hans að lausn stórra sakamála. Þá er vísað til fregna um að Schütz hafi verið veitt fálkaorða fyrir aðstoð við íslenska ríkið auk nokkurra háttsettra þýskra embættismanna. Að lokum er greint frá því að nú hafi verið opinberað hvernig staðið var að rannsókn málsins, hvernig játningar voru fengnar með einangrunarvist og þvingunum og að sakfellingardómum hafi verið snúið við. Að loknum inngangi er fyrirspurnin lögð fram í sextán liðum. Aðspurður segir Andrej að ríkisstjórnin hafi tvær vikur til að svara fyrirspurnum þingmanna en þegar fyrirspurnir eru ítarlegar eins og í þessu tilviki geti dregist eitthvað að svara. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Aðdragandi þess að þýsk stjórnvöld komu Íslendingum til aðstoðar við rannsókn Geirfinnsmálsins, notkun lyfja og pyndinga við rannsóknina og fortíð rannsóknarlögreglumannsins Karls Schütz er meðal efnis í ítarlegri fyrirspurn sem lögð var fram í þýska sambandsþinginu, Bundestag, síðastliðinn mánudag. Það eru átta þingmenn þýska vinstri flokksins Die Linke sem standa að fyrirspurninni. „Við lásum bara um þennan hrylling í Grapevine,“ segir Andrej Hunko, einn þingmannanna, í samtali við Fréttablaðið og bætir við að þau hafi átt nokkur samskipti við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson hjá Grapevine í kjölfarið en einnig Ögmund Jónasson sem Andrej þekkir af vettvangi Evrópuráðsins. Fyrirspurn þingmannanna er beint til þýsku ríkisstjórnarinnar en spurningum bæði beint til stjórnarinnar og alríkislögreglunnar. Í greinargerð sem fylgir fyrirspurninni er það sem vitað er um aðkomu Karls Schütz að málinu rakið og vísað til íslenskrar fjölmiðlaumfjöllunar, heimildarmynda og ritrýndra greina eftir Gísla Guðjónsson réttarsálfræðing. Rakin eru pólitísk vandræði Ólafs Jóhannessonar, þáverandi dómsmálaráðherra, vegna rannsóknar málsins og meint tengsl Klúbbsmanna við Framsóknarflokkinn og tilheyrandi ógn sem fall ríkisstjórnarinnar væri við náið samstarf ríkja Atlantshafsbandalagsins á þessum tíma í miðju kalda stríðinu. Þá er farið yfir það sem opinbert er um tildrög þess að Ólafur óskaði aðstoðar utan Íslands við að leysa málið og boð þýskra stjórnvalda um að senda Karl Schütz, rannsóknarlögreglumann á eftirlaunum, til Íslands. Vikið er að ferli Schütz í Þýskalandi og aðkomu hans að lausn stórra sakamála. Þá er vísað til fregna um að Schütz hafi verið veitt fálkaorða fyrir aðstoð við íslenska ríkið auk nokkurra háttsettra þýskra embættismanna. Að lokum er greint frá því að nú hafi verið opinberað hvernig staðið var að rannsókn málsins, hvernig játningar voru fengnar með einangrunarvist og þvingunum og að sakfellingardómum hafi verið snúið við. Að loknum inngangi er fyrirspurnin lögð fram í sextán liðum. Aðspurður segir Andrej að ríkisstjórnin hafi tvær vikur til að svara fyrirspurnum þingmanna en þegar fyrirspurnir eru ítarlegar eins og í þessu tilviki geti dregist eitthvað að svara.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30 Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00 Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00 Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Sjá meira
Íhuga nú rannsókn á afdrifum Guðmundar og Geirfinns Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að til skoðunar sé að opna rannsókn á hvarfi Guðmundar og Geirfinns. Nýjar ábendingar gætu gefið ástæðu til rannsóknar á ný. 2. október 2018 07:30
Þyrfti fjárveitingu til að rannsaka Geirfinnsmál Settur saksóknari vekur athygli ríkissaksóknara á ábendingum um afdrif Guðmundar og Geirfinns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu liggur undir feldi. Lögreglan á Suðurnesjum segir allar ábendingar vel þegnar. 15. nóvember 2018 07:00
Ennþá vanhæf í máli Geirfinns og Guðmundar Ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að taka afstöðu til nýrra ábendinga í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Ráðuneytið hefur ekki aðhafst en hefur málið til meðferðar. Nýjar ábendingar bárust yfirvöldum um mannshvörfin árin 2015 og 2016. 8. febrúar 2019 06:00
Gætu krafið ríkið um fleiri milljarða í bætur Engin leið er að vita hvernig dæmt yrði um bætur í Guðmundar- og Geirfinnsmálum færu þau fyrir dóm. Málin eru fordæmalaus. Ef byggt yrði á bótum til Klúbbmanna gæti heildarfjárhæðin numið nokkrum milljörðum króna. 21. mars 2019 06:45