Í færslunni segir Gunnar að í hópnum sé gagnrýni byggð á staðreyndum sé útilokuð og að hann sé sakaður um lygar af meðlimum hópsins. „Þeir sem hafa aðra sögu að segja en hópslínuna geta bara rætt það einhversstaðar annarsstaðar, eða flutt til Brussel,“ skrifar Gunnar.
Gunnar Dofri er ekki eini starfsmaður Viðskiptaráðs í þessari stöðu en Ísaki Einari Rúnarssyni, sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, hefur líka verið úthýst af hópnum Orkan okkar af sömu sökum. Ísak greinir frá því á Facebook-síðu sinni að brottrekstrarsök hans hafi einnig verið umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann.
Gunnar birtir einnig með færslunni mynd af ummælum við færsluna sem ónafngreindur aðili skrifar undir nafni Orkunnar okkar. Þar líkir Orkan okkar stuðningsmönnum sínum við skriðu sem muni ekki stoppa með nokkru móti.
7001 meðlimur er nú skráður í hópinn Orkan Okkar: Umræðuhópur á Facebook en hópurinn var stofnaður 11. október á síðasta ári. Í lýsingu hópsins segir: „Allir velkomnir í þennan hóp sem eru sammála því að Íslendingar eigi sjálfir að stýra eigin orkumálum og því beri að hafna innleiðingu þriðja orkulagabálks ESB hér á landi.“
Fréttin hefur verið uppfærð.